Andvari - 01.01.1952, Qupperneq 21
ANDVARI
Sveinn Bjömsson
17
um síðar eftir ýmsum krókaleiðum vegna samgönguhafta af
styrjaldarástæðum. Kona hans varð eftir í Kaupmannahöfn og
komst ekki heim til íslands fyrr en nokkrum mánuðum síðar.
Viðskilnaðurinn í Danmörku og heimkoma sendiherrans varð
því á allt annan veg en eðlilegt mátti teljast og báðir aðilar hefðu
kosið.
Þá er komið að síðasta þætti æviskeiðs Sveins Björnssonar,
en það eru störf hans varðandi lýðveldisstofnunina og þjóðhöfð-
ingjaembættið, er hann gegndi heilan áratug. Þar tók hann á
sínar herðar sextugur að aldri að vinna brautryðjendastarf á sama
hátt og 20 árum áður, þegar hann gekk í utanríkisþjónustu lands-
ins sem fyrsti sendiherra hinnar íslenzku þjóðar.
Þegar Sveinn Björnsson kom heim vorið 1940, gerðist hann
ráðunautur ríkisstjórnarinnar um utanríkismál og meðferð þeirra
mála. Það var allvandfarið með utanríkismál þá. Landið var her-
setið. Styrjöldin geisaði í algleymingi og enginn vissi, hvað fram-
tíðin bar í skauti sínu. Að vísu má segja, að svo sé ávallt, en
óvissan um framtíðina legst þó á vamarlausar smáþjóðir með
meiri þunga, þegar tryllt styrjöld er háð urn heim allan, eins
°g þá var.
Það var að sjálfsögðu algjör bráðabirgðaráðstöfun, að æðsta
yald þjóðarinnar var fengið ráðuneytinu sjálfu í hendur. Hlaut
það að vera hálfankannalegt, þegar stjómarskipti bar að höndum,
að ráðuneytið sjálft fjallaði um, á hvern hátt með slíkt skyldi
farið. Það var af þessum ástæðum meðal annars, að lög um ríkis-
stjóra íslands voru sett á Alþingi 1941. Öðluðust þau gildi 17.
júní það ár. Verður það ávallt talinn merkur atburður í sögu
lands og þjóðar. Sveinn Bjömsson var þann dag kjörinn ríkis-
stjóri íslands af Alþingi. Hann var endurkjörinn tií þess starfs
af Alþingi bæði 1942 og 1943, því að samkvæmt lögunum um
ríkisstjóra skyldi hann kosinn til eins árs í senn. Var það vegna
þess, að Alþingi var ljóst, að hér var um bráðabirgðaráðstöfun
að ræða og væri af þeim ástæðum sjálfsagt, að kjörtímabil ríkis-