Fréttablaðið - 25.09.2009, Qupperneq 22
22 25. september 2009 FÖSTUDAGUR
Hafta-aðallinn
UMRÆÐAN
Ársæll Valfells og Heiðar
Már Guðjónsson skrifa um
gjaldeyrishöft
Enginn skilningur er jafn slæmur og misskilningur.
Misskilningurinn með íslensku
krónuna og sérkennileg
umræða um hana er sláandi.
Nóbelsverðlaunahafinn Joseph
Stiglitz kemur fram og segir
að krónan muni hjálpa okkur
Íslendingum úr þeim ógöngum
sem við erum í. Andstæðingar
ESB hafa meira að segja reynt
að halda því fram að ástandið
á Írlandi sé verra en á Íslandi
því þeir geti ekki fellt gengi sitt
vegna þess að þeir hafa evru.
Því muni atvinnuleysi aukast
hraðar á Írlandi og almenn
hagsæld versna meira en á
Íslandi.
Hverjir græða á höftunum?
Afleiðingar hafta á fjármagns-
hreyfingar til og frá Íslandi eru
margar. Fyrsta afleiðingin er
sú að aðilar sem eru séðari, eða
betur tengdir í haftakerfinu, sjá
sér leik á borði og spila á höft-
in. Því eru núna þeir Íslending-
ar til sem þykjast vera að kaupa
sér húsnæði eða bíl erlendis og
fá til þess afgreiddan gjaldeyri
á opinberu haftagengi Seðla-
banka Íslands. Kaupin ganga
síðan aldrei formlega í gegn
heldur er gjaldeyririnn tekinn
og seldur aftur á svörtum mark-
aði, hinum óopinbera markaði
utan Íslands, og þar fæst 20%
hærra verð fyrir gjaldeyrinn.
Með þessu missir Seðlabankinn
evrur út úr forða sínum, sem
séðir aðilar taka, og selja hærra
verði erlendis, hirða muninn og
græða á höftunum.
En það eru aðrar afleiðingar
sem eru miklum mun alvar-
legri en sú að gjaldeyrisforði
Seðlabankans tæmist í vasa
spákaupmanna. Með höftunum
lamast allt fjármálakerfi lands-
ins. Aðgangur að lánsfjármagni
verður enginn og það fjármagn
sem sárlega vantar til endur-
reisnar íslensks efnahags berst
ekki. Ísland breytist því í lokað
hagkerfi, líkt og miðstýrð hag-
kerfi Evrópu voru fyrir áratug-
um, þar sem lánafyrirgreiðsla
og aðgangur að fjármagni
ræðst ekki á markaði af fram-
boði og eftirspurn, heldur sam-
böndum og fyrirgreiðslu þeirra
sem stjórna í haftakerfinu.
Íslenska krónan
Saga krónunnar er ein samfelld
sorgarsaga. Til eru menn sem
segja að við þessar eða hinar
aðstæður virkar krónan vel.
Það er sama hvaða fimm ára
tímabil í sögu hennar menn
velja, sú fullyrðing stenst
hvergi. Allt frá því að verð-
trygging var tekin upp fyrir
þrjátíu árum, varð til ný mynt,
verðtryggð króna, sem lánveit-
endur treystu sér til að lána í.
Óverðtryggða krónan var þar
með nánast sett til hliðar í fjár-
málakerfinu. Þegar gjaldeyris-
höftum var aflétt eftir inn-
göngu í EES varð aðgangur að
erlendum lánum óhindraður,
og verðtryggða krónan, sem
sökum fylgni verðbólgu við
erlent verðlag er ígildi erlendr-
ar myntar frekar en íslenskrar
krónu, minnkar að vægi í lána-
kerfinu.
Erlendir sérfræðingar, sem
hafa talið að krónan muni gera
það að verkum að íslenskt
efnahagslíf rétti fyrr úr kútn-
um en erlent, hafa ekki kynnt
sér þessa skuldasögu landsins.
