Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 34

Andvari - 01.01.1952, Side 34
30 Þorkell Jóhannesson andvari verzlunarmálum hér og beygja hina þýzku kaupmenn, er hingað sóttu, undir vilja sinn, skáka þeim til á höfnum landsins með sölu verzlunarleyfa og skattleggja þá með þeim hætti, jafnframt því sem hann rak hér umfangsmikla verzlun sjálfur og studdi danska kaupmenn til verzlunar eftir mætti. Um aldamótin 1600 er svo komið, að konungsvaldið hefir náð íslandsverzluninni full- komlega á sitt vald og árið 1602 hefst svo hin alræmda verzlunar- einokun. Nú er högurn allmjög breytt frá því sem var áður og fyrr var að vikið. Nú er ekki lengur um að ræða lítilfjörlega skatt- heimtu konungsumboðsmanna. Auk skattgjalds að fornri venju gengur nú afgjald 1/6 af allri jarðeign í landinu í konungssjóÖ. Mestu munaði samt um það, að verzlun landsins er keyrð í fjötra. Eftir 1619 er öll útflutningsvara landsins verðlögð til hagsmuna fyrir erlenda kaupmenn og innflutt vara slíkt hið sama. Jafnframt er landinu lokað fyrir öllum erlendum þjóðum og yfirleitt öllum nema einokunarkaupmönnum og þjónum þeirra og svo kon- ungsmönnum og þeirra liði. Þessa valdboðna einangrun þjóðar- innar, sem stóð hátt á aðra öld, hefur aldrei verið skýrð né skilin til neinnar hlítar, enda sjálfsagt býsna örðugt að gera sér fulla grein fyrir afleiðingum hennar út af fyrir sig. Mún var vitan- lega hvergi nærri eins áberandi né heldur fundu menn eins sárt til hennar og fjárkúgunar þeirrar, er af einokuninni leiddi. En hún átti samt drjúgan þátt í því að halda þjóðinni niðri í verk- lcgum efnum, byrgja fyrir henni mest alla vitneskju um það, sem samtímis var að gerast í atvinnulífi annarra þjóða og mátt hefði verða henni hvöt og fyrirmynd, ef betur hefði verið í haginn búið. Kynni útnesjamanna við hollenzka og enska duggara, er stálust upp að landinu í fyllsta banni til þess að eiga kaunverzlun við landsmenn, voru að sjálfsögðu lítt til þess fallin að gegna mikils- verðu menningarhlutverki. Utanfarir Islendinga sjálfra á þessum tíma voru ekki heldur með þeim hætti yfirleitt, að þær gæti bætt mikið úr. Elér þarf ekki um þá menn að ræða, en þeir voru víst ærið margir, sem slæddust út úr landinu undan sökum og áþján, eða af ævintýraþrá, og fæstir áttu afturkvæmt. Fremur mátti ein-

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.