Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 67

Andvari - 01.01.1952, Side 67
ANDVARI Sveinbjörn Egilsson. Hundrað ára dánarminning. Eftir Vilhjálm Þ. Gíslason. Einn af ágætustu og merkustu menntamönnum fslendinga, Sveinbjörn Egilsson rektor, andaðist hér í Reykjavík fyrir réttri öld, 17. ágúst 1852, og fór útför hans fram 10 dögum seinna, 27. ágúst. Þjóðólfur tilkynnti lát hans með þessum orðum: „Nú áttu þá, (þ. e. ísland) að sakna Sveinbjarnar Egilssonar, snillings- ins mikla, skáldsins lipra, lærdómsmannsins lýðum kunna, iðju- mannsins óþreytanda, valmennisins hógværa og hógláta. Hann var kallaður frá þér fyrr en varði, á nýbyrjaðri kvöldvöku ævi hans. 62. ári, eftir hálfs mánaðar þunga legu, um hádegisbil hinn 17. dag þ essa mánaðar. Eins og bömin flykkjast grátandi kringum barngóðan mann, er ferðast á burt í framandi land, eins munu lengi hugsanir sona þinna, ísland, hvarfla með söknuði utan að gröf snillingsins, Sveinbjarnar Egilssonar." Það vill svo til, að annars staðar hefur varðveitzt lýsing á útför dr. Sveinhjamar, eftir Magnús Grímsson, og ætla ég að rekja hér helztu atriði hennar, af því að hvort tveggja er, að at- burðirnir, sem frá er sagt, eru ytra tilefni þess, að við minnumst í dag lífs og starfs Sveinbjarnar Egilssonar, og svo eru í lýsing- unni atriði, sem hafa gildi fyrir sögu lífs og bæjarbrags í Reykjavík. Föstudaginn 27. ágúst söfnuðust líkfylgdarmennirnir fyrst saman um morguninn á gildaskála bræðrafélagsins, og er svo að sjá sem þar hafi farið fram einhvers konar erfisdrykkja. Þaðan fóru menn síðan niður í hús hins dána — en rektor átti heima þar sem nú er bókabúð Helgafells í Austurstræti. Þar flokkuðu 5

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.