Nær allar skuldir landsins eru í
erlendri mynt eða verðtryggðri
krónu, sem sveiflast eins og
erlend mynt. Ef allar skuldir
landsins væru í óverðtryggðri
krónu væri röksemdafærsla
þeirra gild. Gengisfelling bætir
vissulega útflutningsskilyrði
landsins en gerir því miður
íslenskt atvinnulíf gjaldþrota
á sama tíma. Það er smáatriði
sem virðist hafa gleymst.
Svo eru aðrir sem hamra
á því að krónan sé of veik og
þurfi bara að styrkjast. Það er
bara til ein skjótvirk leið til
þess og það er einhliða upptaka
nýrrar myntar, en sú lausn
hefur ekki átt upp á pallborðið
hjá stjórnmálamönnum sem
eru núna að taka yfir atvinnu-
lífið. Hlutfall hins opinbera
af þjóðarframleiðslu er talið
verða tæplega 55% á þessu ári
af fjármálaráðuneytinu. Búið
er að stofna Bankasýslu ríkis-
ins og Gjaldeyriseftirlitið, sem
bera ískyggileg nöfn í eyrum
þeirra sem muna eftir hafta-
árunum.
Það er líklegra að krónan
hækki ekkert á meðan fjár-
magnshöftin eru við lýði, held-
ur verði aðlögun að alþjóðlegu
verðlagi í gegnum hærri verð-
bólgu á íslandi en annars stað-
ar. Þannig myndi krónan halda
verðgildi sínu gagnvart evru, í
kringum 200 krónur, en verð-
bólgan myndi svo vera marg-
föld það sem gerist alþjóðlega.
Það væri ömurleg þróun miðað
við það sem á undan er sagt
varðandi skuldastöðu lands-
ins.
Samanburður við evrulönd
Í öllum samanburði verður að
vera samnefnari, það dugar
ekki að bera saman epli og app-
elsínur. Þegar breyting á þjóðar-
framleiðslu Íslendinga, sem
styðst við íslensku krónuna,
er borin saman við breytingar
í þjóðarframleiðslu evrulanda
þarf að notast við sömu mynt-
ina. Þjóðarframleiðsla Íslands
hefur hrunið um 55%, mælt í
evrum, frá árinu 2007, þó að
breytingin í krónum mælist
innan við 10%, skuldirnar eru
hins vegar óbreyttar og hafa
ekki fallið heldur tvöfaldast,
hlutfallslega. Þjóðarframleiðsla
Íra hefur á sama tíma minnk-
að um 10%, mælt í þeirra eigin
mynt, evrum, en skuldirnar eru
óbreyttar. Íslendingar hafa því
orðið margfalt verr úti en þær
þjóðir sem veikast standa af
þeim sem byggja hagkerfi sitt
á alþjóðlegri mynt.
Aðgangur að fjármagni
Ekkert nútímahagkerfi getur
starfað á hagkvæman hátt í
miðstýringu. Ísland þarf að
hafa aðgang að fjármagns-
markaði. Einfaldasta leiðin
til þess er að færa landið inn
á alþjóðlegt gjaldmiðilssvæði
með upptöku nýrrar myntar.
Við það yrðu fjármagnshreyf-
ingar frjálsar á ný, vaxtakostn-
aður myndi lækka gríðarlega,
verðbólga hjaðna og hagvöxtur
taka strax við sér. Við það yrði
Ísland einnig laust við þá hættu
sem nú steðjar að hagkerfinu –
að til verði nýr aðall á Íslandi
– hafta-aðallinn.
Höfundar eru hagfræðingar.
ÁRSÆLL VALFELLS HEIÐAR MÁR
GUÐJÓNSSON
Saga krónunar er ein
samfelld sorgarsaga. Til
eru menn sem segja að við
þessar eða hinar aðstæður
virki krónan vel. Það er
sama hvaða 5 ára tímabil í
sögu hennar menn velja, sú
fullyrðing stenst hvergi.
