Andvari

Årgang

Andvari - 01.04.1962, Side 66

Andvari - 01.04.1962, Side 66
64 ÁSGEIll ÞORSTEINSSON ANDVARI Einar Arnórsson scgir þetta um umboð Dana til að fara með utanríkismálin eftir 1918: „Umboðið takmarkar athafnafrelsi ís- lands, en takmörkun á athafnafrelsi ríkis sviptir það ekki almennt fullveldi, fremur en takmörk á athafnafrelsi manns sviptir bann lögræði. Umboðið er skiljanlega líka takmörkun á athafnafrelsi Danmerk- ur, því að henni er samkvæmt því skylt að fara með íslenzk utanríkismál næstu 25 árin eftir 1. des. 1918. Danmörk hefur þar með tekið á sig verkkvöð fyrir ísland næstu 25 ár. Það að fsland getur veitt slíkt umboð sýnir eitt með fleiru, að það er fullvalda ríki, því að ekkert ófullvalda ríki — ef tala má um ófullvalda ríki —■ getur veitt öðru ríki umboð til að fara með eina tegund mála sinna." (Bls. 65). Hannes Hafstein gerir, eins og að framan segir, sams konar samanburð á af- stöðu Danmerkur og íslands eftir Upp- kastinu og kemst að sömu niðurstöðu, og Jóhannes Jóhannesson gerir skilmerki- lega grein fyrir umboðinu. Verður eigi betur séð en að fullt samræmi sé í þess- um efnum í túlkun þeirra á Uppkastinu og Einars Arnórssonar á Sambandslög- unum. I báðum tilvikum gefur ísland af fúsum og frjálsum vilja Danmörku um- boð til að fara með utanríkismálin. 1908 er það gefið til óákveðins tíma, en 1918 til 25 ára eða lengur. I lvergi bólar á því í nefndaálitum 1918, að nokkur lögfesting íslands í danska rík- inu hafi falizt í Uppkastinu frá 1908. I nefndaráliti meiri hluta fullveldis- nefnda 1918 er eftirfarandi skýring á einu atriði Uppkastsins 1908: ,, „Ríkisréttarsamband" milli tveggja landa táknar það, að annað hlýtur að vera hinu æðra, eða þau bæði lúta vilja þriðja aðilja, með öðrum orðum: Að annað landið getur skipað hinu og skuld- bundið það án vilja þess. Annað mál er það, að orkað hefur tvímælis, hvort þetta heiti á sambandi því, er til var stofnað með 1908, var rétt, af því að 1908 var til orðið fyrir samningagerð tveggja aðila. En það, að þetta heiti var haft, hlaut að veikja og vekja efa um réttmæti þeirrar álykt- unar, að Island hafi orðið fullvalda ríki cftir 1908“ (Bls. 33). Ilér er á ferðinni nokkur afsökun á því, að Uppkastið fékk á sig „innlimunar“- stimpilinn 1908. En jafnframt er Upp- kastið afflutt vegna þess, að það hefur óheppilegt heiti, sem lækkar Island í sessi gagnvart Danmörku (en ekki Danmörku gagnvart Islandi?) En svo er því þó bætt við, að líklega sé þetta rangt heiti, eftir efni Uppkastsákvæðanna, sem vitað er að fela ekki í sér neina niðurlægingu á Is- landi af hálfu Danmerkur. Danir gátu ekki skipað íslendingum né skuldbundið þá án vilja þeirra. Það er nokkuð nýstárlegt, ef efni á að lúta í lægra haldi fyrir formi, og fróðlegt að sjá, hvað nefndarálitið segir um það atriði. I sambandslaganefndinni varð talsvert þóf um það, hvort frumvörpin skyldu vera tvö, eins og íslendingarnir fóru fram á fyrst, eða aðeins eitt, sem Danir héldu til streitu. Það var fallið frá tveimur frumvörpum, og þá talið aukaatriði, í hvaða formi sambandslögin væri búin. Allt veltur á efninu, segir í nefndarálit- inu. Það var líka nokkuð þráttað um heitið „Sambandslög" (í stað „Sáttmála"), en með sömu úrslitum, að eigi var talið máli skipta, enda væri það auðsætt, að efni þeirra, að undanteknu konungssam- bandinu, byggðist á samningi. Hér var heitið afsakað í skjóli þess, að það væri aukaatriði, eða formsatriði, en efnið réði, þ. e. samningurinn sjálfur. „Engin stofnun til, ekkert yfirríki, cngin sambandsstjórn, ekkert sambands- þing . . .“, stendur í nefndaráliti meiri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.