Andvari - 01.01.1952, Page 66
62
Sveinn Bergsveinsson
ANDVAHI
Að öðru leyti vísa ég til umsagnar minnar urn þessa bók í vor-
hefti Lífs og listar 1952.
Orðin atómstefna og atómskáld eru hér ekki notuð í niðr-
andi merkingu, heldur sem almenn heiti á vissum einkennum
í nýtízku skáldskap síðasta áratug, hinum margræðu og altæku
táknmyndum. Aðrar tegundir af nútízku hafa birzt, auðveldari
til skilnings og verða því eigi ræddar hér. Hvort ljóðið sé rímað
eða eldci er aukaatriði, þó að rímleysa hafi raunar fylgt þess-
um kveðskap frá byrjun. Sjónarmiðið listin fyrir lífið eða listin
fyrir listina segir hvorki til né frá um þessa stefnu frekar en
allar aðrar. í raun og veru er öll list fyrir lífið, á meðan í henni
er sannleiksþrá og gróandi. Það er fyrst á hnignunarskeiði, sem
listin ,fer að festa markið í sjálfri sér, sá eldmóður, sem bar
hana uppi, er farinn að dofna, og þá verða sjálf formin að aðal-
atriði. Atómstefnan er þegar farin að leysast upp í slíkar til-
raunir. Erfitt er að segja fyrir um, hvað upp af leiði hennar
grær. En þó má búast við, að hin klassiska ró, hin hlutlæga
túlkun, arfurinn frá Eliot og Joice verði eftir, þegar menn hafa
gefizt upp á hinni stórhuga viðleitni að láta heim samtímans
hverfa inn í mannssálina í einu og stíga þaðan upp aftur í marg-
ræðum og altækum táknmyndum. í hjarta og heila mannsins
rúmast enginn nema hann sjálfur — í strangasta skilningi. Ýmis-
legt bendir líka til, að skáldin snúi sér aftur að sjálfum sér, manns-
sálinni, og skoði hana með sömu hlutlægu gagnrýninni. And-
stæða atómstefnunnar rís upp í einhverri mynd. Og skáldin munu
átta sig á þvi, að það var eitthvað, sem þau ætluðu að segja, og
þau ætluðu að segja það einhverjum.