Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 17

Andvari - 01.01.1952, Side 17
andvaw Sveinn Bjömsson 13 bandslaganefndinni, að framkvæmd þessa ákvæðis frá þeirra hálfu yrði á þá leið, að sett skyldi á fót í Reykjavík afgreiðsluskrifstofa, svipuð og sú skrifstofa, er Stjórnarráð íslands bafði í Kaupmanna- höfn árin 1904 til 1918. Dönsku fulltrúarnir munu og hafa litið svo á þetta ákvæði, að íslenzka skrifstofan í Kaupmannahöfn myndi hér eftir aðeins hafa sama eða svipað verksvið og áður. íslenzku fulltrúamir í sambandslaganefndinni litu öðruvísi á þetta. Samkvæmt sambandslögunum var Island fullvalda ríki. Var nú um þjóðréttarsamband að ræða milli ríkjanna, en ekki ríkisréttar eins og áður hafði verið. Þótt dönsku nefndarfulltrú- arnir hafi í fyrstu litið svo á þetta mál sem að framan er sagt, þá tóku ráðandi danskir stjómmálamenn fyllilega til greina skilning Islendinga á þessum ákvæðum sambandslaganna. Sýndu þeir það í verki með því að skipa sendiherra í Reykjavík árið 1919. Island hafði því fullan sendiherrarétt, þótt Danir færu „eftir umboði“ með utanríkismál íslands fyrst um sinn. Nú hlaut ís- land að fara sjálft með utanríkismál sín gagnvart Danmörku og íslenzka skrifstofan í Kaupmannahöfn varð þessvegna eftirleiðis aÖ hafa með höndum störf utanríkisþjónustu landsins, þar sem nu var þjóðréttarsamband milli ríkjanna, en ekki ríkisréttar, eins og verið hafði áður. íslendingar vom að mestu samhuga um það, eftir að sambandslögin tóku gildi, að fulltrúi Islands í ^anmörku skyldi hafa full sendiherraréttindi, svo að þjóðréttar- staða íslands sem fullvalda ríkis væri á þann hátt skýrt mörkuð. þó urðu nokkrar deilur um það á Alþingi, hvort skipa skyldi sendiherra í Danmörku eða ekki. Þegar fjárlög fyrir 1920 voru samin, var þó ákveðin fjárveiting til sendiherra Islands í Kaup- naannahöfn. Engan þarf að undra, þótt mörgum Dönum hafi veitzt nokk- u erlitt að átta sig á því, að ísland, er fyrir skömmu síðan var >>oaðskiljanlegur hluti Danaveldis" skyldi nú hafa sendiherra hjá onungi Danmerkur með öllum þ eim réttindum, er því embætti y §ía í viðskiptum fullvalda ríkja. Jón Magnússon var þá for- sastisráðherra hinnar íslenzku ríkisstjórnar. Hann var maður frið-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.