Andvari

Volume

Andvari - 01.04.1962, Page 83

Andvari - 01.04.1962, Page 83
JÓN ÞÓRARINSSON: FRANZ LISZT 150 ára afmæli Um þessar mundir er víða um heim minnzt 150 ára afmælis ungverska píanó- snillingsins og tónskáldsins Franz Liszts. Hann var tvímælalaust einn stórbrotn- asti listamaður 19. aldar og einn hinn svipmesti maður. Píanósnillingur var hann slíkur, að enn eru þeir margir, sem telja hann aldrei hafa átt sinn jafningja á því sviði. Kom þar bæði til frábærlega glæsilegur leikstíll hans og sterkur per- sónulegur áhrifamáttur. Þótt skoðanir séu skiptar um varanlegt gildi tónsmíða hans og þær megi með réttu teljast harla mis- jafnar að gæðum, hafa þó áhrif þeirra náð mjög víða og haldizt langt fram yfir daga höfundarins. Auk þess var hann um margt svo sérstæður og hrífandi persónu- leiki, mikilúðlegur og rnildur í senn, góð- hjartaður, örlátur og göfuglyndur, að fyrir það eitt mundi nafn hans lengi haft í minnum. Adam Liszt, fæddur 1755, cr clzti for- faðir tónskáldsins, sem vitað cr um með vissu. Hann var ráðsmaður á góssurn Esterházy-ættarinnar, en sú ætt var ákaf- lega auðug og valdamikil í Llngverja- landi og Austurríki um langt skeið og kemur víða við sögu tónlistarinnar. Adam þessi var þríkvæntur og átti 26 börn. Elzti sonur hans, fæddur 1780, bar nafn föður síns. Á bernskuárum hans var tón- skáldið Joseph Haydn tónmeistari Ester- házy fursta, og kenndi hann piltinum undirstöðuatriði í hljóðfæraleik og tón- fræði. Hugur Adams yngra sýnist hafa staðið mjög til tónlistariðkana, en þó fór svo, er honum óx fiskur um hrygg, að hann réðst í þjónustu Antons fursta Ester- házy og varð brátt ráðsmaður hans á eign- inni Raiding við Ódenburg (nú Sopron í Ungverjalandi), ekki langt frá Vín. Um svipað leyti gekk hann að eiga stúlku af þýsk-austurrískum bændaættum, Önnu Lager eða Laager að nafni. Þeim fædd- ist sonur í Raiding 22. október 1811, og var hann skírður Ferencz, en það er ungverska myndin af nafninu Franz. Þá sömu nótt og Franz Liszt fæddist urðu teikn stór á himni: halastjarnan, sem kennd er við Halley, geystist yfir himinhvolfið, og var halinn klofinn. Það lætur að líkum, að þessi viðburður hefir orðið ærið íhugunar- og umtalsefni að- dáendum Liszts og þeim, sem um hann hafa ritað. Þcir hafa þótzt sjá þar stór- fenglegt tákn um frægðarferil sveinsins, sem þessa nótt var vafinn reifum í fyrsta sinn. Þcir, sem bezt kunnu að lesa, hafa meira að segja þótzt skilja, að klofinn hali stjörnunnar tákni tvennskonar yfir- burði Liszts yfir samtímamenn hans. Hann var hvorttveggja í senn mikilhæfur listamaður og óvenjulegur mannkosta- maður. En samlíkingin er ekki að öllu leyti heppileg. Franz Liszt er fastastjarna 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.