Andvari - 01.01.1952, Page 30
ANDVARI
Skúli Magnússon og Nýju
innréttingarnar.
Tvö hundruð ára minning.
Eftir Þorkel jóhannesson.
Á þessu ári á þjóð vor að minnast merkilegra atburða, sem
gerðust fyrir 200 árum síðan. Vorið 1752 hófust framkvæmdir
þær, sem kenndar eru við Nýju innréttingamar. Jafnframt gerast
þau tíðindi, að þjóðin eignast höfuðstað í Reykjavík. Atburðir
þessir eru nátengdir hvor öðrum. Þeir eru og fast bundnir við
nafn og minningu Skúla landfógeta Magnússonar. Báðir hafa
þeir haft rík áhrif á hagi þjóðarinnar og sögu hennar.
Saga Skúla Magnússonar og Nýju innréttinganna er meira og
minna kunn öllum þorra íslendinga. Að vísu er bæði skemmtilegt
og þarflegt að kunna góð skil á einstökum atriðum slíkrar sögu,
en um hitt er samt enn meira vert að geta skoðað hana og skilið
í réttu og eðlilegu samhengi við fortíð og framtíð. Hér verður
því einkum leitazt við að skýra frá aðdragandanum að stoínun
innréttinganna og reynt að gera nokkra grein fyrir áhrifum og af-
leiðingum.
Innréttingarnar voru stolnaðar í þeim tilgangi að endurreisa
og efla atvinnuvegi þjóðarinnar í nærfellt öllum greinum. Her
var um það að ræða að ráða hót á meini, sem átti sér djúpar rætur
og langan aðdraganda. Og úrræðið var í senn skörulegt og nýstar-
legt. Skörulegt má það kallast, vegna þcss hversu hátt var stefnt
og rösklega að verki gengið. En nýstárlegt var það af þeim sök-
urn, að hér var í fyrsta sinni í sögu vorri elnt til fjárhagslegrar
samvinnu með allmörgum helztu forsvarsmönnum þjóðarinnar,
með hagsmuni almennings að markmiði. Jafn nýstárlegt var reynd-