Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.09.2009, Qupperneq 4
4 25. september 2009 FÖSTUDAGUR Jóhann Ólafsson & Co Opnum 28. september að KRÓKHÁLSI 3 Jóhann Ólafsson & Co. flytur höfuðstöðvar sínar og afgreiðslu að KRÓKHÁLSI 3 Opnum á nýjum stað mánudaginn 28.september Hestháls Járnháls Fossháls Vesturlands vegur Dragháls Réttarháls Lyngháls Krókháls 3 H ál sa b ra ut Grjótháls Harðviðarval VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 26° 18° 20° 20° 16° 19° 19° 21° 13° 15° 26° 21° 23° 32° 19° 21° 26° 18° Í DAG KLUKKAN 15 9 6 6 6 6 5 7 10 11 10 4 8 8 6 8 8 10 8 10 5 8 8 88 6 5 8 Á MORGUN 8-13 m/s. SUNNUDAGUR 3-13 m/s, hvassast norð- austan til og allra syðst. 88 2 1 1 VINDAR OG VÆTA Núna með morgninum er úrkomuloft á leið yfi r landið með hvössum vindi við suður- og suð- austurströndina. Um eða eftir hádegi verður mesta úrkoman að baki auk þess sem verulega dregur úr vindi þar sem hann er mestur. Í kjölfar úrkomubeltis- ins tekur við skúraloft sunnan og vestan til og með kvöldinu hvessir á landinu með vaxandi skúraveðri og þá einnig norðanlands. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL „Þetta hefur því miður allt strandað á Icesave- málinu,“ segir Már Guðmundsson, bankastjóri og formaður peninga- stefnunefndar Seðlabankans, og leggur ríka áherslu á að ná niður- stöðu og greiða fyrir lánveiting- um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hinna Norðurlandanna. Þegar lánið verði í höfn muni gjaldeyris - varaforði Seðlabankans styðja við gengi krónunnar. Þeir sem standi í vegi fyrir því að ná farsælli lend- ingu í málinu verði að hugsa sig tvisvar, jafnvel þrisvar, um. Greint var frá því í gær að stýri- vöxtum Seðlabankans yrði hald- ið óbreyttum í tólf prósentum. Vextirnir, sem eru hvergi hærri á byggðu bóli, voru síðast lækk- aðir um eitt prósentustig í byrjun júní. Ákvörðunin var í takti við spár greiningardeilda. Már, sem tók við bankastjóra- stólnum af Svein Harald Øygard í síðasta mánuði, segir mikil- vægt að horfa til gengismála við ákvörðun stýrivaxta. „Því miður er fjöldi fyrirtækja og heim- ila með óheyrilega skuldabyrði í erlendri mynt,“ segir hann og bendir meðal annars á að tuttugu prósent heimila landsins séu með gengistryggðar skuldir og sjötíu prósent með þær verðtryggðar. Um tíu prósent eru með annað lánafyrirkomulag. Hugsan- leg veiking krónunnar í kjölfar stýrivaxtalækkunar geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir níu- tíu prósent heimila. Stöðugleika- sáttmáli aðila vinnu markaðarins og hins opinbera frá í júlí miðar við að stýrivextir verði komnir undir tíu prósent fyrir 1. nóvem- ber næstkomandi. Næsti vaxta- ákvörðunarfundur er hins vegar fjórum dögum síðar. Már bendir á að stýrivextir sem slíkir virki orðið lítið. Í raun hafi innlánsvextir bankans meiri áhrif. Þeir séu nú 9,5 prósent og megi segja að stýrivextir séu jafnháir. Seðlabankastjóri segir mikil- vægt að raska ekki stöðugleika- sáttmálanum og hann hafi hug á að funda með aðilum vinnumark- aðarins vegna málsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir vaxtaákvörðun pen- ingastefnunefndarinnar von- brigði enda sé stöðugleikasátt- málinn í uppnámi. Seðlabankinn eigi fremur að hjálpa til við endur- reisn efnahagslífsins en koma með innlegg með þessum hætti. „Ég fagna því að seðlabankastjóri vilji hitta okkur. En við hefðum viljað ræða við hann fyrir vaxta- ákvörðunina,“ segir Gylfi. jonab@frettabladid.is FRÁ VAXTAÁKVÖRÐUNARFUNDINUM Seðlabankastjóri segir miður að stór hluti heimila og fyrirtækja landsins sé með óheyrilega skuldabyrði í erlendri mynt. Vaxtalækkun geti komið þeim afar illa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Icesave-málið tefur fyrir lækkun vaxta Seðlabankastjóri segir raunstýrivexti komna undir tíu prósent. Hann er til- búinn til að funda með aðilum vinnumarkaðarins um stöðugleikasáttmálann. EFNAHAGSMÁL „Þótt ákvörðun SÍ valdi verulegum vonbrigðum kemur hún ekki á óvart,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmda- stjóri Viðskipta- ráðs. Hann tekur undir með seðla- bankastjóra; ljúka verði Icesave-málinu og afgreiðslu frá AGS auk frágangi á efna- hagsreikningi bankanna. Afgreiðsla þessara mála gangi afar treglega: „Nú er ár frá hruni bankanna og tímabært að vanda- málin verði leyst. Um leið hlýt- ur peningastefnunefnd að mæla með hraðri lækkun stýrivaxta. Ekkert knýr verðbólgu annað en veiking krónunnar og skattahækk- anir,“ segir Finnur, „Spjótin bein- ist að stjórnvöldum, sem verða að afgreiða stóru málin.“ Þangað til megi líkja ástandinu við eltinga- leik við enda regnbogans. - jab Mikilvæg mál ganga treglega: Bíður eftir vaxtalækkun FINNUR ODDSSON EFNAHAGSMÁL Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um óbreytta stýrivexti. Ákvörðunina megi rekja til þrýstings frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum (AGS). Hún segir að markmið AGS sé að ná gengis- stöðugleika en ekki að koma í veg fyrir gjald- þrot fyrirtækja og þar af leiðandi áframhaldandi kreppu. Hún telur því að andstæðingum AGS eigi eftir að fjölga í kjölfarið. Lilja Mósesdóttir: Segir AGS stýra vaxtastigi hér LILJA MÓSESDÓTTIR EFNAHAGSMÁL „Seðlabankinn er að ögra aðilum stöðuleikasátt- málans með þessari ákvörðun,“ segir Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins, um ákvörðun peningastefnu- nefndar bank- ans að halda stýrivöxtum óbreyttum. Hann segir að þessar ákvörðun sinni sé bankinn að lengja kreppuna. „Í stöðugleikasáttmálanum var gengið út frá því að stýrivextir yrðu komnir í eins stafs tölu fyrir lok október. Fyrirtæki geta ekki fjárfest og byggt sig upp við núver- andi aðstæður. Allri framvindu atvinnulífsins er teflt í tvísýnu.“ Framkvæmdastjóri SA: Seðlabankinn lengir kreppuna VILHJÁLMUR EGILSSON ORKUMÁL Reykjavík Geothermal (RG) stýrir nú jarðhitaleit fyrir framtíðarborgina Masdar í Abu Dhabi. Forstjóri fyrirtækisins, Guðmundur Þóroddsson, segir fyrirtækið, sem hefur starfað í eitt ár, ganga ágætlega. „Það hefur verið töluvert af stórum og litlum verkefnum, en þetta er stærsta ráðgjafarverk- efnið hingað til,“ segir hann. RG er fyrirtæki Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi for- stjóra Orkuveitu Reykjavíkur, og ýmissa starfsmanna sem ætluðu á sínum tíma að starfa fyrir REI. Fyrirtækið fær um tvö hundr- uð milljónir króna fyrir jarðhita- verkefnið og hefur allt að átta mánuði til að finna jarðhitann. Gangi það eftir má leiða líkur að því að framhald verði á verkefn- um þar syðra, að sögn Guðmund- ar. Í Abu Dhabi verða allt að sjö starfsmenn RG og munu þeir halda utan um jarðhitaleitina, en verkefnið í heild sinni veltir um fjörutíu milljónum dala. Bygging borgarinnar er metin á 22 millj- arða dollara og á að taka átta ár. Spurður hver fjármagni rekst- ur RG segir Guðmundur að mik- ill kostnaður fylgi því að vera með starfsemi í Abu Dhabi. Því sé „einhver yfirdráttur í bankanum okkar þangað til greiðslur berast, en ekki mikill“. Starfsmennirnir eigi fyrirtækið sjálfir. Hann staðfestir að Ólafur Ragn- ar Grímsson forseti hafi verið RG innan handar. „Hann kom þessum Masdar- tengslum á upphaflega, þótt við höfum síðan fengið verkefnið í gegnum útboð. Hann hefur aðstoð- að okkur þegar þess hefur þurft,“ segir Guðmundur. Upphaflega hugmyndin um að fara í jarðhita- leit í Masdar hafi orðið til á fund- um sem forsetinn sat. Masdar á að verða fyrsta borg heims sem gengur einungis fyrir „grænum“ orkugjöfum. - kóþ Reykjavík Geothermal stýrir jarðhitaleit fyrir borgina Masdar í furstadæminu Abu Dhabi: Útrás REI-manna er í fullum gangi LÍKAN AF BORGINNI Reykjavík Geot- hemal verður með sjö manna flokk í vinnu syðra í Abu Dhabi. ÍTALÍA Ítalskur mafíuforingi not- aði gæludýrið sitt, rúmlega metra langan krókódíl, til þess að kúga fé út úr fólki, að sögn lögregluyfir- valda í Napólí á Ítalíu. Antonio Cristofaro geymdi dýrið á verönd fyrir utan hús sitt og samkvæmt fréttum mataði hann það á lifandi rottum og kanínum. Krókódíllinn fannst þegar lög- regla gerði vopnaleit á heimili Cri- stofaro hinn 18. september. Ekki var greint frá fréttunum fyrr en á miðvikudag. Krókódíllinn er rúm- lega einn metri á lengd og fjörutíu kíló að þyngd. Hann getur aflimað menn með einu biti. - þeb Ítalskur mafíuforingi: Notaði krókódíl til fjárkúgunar GENGIÐ 24.09.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 235,1243 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 123,63 124,23 200,08 201,06 182,6 183,62 24,533 24,677 21,415 21,541 18,081 18,187 1,3638 1,3718 196,10 197,26 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.