Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1952, Page 85

Andvari - 01.01.1952, Page 85
ANDVARI Móðurvernd og föðurhandleiðsla 81 bömin liggja lon og don, ekki megi halda á þeim, ekki rugga þeim o. s. frv., allt þetta geri þau óþekk, allir þessir ævagömlu siðir séu gagnslausir og jafnvel skaðsamlegir og því beri að leggja þá niður. Nú eru menn að komast á nokkuð aðra skoðun. Það er ekki gætilegt að varpa fyrir borð öllum þessum fornu uppeldissiðum umhugsunarlaust. Þeir fela margir í sér mikinn sannleika og menn sjá nú gagnlegan tilgang margra þeirra. Þannig hefur komið í ljós, eins og áður er sagt, að það örvar líkamlegan en þó einkum andlegan þroska barna, ef þeim er sinnt mikið, brosað við þeim, talað við þau og þau oft tekin í fangið. Börn, sem alin em upp á vöggustofum, þar sem þau fara að mestu á mis við slíkt, og böm, sem móðir vanrækir, eru að miklum mun seinni til andlegs þroska. Fjölmörgum dæmum hefur verið safnað um það, hversu ill áhrif það hefur á börn, ef þau njóta ekki góðrar móðurumhyggju. Hin óljósa skelfing, sem grípur börn stundum, þegar þau eru ein, getur haft í för með sér- lost (shock), og er ekki sagt, að þau Fíði þess nokkurn tíma bætur. Þetta getur auðvitað átt sér stað, þótt barnið sé í umsjá móður, t. d. ef hún skilur barnið eitt eftir °§ enginn lítur eftir því. Sumar mæður skilja ungbörn ein eftir, nteðan þær eru við vinnu, en hitt er ekki heldur fátítt, að niæður skilja kornabörn eftir umönnunarlaus heilt kvöld og Fam á nótt, á meðan þær eru að skemmta sér. Þessum sið er rík astæða til að vara við. Hann er fyrir neðan allar hellur. Þegar eg hef lesið frásagnir nútímasálfræðinga um þetta, hef ég minnzt þjóðsagnanna um umskiptingana. Ein lýsing á ungbami, sem skilið hafði verið eitt eftir og fengið lost, hefzt þannig: „Hann íeit út eins og bleikt og hrukkótt gamalmenni".1) Flestum um- skiptingasögunum er það sameiginlegt, að ungt barn er skilið eht eftir, oft hefur það verið bezta og fallegasta barn. Svo þegar því er komið, er því mjög brugðið og allt hátterni þess 1) Sjá John Bowlby: Maternal Care and Mental Health, Geneva 1951, bls. 22.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.