UMRÆÐAN
María Björk Óskarsdóttir
skrifar um atvinnuleysi
Það er sérstakt til þess að hugsa að nú sé að verða heilt
ár síðan tilvera okkar Íslendinga
fór hreinlega á hvolf í einu vet-
fangi. Það er einhvern veginn svo
langt síðan en samt svo stutt, það
hefur svo margt gerst en samt
ekki neitt. Við erum enn stödd í
óvissuskýi.
Eins og þúsundir annarra upp-
lifði ég mína fyrstu uppsögn
þegar starf mitt í Landsbankan-
um var lagt niður en bankahrun-
ið varð til þess að verkefni sem
ég stýrði hætti nær sjálfkrafa.
Óvissan um framtíðina varð
eðlilega mikil og vangavelturnar
óteljandi. Ég ákvað þó fljótt með
sjálfri mér að ég ætlaði að berj-
ast, ég ætlaði áfram en ekki aftur
á bak enda jákvæð og kraftmikil
að eðlisfari.
Óvænt símtal með hvatningar-
orðum til mín frá Sigríði Snæv-
arr sendiherra í byrjun nóvem-
ber leiddi til þess að við tókum
höndum saman. Í sameiningu
mótuðum við, stofnuðum og starf-
rækjum nú Nýttu kraftinn sem
snýst um hvatningu og stuðn-
ing við atvinnulausa. Við þróun
hugmyndafræðinnar nutum við
góðra ábendinga frá fjölda sér-
fræðinga.
Forgangsmál að eyða atvinnuleysi
Markmið Nýttu kraftinn hefur
frá upphafi verið að leggja barátt-
unni gegn atvinnuleysi lið. Það að
fullfrísku og hæfileikaríku fólki
hafi verið ýtt út af vinnumark-
aðnum án þess að það hafi brot-
ið af sér í starfi eða hæfni skort
er ein versta afleiðing efnahags-
hrunsins. Það er forgangsmál að
þessar aðstæður verði ekki til
langframa og skapi óþarfa dýpri
vandamál fyrir þjóðfélagið. Því
fyrr sem þeir einstaklingar sem
nú bíða tilbúnir á hliðarlínu
vinnumarkaðarins komast inn á
völlinn aftur, því fyrr geta þeir
lagt hönd á plóginn í endurreisn
samfélagsins.
Nýttu kraftinn er þriggja mán-
aða ferli þar sem rauði þráðurinn
er að ganga til hvers dags sem
vinnudagur væri. Þátttakend-
ur eru hvattir til að nýta tíma
sinn og kraft á jákvæðan og upp-
byggilegan hátt – gera sig þannig
samkeppnis-
h æ f a r i í
atvinnuleit-
inni . Verk-
færakista
Nýttu kraft-
inn er full af
ýmsum tækj-
um og tólum
sem hjálpa
þátttakendum
að opna augun
fyrir nýjum
áherslum og
tækifærum í atvinnuleitinni.
Þátttakendur í Nýttu kraftinn
nálgast því aðstæður sínar á allt
annan hátt en það áður gerði.
Það verður almennt mjög öflugt
í atvinnuleitinni og einstaklega
virkt í samfélaginu, svo jákvætt
og athafnasamt að eftir því er
tekið.
Árangur í Nýttu kraftinn
Stolt get ég sagt frá því að 135
einstaklingar hafa nú tekið þátt
í Nýttu kraftinn frá því að fyrsti
hópurinn fór af stað í febrúar síð-
astliðnum. Þetta þýðir enn frem-
ur að 135 einstaklingar í atvinnu-
lífinu frá um 90 fyrirtækjum og
stofnunum hafa lagt okkur lið
meðal annars sem mentorar en
hver þátttakandi í Nýttu kraftinn
er paraður við einstakling sem er
virkur í atvinnulífinu. Hlutverk
mentors er að hitta skjólstæð-
ing sinn á klukkutíma fundi aðra
hverja viku meðal annars til að
hvetja viðkomandi áfram, ráð-
leggja og beita aga. Að auki hafa
um 40 einstaklingar úr atvinnu-
lífinu komið með innlegg eða
setið sem áheyrnar- eða stuðn-
ingsfulltrúar á fundum hópanna
og fjöldi fyrirtækja- og menn-
ingarstofnana hafa opnað hús sín
fyrir Nýttu kraftinn. Við erum
afar þakklátar fyrir velvildina
og hversu margir eru tilbúnir að
gefa af sér í stuðningi og hvatn-
ingu við þá sem eru tímabundið
utan vinnumarkaðar.
