Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1952, Side 68

Andvari - 01.01.1952, Side 68
64 Vilhjálmur Þ. Gíslason ANDVARI þeir sig fyrir utan gluggann í garðinum, sem ekki gátu fengið rúm inni, og lilýddu á húskveðju þá, er dómkirkjupresturinn, séra Asmundur Jónsson, flutti þar. Að því loknu var líkið borið í kirkjuna og þar töluðu dómkirkjuprestur og Pétur Pétursson, síðar biskup. Siðan var líkið borið til síns síðasta hvílustaðar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Er greftruninni var lokið, gengu menn aftur í kirkjuna, og var þar sunginn hinn latínski útfararsálmur: Jam moesta quiesce querela, eftir Ambrosius. Magnús Grímsson segir, að Reykvíkingar prýddu svo útför þessa eins og þeir gátu bezt, bæði með því að fjölmenna sem mest og ýmsu öðru, eftir því sem hverjum gafst færi á. Líkkistan var snotur en ekki með neinu teljandi skrauti á, nema hörpu, sem er skáldaeinkunn og býflugnabúi, sem er merki iðni og starf- semi, en hvort tveggja var steypt úr gipsi og litað svart eins og kistan. Enginn skjöldur var á kistunni og var það af því, að lík- kistuskildir fást nú ekki gjörðir á Suðurlandi, svo í lagi sé, síðan gullsmiður Þorgrímur Thomsen á Bessastöðum dó. En þar á móti var á henni laufhringur einn mikill. Kórinn í kirkjunni var tjaldaður með svörtum dúkum, og svartar grisjuvoðir fyrir gluggunum. Altarið og grátumar voru og eins sveipaðar svörtu, og var kórinn lýstur með vaxkertum. Kirkjugólfið var stráð lauf- blöðum. Predikunarstóllinn var og hulinn svörtum hjúp og sömu- leiðis var organið tjaldað utan með svörtum blæjum. Á meðan líkið var borið inn í kirkjuna, lék organisti Pétur Guðjohnsen, sorgarljóð eftir prófessor Weyse á organið, en á meðan það var borið út úr kirkjunni, lék hann sorgarljóð eftir sjálfan sig. Læri- sveinar hins framliðna skiptust á að bera líkið, fyrst úr heima- húsurn í kirkjuna og síðan úr kirkjunni aftur til grafarinnar. Tvær grafskriftir voru gjörðar, aðra gjörði konferenzráð Þórður Sveinhjörnsson, á íslenzku, hina Benedikt Gröndal, sonur hins framliðna, á latínu, og var þeirn býtt út meðal líkíylgdarmann- anna. í annarri þessari grafskrift segir, að Sveinbjörn Egilsson hafi unnað allri fegurð og elskað allt það, sem var heiðarlegt og gott. Elskan var grundvöllur og leiðarstjarna lífs lians. Lífið

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.