Andvari - 01.01.1952, Síða 88
84
Símon Jóh. Agústsson
ANDVARI
leika. Ef börn þurfa að dveljast á uppeldisheimili eða bama-
spítala, jafnvel þótt um stundarsakir sé, þarf, hvert barn að
hafa sömu fóstruna, sem sinnir því sérstaklega og gengur því
eins og unnt er í móður stað. Flutning bama milli barnaheimila,
eins og nú tíðkast of víða algerlega að óþörfu, ber mjög að forð-
ast. Með því móti festa bömin hvergi rætur. Ef ekki er hægt
að koma munaðarlausu bami í fóstur skömmu eftir fæðingu,
svo að setja verður það á vöggustofu, ætti að kappkosta að koma
því þaðan í framtíðarfóstur, svo að úr því geti það alizt upp á
sama heimilinu.
Stórmerk rannsókn,1) sem enskur geðlæknir, Dr. John
Bowlby, gerði á 44 þjófgefnum börnurn í London, leiddi í ljós,
að 17 þeirra, eða um 40%, höfðu í fmmbernsku dvalið um lang-
an tíma fjarvistum frá rnóður sinni, en í hóp þeim, er hann tók
til samanburðar, höfðu aðeins 2 eða um 5% sömu sögu að segja.
Flestir þeir þjófar, sem höfðu í fmmbernsku að mestu eða að
öllu leyti farið á mis við inóðurást, voru ákaflega tilfinningasljóir
og kaldlyndir (12). Flestum rannsóknarmönnum ber saman um,
að tíðasta afleiðing þess, að barnið fer á mis við móðurást í fmm-
bernsku, sé einmitt kaldlyndi, tilfinningasljóleiki, skortur á hæfi-
leika til að sýna öðrum ást og blíðu, og fylgifiskur þessa er oft
frámunaleg eigingimi og ófélagslegar hneigðir, og telur Bowby
þetta aðalorsök þess, að unglingar lenda á glapstigum. Og þótt
afleiðingar þessa komi ekki fram í refsiverðu athæfi eða mis-
ferli, setur það svip á sálarlíf flestra manna alla ævi. Ef stúlka
hefur t. d. í frumbemsku farið á mis við móðurblíðu, em minni
líkindi til þess en ella, að hún verði blíð móðir og ástúðleg eigin-
kona.
Hér skalt suttlega rakið eitt dæmi úr riti Bowlbys.2) Átta
ára gömul telpa var ættleidd af sæmdarhjónum fyrir 1 lA ári.
1) J. Bowlby: Forty-four Juvenile Thieves: Their Characteres and Homelife,
London 1946.
2) Matemal Care, hls. 30—31.