Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 16
16 25. september 2009 FÖSTUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Stjórnvöld virðast eiga erfitt í þessu
máli, eins og raunar stjórnsýslan
öll yfir höfuð. Það er eins og hana
vanti verkfærin, og sé ekki einu
sinni viss um hvaða verkfæri á að
nota. Svona stjórnsýsla er náttúrlega
bara úrkynjuð og ónýt,“ segir Ólafur
Jónsson arkitekt.
Ólafur telur að fyrsta skrefið í átt
að lausnum sé að einfalda stjórn-
sýsluna til muna. „Það er allt of
mikið af ríkisstarfsfólki sem vinnur
hvert ofan í annað. Best væri auðvit-
að að fá bara eina góða byltingu.“
Ólafur segist viss um að hlutirnir
lagist að lokum. „Það er eflaust
verið að gera margt gott. En það
er greinilegt að þarna eru risaeðlur
sem gera ekkert gagn, samanber
landsbankastjóra og Ara vin hans,“
segir Ólafur Jónsson.
SJÓNARHÓLL
SKULDAVANDI HEIMILANNA
Úrkynjuð
stjórnsýsla
ÓLAFUR JÓNSSON ARKITEKT
„Ég hef annast útgáfu nýrrar ljóðabókar
Matthíasar Johannessen sem kemur út hjá
Háskólaútgáfunni á næstu dögum og rita í hana
eftirmála,“ segir Ástráður Eysteinsson.
„Þarna eru fjölmörg ljóð frá síðustu
árum, ort af list og þrótti; það verður
ekki séð að neitt dragi af Matthíasi
með aldrinum, nema síður sé. Sum
ljóðin tel ég með þeim bestu sem frá
honum hafa komið. Þar fyrir utan er
ég að undirbúa fyrirlestur sem ég mun
halda á alþjóðlegu safnaþingi í október
og pæli því, þegar færi gefst, í söfnum og
eðli söfnunar. Síðan hef ég unnið um
árabil við annan mann að ritstjórn
alfræðirits um íslenskar bókmenntir
sem verður mjög umfangsmikið
og ítarlegt og kemur vonandi út á
næsta ári.“
Þessi verkefni Ástráðar eru þó ekki hans
meginstarfi um þessar mundir því hann gegnir
stöðu forseta Hugvísindasviðs Háskóla Íslands,
sem er full stjórnunarstaða og rúmlega það.
„Það er í nógu að snúast, skera þarf niður
rekstrarkostnað en taka þó jafnframt á
móti sístækkandi nemendahópi. Fjölgað
hefur verulega í flestum greinum á Hug-
vísindasviði og fjöldi nýnema slær öll
met. Til dæmis er mikil uppsveifla bæði
í sagnfræði og heimspeki án þess að ég
hafi skýringar á reiðum höndum.
Hugsanlega sækja nem-
endur í sagnfræðilegar
og heimspekilegar
skýringar á umheim-
inum um þessar
mundir,“ segir
Ástráður kankvís.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON, FORSETI HUGVÍSINDASVIÐS HÍ
Matthías Johannessen yrkir af þrótti
Öldum saman hefur það tíðkast
að lífverðir í Páfagarði séu sviss-
neskir hermenn. Þessa hefð má
rekja aftur til fimmtándu aldar,
þegar þáverandi páfi gerði samn-
ing við Sviss. Svissneskir verðir
höfðu þá starfað um hríð við
frönsku hirðina, og síðar bættust
fleiri Evrópuríki í hópinn, einkum
á átjándu öld þegar svissneskir
hermenn stóðu vörð meðal ann-
ars í Hollandi, Napólí, Saxlandi,
Toscana og Prússlandi. Hvergi er
þetta fyrirkomulag þó enn við
lýði nema í Páfagarði. Verðirnir
klæðast litríkum búningum, en
inngönguskilyrði eru að þeir séu
einhleypir kaþólskir karlmenn
sem hlotið hafa grunnþjálfun í
svissneska hernum.
FRÓÐLEIKUR
SVISSNESKIR VERÐIR
Fækkum vöruflokk-
um!
„Það sem slær okkur nú er
þessar almennu verð-
hækkanir. Þær eru í öllum
vöruflokkum.“
HENNÝ HINZ, HAGFRÆÐINGUR HJÁ
ASÍ, UM VERÐHÆKKANIR.
Fréttablaðið 24. september
Raunhæft? Varla
„Vertu hugrakkur, vertu dug-
legur en umfram allt vertu
róttækur.“
SNÆRÓS SINDRADÓTTIR, FOR-
MAÐUR UVG, BRÝNIR SJÁVAR-
ÚTVEGSRÁÐHERRA TIL DÁÐA.
Fréttablaðið 24. september
Catherine Ulrich hafði
dreymt um að heimsækja
Ísland frá barnsaldri. Nú
hefur hún sótt landið heim
41 sinni á sautján árum.
Hún vinnur að heimildar-
mynd um íslenska list.
