Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1952, Síða 26

Andvari - 01.01.1952, Síða 26
22 Steingrímur Steinþórsson andvari „Ef vér tileinkum oss meira af anda kristindómsins, þá myndi ferill mannkynsins ekki sýna eins miklar sjálfskapaðar hörmungar og raun ber vitni. Vér þurfum að tileinka oss meiri sanngirni, meira umburðarlyndi, meiri góðvild, meiri mildi. Vér þurfum að læra að bera rneiri virðingu fyrir skoð- unum hvers annars, þótt oss greini á, en ætla oss ekki að dæma eða ráða einir. Það er trúa mín, að þau vandamál séu fá, sem ekki er hægt að leysa með góðvild og gætni. Æskan og framtíðin eru óaðskiljanleg hugtök. Ef vér vilj- um búa þessari þjóð betri tíð en vér búum sjálfir við, þá verðum vér að leggja alúð við uppeldi ungu kynslóðarinnar. Vér megum ekki láta oss nægja þótt vér vitum, að oft vaxi styrkir stofnar umhirðulaust á víðavangi, því að kræklumar eru miklu algengari við slík skilyrði. Ræktun lýðsins er ekki vandaminni en ræktun landsins, en allir vita hvernig fer í þeim efnum, ef menn leggja sig ekki alla fram.“ Þetta voru kveðjuorð forsetans til þjóðarinnar. Þau eru eins og vænta mátti í fullu samræmi við líf hans allt, starf hans og kenningu. Snemma í október 1951 fór forsetinn að ráði lækna sinna til Bretlands. Lagðist hann þar á sjúkrahús og var gerður á honum uppskurður. Sú skurðaðgerð tókst að því er virtist vel. Forsetinn kom heim aftur fyrst í desember. Virtist hann þá hress og taldi sjálfur, að hann hefði fengið mikinn bata. Lím miðjan janúar ráðlögðu læknar hans honum að fara á sjúkrahús nokkra daga og hvíla sig þar. Sá, er þetta ritar, kom síðast til hans í sjúkra- húsið 24. janúar. Virtist forsetinn þá hress. Hann var glaður og léttur í tali eins og ávallt og bjóst við að fá að faia heim að tveimur dögum liðnum. En það fór á annan veg. Aðfaranótt laug- ardags 26. janúar andaðist forsetinn úr hjartaslagi. Forsætisráð- herra skýrði þjóðinni frá þessu með svofelldum orðum um ha- degið þann dag í útvaqrinu:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.