Andvari - 01.01.1952, Síða 26
22
Steingrímur Steinþórsson
andvari
„Ef vér tileinkum oss meira af anda kristindómsins, þá
myndi ferill mannkynsins ekki sýna eins miklar sjálfskapaðar
hörmungar og raun ber vitni. Vér þurfum að tileinka oss
meiri sanngirni, meira umburðarlyndi, meiri góðvild, meiri
mildi. Vér þurfum að læra að bera rneiri virðingu fyrir skoð-
unum hvers annars, þótt oss greini á, en ætla oss ekki að
dæma eða ráða einir. Það er trúa mín, að þau vandamál séu
fá, sem ekki er hægt að leysa með góðvild og gætni.
Æskan og framtíðin eru óaðskiljanleg hugtök. Ef vér vilj-
um búa þessari þjóð betri tíð en vér búum sjálfir við, þá
verðum vér að leggja alúð við uppeldi ungu kynslóðarinnar.
Vér megum ekki láta oss nægja þótt vér vitum, að oft vaxi
styrkir stofnar umhirðulaust á víðavangi, því að kræklumar
eru miklu algengari við slík skilyrði. Ræktun lýðsins er ekki
vandaminni en ræktun landsins, en allir vita hvernig fer í
þeim efnum, ef menn leggja sig ekki alla fram.“
Þetta voru kveðjuorð forsetans til þjóðarinnar. Þau eru eins
og vænta mátti í fullu samræmi við líf hans allt, starf hans og
kenningu.
Snemma í október 1951 fór forsetinn að ráði lækna sinna til
Bretlands. Lagðist hann þar á sjúkrahús og var gerður á honum
uppskurður. Sú skurðaðgerð tókst að því er virtist vel. Forsetinn
kom heim aftur fyrst í desember. Virtist hann þá hress og taldi
sjálfur, að hann hefði fengið mikinn bata. Lím miðjan janúar
ráðlögðu læknar hans honum að fara á sjúkrahús nokkra daga
og hvíla sig þar. Sá, er þetta ritar, kom síðast til hans í sjúkra-
húsið 24. janúar. Virtist forsetinn þá hress. Hann var glaður og
léttur í tali eins og ávallt og bjóst við að fá að faia heim að
tveimur dögum liðnum. En það fór á annan veg. Aðfaranótt laug-
ardags 26. janúar andaðist forsetinn úr hjartaslagi. Forsætisráð-
herra skýrði þjóðinni frá þessu með svofelldum orðum um ha-
degið þann dag í útvaqrinu: