Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 8

Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 8
8 25. september 2009 FÖSTUDAGUR 1 Hvað heitir forstjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins? 2 Í hvaða landi býðst Hólm- fríði Magnúsdóttur að leika knattspyrnu? 3 Hvað heitir nýútkomin ljóða- bók Sindra Freyssonar? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 STÓRIÐJA Alcoa býst við að fá upp- lýsingar um afstöðu ríkisvaldsins til þess hvort stjórnvöld ætli sér að framlengja viljayfirlýsingu um álver á Bakka, sem rennur út um mánaðamót, á fundi sem Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, á með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðar- ráðherra um helgina. Erna Indriðadóttir, talsmaður Alcoa, segir að fyrirtækið vinni að því að viljayfirlýsingin verði framlengd og hafi ekki fengið neina „formlega tilkynningu“ um að annað fyrirkomulag standi til. Eins og fram kom í Fréttablað- inu í gær er það hins vegar ætlun stjórnvalda að framlengja ekki yfirlýsinguna óbreytta heldur undir rita nýtt samkomulag. Þar verði fleiri aðilar en Alcoa teknir að borðinu án þess þó að Alcoa hætti þátttöku í undirbúningi álvers við Bakka. Markmið þessa nýja fyrirkomulags verði áfram það að undirbúa vikjanir og stór- iðjuframkvæmdir við Húsavík. Ekki liggur fyrir hvaða aðilar aðrir en Alcoa hafi sýnt áhuga á verkefn- inu. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra hefur ítrekað sagst vilja sjá orku í Þingeyjar sýslum nýtta í þágu annarrar atvinnustarf- semi en álvers. Í gær kynnti Skipulagsstofnun að hún hefði fengið til formlegrar meðferðar tillögu að matsáætlun fyrir sameiginlegt mat á umhverfis- áhrifum álvers á Bakka við Húsa- vík, Þeistareykjavirkjunar, Kröflu- virkjunar II og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Það eru Alcoa, Landsvirkj- un, Þeistareykir ehf. og Landsnet sem standa að hinu sameiginlega mati. Stefnt er að því að ljúka sam- eiginlegu mati á umhverfisáhrifum álvers þessara framkvæmda næsta vor. Að því loknu hefjist rannsókna- boranir að nýju til að hægt verði að afla frekari upplýsinga um orku- getu jarðhitasvæðanna. „Það er ein af meginforsendum þess að áform um virkjanir og byggingu álvers á Bakka gangi eftir,“ segir í tilkynn- ingu frá Skipulagsstofnun. Til- raunaborunum var frestað þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrr- verandi umhverfisráðherra, kvað upp úrskurð um að umhverfis mat vegna allra þessara framkvæmda skyldi gera sameiginlega. Fram að þeim úrskurði var unnið að umhverfismati fyrir hverja fram- kvæmd fyrir sig. peturg@frettabladid.is Alcoa býst við niður- stöðu um helgina Forstjóri Alcoa á fund með iðnaðarráðherra um helgina vegna viljayfirlýsingar við Bakka. Alcoa hefur ekki fengið formlega tilkynningu frá stjórnvöldum. Matsáætlun virkjana og álvers er komin til meðferðar hjá Skipulagsstofnun. HÚSAVÍK Sveitarstjórnarmenn í Norðurþingi hafa lagt mikla áherslu á að fá viljayfirlýsingu um álver við Bakka framlengda. Þeir benda á að engin önnur fyrirtæki en Alcoa hafi sýnt áhuga á að vinna að stóriðju á svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta. Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Nánari upplýsingar og tillögur um breytingar á samþykktum eru á heimasíðu sjóðsins, www.almenni.is. Sjóðfélagafundur Almenni lífeyrissjóðurinn boðar til sjóðfélagafundar fimmtudaginn 29. október á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 17:15. ATH! Breytt dagssetning og staðsetning. DAGSKRÁ 1. Fundarsetning. 2. Skýrsla stjórnar um rekstur og afkomu Almenna lífeyrissjóðsins. 3. Tillaga og ákvörðun um sameiningu Almenna lífeyris- sjóðsins og Eftirlaunasjóðs starfsmanna Glitnis banka hf. 4. Tillögur um breytingar á samþykktum. Lagt er til að sameina deildir samtryggingarsjóðs. 5. Önnur mál. A N T O N & B E R G U R DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli Gunnars Viðars Árnasonar, sem ákærður er fyrir innflutn- ing á sex kílóum af amfetamíni til landsins, fór ekki fram í gær eins og til stóð heldur var henni frestað til 16. október. Ástæðan var sú að eftir átti að þýða nokk- ur erlend skjöl. Til stendur að tveir hollensk- ir sakborningar úr einu stærsta fíkniefnamáli sögunnar, þar sem lagt var hald á tæp þrjátíu tonn af kókaíni í Ekvador, gefi símaskýrslu við aðalmeðferðina. Gunnar Viðar var upphaflega handtekinn grunaður um tengsl við það mál. - sh Grunaður amfetamínsmyglari: Réttarhöldum frestað um sinn BANDARÍKIN, AP Leiðtogar G20-ríkj- anna, stærstu iðnríkja heims, hitt- ust á fundi í Pittsburgh í Bandaríkj- unum í gær. Tilefni fundarins er heimskreppan, en þetta er í þriðja sinn á undanförnu ári sem leið- togarnir hittast. Á fundinum verður farið yfir þær efnahagslegu framfarir