„Pabbi minn var mikill náttúru-
unnandi og fræddi mig mikið þegar
ég var að alast upp. Það hafði því
lengi verið draumur minn að koma
til Íslands, og ég varð ástfangin af
landinu strax í fyrstu heimsókn-
inni,“ segir Catherine Ulrich, tón-
listarkennari og Íslandsvinur frá
Strassborg í Frakklandi. Cather-
ine hefur heimsótt Íslands 41 sinni
síðan 1992. Hún hefur jafnframt
skipulagt hópferðir hingað til
lands, haldið fyrirlestra og staðið
fyrir viðburðum tengdum íslenskri
menningu í Frakklandi.
Catherine var helsti hvatamaður-
inn að stofnun félagsins Alsace-
Islande árið 2004. Markmið
félagsins er að stuðla að auknum
samskiptum Frakka og Íslend-
inga, meðal annars í gegnum list-
og matargerðartengda viðburði. Í
dag eru meðlimirnir 115 talsins,
90 Frakkar og 25 Íslendingar.
Þessa dagana vinnur Cather-
ine að tveimur sýningum í Strass-
borg þar sem Íslandskynning mun
leika stórt hlutverk. Fyrri sýning-
in verður sett upp í júlí á næsta ári
og viðfangsefni hennar er matur
og menning í Evrópu. Sú síðari fer
fram í október 2010 og þar verð-
ur íslensk mynd-, leir- og glerlist
kynnt.
„Það er hreint ótrúlega mikið til
af frambærilegri list á Íslandi. Þar
tel ég matargerðarfólk með, því
það er list að búa til góðan mat,“
segir Catherine.
Auk þess er vinna vel komin á
veg við fimmtíu mínútna langa
heimildarmynd um íslenska list,
sem Catherine gerir ásamt kvik-
myndagerðarfólkinu Ragnhildi
Ásvaldsdóttur og Arnari Þóris-
syni. Meðal þeirra listamanna
sem koma fram í myndinni eru
Rafn Hafnfjörð ljósmyndari, Jónas
Bragi Jónasson glerlistamaður,
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
myndhöggvari og Sigrún Hjálm-
týsdóttir (Diddú) söngkona.
Catherine vonast til að geta selt
sýningarréttinn að myndinni til
sjónvarpsstöðvarinnar ARTE, sem
næst víða í Evrópu.
Hún vonast einnig til að
íslenskar sjónvarpsstöðvar sýni
myndinni áhuga.
Catherine segist þjást af heim-
þrá til Íslands hverja stund sem
hún dvelur ekki hér. Hún talar
prýðilega íslensku, enda æfir hún
sig á hverjum degi. „Ég hringi í
vini mína á Íslandi á hverjum degi
og tala lengi. Eins held ég íslensk-
unni við með því að skrifa, meðal
annars ljóð sem fjalla oftar en ekki
um fegurð lands og þjóðar,“ segir
Catherine Ulrich.
kjartan@frettabladid.is
Hefur heimsótt Ísland 41 sinni
ÍSLANDSVINUR Catherine segist vinna tólf til fjórtán klukkustundir á dag að málefnum félagsins Alsace-Islande. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Við vonumst til að dagskrá vikunn-
ar verði fjölbreytt og skemmtileg
og höfði til sem flestra,“ segir Þór-
hildur Birgisdóttir, framkvæmda-
stjóri alþjóðlegrar athafnaviku,
sem haldin verður víða um heim
og einnig á Íslandi vikuna 16. til
22. nóvember næstkomandi.
„Athafnavikan er alþjóðlegur
viðburður sem fer fram í 103 lönd-
um. Tilgangur vikunnar er meðal
annars að minna á gildi athafna-
semi fyrir samfélagið. Við viljum
ná til allrar þjóðarinnar og von-
umst til þess að það verði hugar-
farsbreyting á landinu, að vonleysi
verði snúið í hugrekki og athafna-
semi.“ Þórhildur segir að allir geti
tekið þátt í athafnavikunni; stofn-
anir, sveitarfélög, fyrirtæki, hópar
og einstaklingar. „Krakkar og ungl-
ingar geta haldið viðburði, fyrir-
tæki geta haldið opið hús, mögu-
leikarnir eru ótalmargir.“ - sbt
Heimasíða alþjóðlegrar athafnaviku opnuð:
Vilja snúa vonleysi
í athafnasemi
ÞÓRHILDUR BIRGISDÓTTIR Framkvæmdastjóri athafhavikunnar vonast til góðrar
þátttöku Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Athafnavikan verður haldin 16.
til 22. nóvember í 103 löndum.
Markmið hennar er að vekja fólk
til umhugsunar um giildi nýsköð-
unar og athafnasemi. Áherslan er
lögð á frumkvöðlastarfsemi, hvort
sem er á sviði nýsköpunar eða í
almennum rekstri. Aðstandendur
vonast eftir víðtækri þátttöku
Íslendinga. Nánari upplýsingar eru
að finna á heimasíðunni www.
athafnavika.is.
ATHAFNAVIKAN
amborgarar
4 brauð
alltaf í leiðinni!
h
g
4
o498 kr.pk.
ÓDÝRT
ALLA DAGA!