Andvari - 01.01.1887, Qupperneq 184
178
|>egar við vorum komnir hér um bil 400 fet upp, á efstu
brúnina á grashjöllunum upp af selinu, gekk annar af
fylgdarmönnum mínum á undan og tejrmdi koffortahest;
klárinn lá í efst í hjallabrúninni, bvltist og brauzt um,
veltist svo um hrygg og gat ekki stöðvað sig á brúninni
vegna pungans á koffortunum, og hentist svo niður fyr-
ir ; oss datt ekki í hug, að við sæjum hestinn lifandi
aptur; pað var eins og hvolpi hefði verið kastað af
hendi; hesturinn snérist 4 sinnum við í loptinu, er
hann lientist hjalla af hjalla niður alla hlíðina; loks
kubbaðist klyfsöðullinn sundur, og gjarðirnar og koffort-
in hoppuðu niður undir jafnsléttu, en klárinn stöðvaðist
hálfurákaíi í dýi; við héldum, að í honum hefði brotn-
að livert bein, en svo var eigi; hesturinn var að mestu
óskaddaður, hafði hann hvergi komið á stein, allt af
fallið á gljúpan jarðveg og í dý, og svo höfðu koffortin
lilíft lionum. Eptir petta óhapp héldum við áfram upp
fjallið; tóku við urðir og hamrastallar fyrir ofan gras-
brekkurnar með stórum sköflum, og mjökuðumst við
upp að skarðinu með pví að fara ótal sneiðingar Fjall-
ið er eggpunnt að ofan, eins og saumhögg, og ganga
tvö skörð niður í eggina, eins og pau væru skorin með
knífi. Hæðin í skarðinu var 1144 fet yfir sjó; en efsta
fjallseggin var hér um bil 500 fetum hærri. Að norð-
anverðu er enn pá brattara, og verður ekki komizt nið-
ur nema á einum stað; verður par að fara langan veg
eptir hverjum hamrastalli til pess að hitta á skarð eða
einstigi niður á næsta hjalla, og svo koll af kolli, og er
petta æði-örðugt og seinlegt. Bæði á pessum og öðrum
fjallvegum á Hornströndum urðum við allt af að ganga
og teyma, bæði vegna brettunnar, klungranna og ófærð-
arinnar; pótti okkur mesta liátíð, pá sjaldan við gátum
setið á hestunum kippkorn.
Barðsvík er mjög lík Boiungarvík ; undirlendið mjög
grösugt, mýrar og engi, tjörn og á með líku sniði og mik-
ill gróður í neðstu hlíðunum; slægjurnar eru ágætar, en