Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 7

Andvari - 01.01.1952, Page 7
ANDVARI Sveinn Björnsson. / - Forseti Islands. - Eftir Steingrím Steinþórsson. Almennt er svo litið á, að með þjóðhátíðinni 1874, þegar niinnzt var eitt þúsund ára afmælis íslandsbyggðar, hafi gengið vakningaralda yfir þjóðlíf vort og þangað megi leita upphafs ymissa breytinga og umbóta í atvinnuháttum og menningarlífi þjóðarinnar síðan. Að sjálfsögðu er allmikið hæft í þessu. Má henda á fleira en eitt, er gerist á næstu áratugum, því til sönn- unar. Þáttaskil eru í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar um þetta leyti. Alþingi fær löggjafarvald með stjórnarskrárbreytingunni frá 1874, en áður hafði Alþingi aðeins verið ráðgefandi og allt raunverulegt vald var í höndum hinnar dönsku ríkisstjómar. Hafði það að sjálfsögðu miklar breytingar í för með sér varðandi starfssvið og starfsháttu Alþingis. Alþingi gat þá hafið löggjafarstarfsemi á mörgum sviðum, þ. á. m. lagt á skatta og farið að veita fé til ýmis konar umbótastarfsemi, enda þótt það væri í mjög smáum stíl fyrst um sinn. Ýnússa félagsmálahreyfinga verður vart á síðustu áratugum aldar. Fyrsta samvinnufélagið er stofnað 1882 og allmörg slík félög úr því til aldamóta. Búnaðarfélög eru stofnuð víða um ^and. Hin elztu þeirra eru nokkru eldri, allt frá 1837. Lítilli út- reiðslu nær þó sá félagsskapur fyrr en eftir 1880. Úr því og til a damota munu hafa verið stofnuð um 90 hreppabúnaðarfélög. egar líður að aldamótum verða miklar breytingar í útgerðarmál-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.