Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 50

Andvari - 01.01.1952, Side 50
46 Þorkell' Jóhannesson ANDVARI þegar útséð var um mál Hörmangarfélagsins vorið 1757, var hann við því búinn að leggja fram tillögur um nýja skipan í verzl- unarmálinu. Þótt liann kysi frjálsa verzlun öllu öðru Iremur, taldi hann þá tilhögun enn vart tímabæra, enda ekki minna um vert, að verzlunin væri rekin með þátttöku landsmanna sjálfra. Lagði hann til, að aflað yrði lánsfjár með veði í fasteignum hér á landi og fé þetta, 150 þús. rd., yrði svo framlag fslendinga til verzl- unar, sem rekin yrði um sinn með einkaleyfi í félagi við danska kaupmenn. Jafnframt vildi hann skipuleggja vöruflutninga til landsins með nýjum hætti til reksturssparnaðar. Voru þessar til- lögur bæði nýstárlegar og að mörgu hyggilegar. Leigulaus skyldi þessi verzlun vera, en konungur fá leigutapið bætt með tolltekj- um. Málið var rætt á Alþingi 1757 og síðan valin nefnd til að gera fullnaðar ályktun um það. Féllust nefndarmenn að lokum á tillögurnar og því næst lagði Skúli þær fyrir stjórnina. Horfði um hríð til þess, að þær fengi framgang. En þó lór svo, að einn mesti áhrifamaðurinn í fjármálastjórninni, Thott greiti, lagðist á móti því og taldi óráð að gera svo róttækar breytingar í einum svip, heldur skyldi leigja einstakar hafnir fyrst um sinn og sjá, hverju fram yndi. Skúli fór þá fram á, að iðnaðarstofnanirnar fengi verzlunina í Hólminum og í Húsavík nyrðra, og var því vel tekið. En állt strandaði þetta á því, að kaupmenn fengust ekki til að bjóða í hafnirnar, enda höfðu Hörmangarar samtök um að spilla fyrir því, og félag þeirra neitaði að eiga nokkurn hlut að Islandsverzluninni, nema með því skilyrði, að þeim Skúla og Magnúsi Gíslasyni, sem nú var orðinn amtmaður, yrði vikið úr embætti. Lauk svo, að stjórnin ákvað að annast sjálf verzlun- ina og var þetta upphaf konungsverzlunarinnar fyrri, 1759 til 1763. Með konungsverzluninni breyttist aðstaðan. Samvinna tókst góð með innréttingunum og verzlunarstjórninni. En skyndilega skiptist veður í lofti. Með ársbyrjun 1764 tók Almenna verzlunar- félagið við íslandsverzluninni og þvert á móti vilja Skúla voru innréttingarnar sameinaðar verzlunarfélaginu. Leið ekki á löngu,

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.