sem orðið hafa frá síðustu fundum og einnig er honum ætlað að tryggja að fram- farirnar haldi áfram. Einnig er ætl- unin að ríkin komi sér saman um hertari reglur um fjármál. Gordon Brown, forsætisráð- herra Bretlands, hefur greint frá þeim vilja sínum að G20-hópur- inn taki við af G8-hópnum. Hann vill enn meiri samvinnu ríkjanna. Barack Obama Bandaríkjaforseti segist vilja að ríkin komi saman um áætlun um hvernig hægt sé að stuðla að jafnari hagvexti. Búist er við því að Obama segi á fundinum í dag að ríkin geti ekki treyst áfram á Bandaríkin og Kína til þess að koma efnahagsmálum aftur á rétt- an kjöl. Á fundi Sameinuðu þjóð- anna á miðvikudag ýjaði hann að þessu með því að segja að öll ríki yrðu að taka ábyrgð. Leiðtogarnir funduðu yfir kvöld- verði í gærkvöldi og halda fundar- höldum áfram í dag. Í lok dags halda þeir svo sameiginlegan blaða- mannafund. - þeb Fundur leiðtoga G20-ríkjanna hófst í Bandaríkjunum í gær: Leiðtogar halda stöðufund MÓTMÆLT Lögregla handtekur mótmæl- anda frá Greenpeace á miðvikudag, en samtökin hófu mótmæli vegna G-20 fundarins þá. Í gær hafði lögregla lokað fjölmörgum götum til að koma í veg fyrir mótmæli nálægt fundarstöðum. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið (FME) hefur heimilað yfirfærslu vátrygg- ingastofna Sjóvár Almennra trygg- inga hf. til SA trygginga hf. að fengnu starfsleyfi þess félags. Í frétt um málið á heimasíðu FME segir að SA tryggingar hf. munu yfirtaka, frá og með 1. júní síð- astliðnum, öll réttindi og skyldur sem vátryggingastofninum fylgja. Hluthafar SA trygginga hf. eru Íslandsbanki hf. og SAT eignar- haldsfélag hf. Áformað er að heiti hins nýja vátryggingafélags verði Sjóvá – Almennar tryggingar hf. og mun félagið starfa undir því nafni. Núverandi Sjóvá Almennar tryggingar hf. mun fá nýtt nafn, SJ Eignarhaldsfélag hf. og starfa áfram í breyttri mynd, til að sinna fjárfestingarverkefnum í eigu Sjóvár Almennra trygginga hf. og dótturfélaga þess. Þess skal getið að samkvæmt lögum um vátryggingastarfsemi munu réttindi og skyldur vátrygg- ingataka, vátryggðra og annarra samkvæmt vátryggingasamning- um halda sjálfkrafa gildi sínu við flutning vátryggingastofnsins. Vátryggingatakar munu geta sagt upp vátryggingasamningi sínum við félagið frá þeim degi sem flutningur stofnsins er heim- ilaður, tilkynni þeir uppsögn sína skriflega innan mánaðar. Frestur til uppsagna hefst við birtingu til- kynningar um yfirfærslu vátrygg- ingastofna í Lögbirtingarblaðinu í dag. Breytingar á eignarhaldi á íslenska tryggingamarkaðinum: SA tryggingar yfirtaka Sjóvá SJÓVÁ Fyrirtækið heitir nú Sjóvá Almennar tryggingar hf. FÆREYJAR Ástæða þess að ákveðið var að auglýsa laus störf sendi- fulltrúa Færeyja á Íslandi og í Danmörku á sínum tíma var sú að tveir þingmenn höfðu áhuga á störfunum. Jóannes Eidesgaard fjármála- ráðherra telur að auglýsa eigi öll opinber störf. Ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, Herluf Sigvaldsson, segir hins vegar að þetta leiddi til stjórnleysis í utan- ríkisþjónustunni. Venjan sé að færa fólk til innan þjónustunn- ar. Einn þingmaður hefur nú lagt fram fyrirspurn um hvaða þing- menn það voru sem sýndu störf- unum áhuga. - kóþ Færeyska utanríkisþjónustan: Auglýsing hefði stjórnleysi í för STJÓRNMÁL Skoðað verður hvort forsætisráðherra Íslands komi til með að birta gestalista sína opinberlega. Þetta verður gert um leið og siðareglur stjórnarráðs- ins verða mót- aðar og meðan upplýsingalög verða endur- skoðuð, sam- kvæmt upplýs- ingum frá forsætisráðuneytinu. „Þessi hugmynd verður metin í þeirri vinnu eins og margar aðrar góðar,“ segir Hrannar B. Arnars- son, aðstoðarmaður forsætisráð- herra. Greint hefur verið frá því í blaðinu að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, ætli að birta samsvarandi upplýsingar um gesti Hvíta hússins. - kóþ Forsætisráðherra Íslands: Gestalisti kann að verða birtur HRANNAR BJÖRN ARNARSSON PEKING, AP Eina barnabarn Mao Zedongs, fyrrum formanns Kommúnistaflokksins í Kína, er orðinn yngsti hershöfðinginn í Frelsisher fólksins í Kína. Kín- verskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær. Hinn 39 ára sagnfræðingur, Mao Xinyu, er sonur Mao Anqu- ing, annars sonar Zedongs. Mao Xinyu er einn af helstu ráðgjöf- um kínversku ríkisstjórnarinnar. Hann hefur lengi staðið vörð um arfleifð afa síns. - kg Barnabarn Mao Zedong: Yngsti hers- höfðinginn Skemmtistöðum lokað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði þremur skemmtistöðum í mið- borg Reykjavíkur aðfaranótt fimmtu- dags. Staðirnir voru allir opnir lengur en leyfilegt er á virkum dögum, eða eftir klukkan eitt. Á einum staðnum reyndi dyravörður að hindra lögreglu við störf sín. LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.