Það er afar ánægjulegt að
segja frá árangri þátttakenda í
Nýttu kraftinn í atvinnuleitinni.
Samantekt sýnir að a.m.k. 75%
þeirra (fleiri í fyrstu hópunum)
eru komnir í nýtt starf eða hafa
markað sér skýr framtíðaráform
þegar líður á ferlið. Störfin eru
ýmist til framtíðar eða tímabund-
in auk þess sem fólk er duglegt að
láta drauma sína rætast með því
að fara í nám eða hrinda í fram-
kvæmd sinni eigin hugmynd.
Þörfin er enn brýn og því held-
ur Nýttu kraftinn áfram að hvetja
og styðja atvinnulausa í vetur.
Starfsemi þessa litla fyrirtæk-
is, sem hefur það að markmiði
að verða lagt niður eins fljótt
og kostur er, mun þó ekki ganga
nema með áframhaldandi þátt-
töku svo fjölmargra. Hér koma
því nokkur hvatningarorð í þágu
atvinnuleitenda.
■ Ég hvet stjórnvöld og viðeig-
andi stofnanir að tryggja það að
einstaklingsframtak í baráttu
gegn atvinnuleysi fái viðeig-
andi stuðning svo úthaldið bresti
ekki.
■ Ég hvet stéttarfélög að halda
áfram góðum stuðningi við
atvinnulausa félagsmenn ykkar
– þið eruð vin í eyðimörkinni.
■ Ég hvet atvinnulífið að halda
dyrum sínum opnum og um leið
starfsfólkið að taka aftur að sér
hlutverk mentors. Fleiri mentor-
ar og fyrirtæki eru vel þegin.
■ Ég hvet fjölmiðla að vera vak-
andi fyrir og miðla miklu fleiri
jákvæðum fréttum af kraftmiklu
fólki og atvinnuskapandi verkefn-
um sem blása öðrum byr í segl-
in.
■ Ég hvet atvinnuleitendur að
nýta kraftinn sem býr innra með
ykkur nú ekki síður en í ykkar
fyrri störfum. Með því að nýta
tímann á meðan þið eruð utan-
vallar á jákvæðan, markviss-
an og uppbyggilegan hátt munu
tækifærin birtast eitt af öðru og
það fyrr en síðar.
Látum ráðaleysið ekki verða
alls ráðandi heldur nýtum kraft-
inn – þannig komumst við á beinu
brautina og náum fyrr árangri.
Höfundur er viðskiptafræðingur og
annar eigandi Nýttu kraftinn ehf.
www.nyttukraftinn.is
Nýttu kraftinn!
MARÍA BJÖRK
ÓSKARSDÓTTIR
Það að fullfrísku og hæfileika-
ríku fólki hafi verið ýtt út af
vinnumarkaðnum án þess að
það hafi brotið af sér í starfi
eða hæfni skort er ein versta
afleiðing efnahagshrunsins.
Það er forgangsmál að þessar
aðstæður verði ekki til lang-
frama og skapi óþarfa dýpri
vandamál fyrir þjóðfélagið.
Markmið þjálfunarneta er að efl a samstarf evrópskra háskóla, stofnana
og atvinnulífs á fyrstu stigum rannsóknaþjálfunar, t.a.m. við doktorsmenntun.
Mannauðsáætlun Evrópusambandsins
Kynningarfundur á vegum Rannís mánudaginn 28. september
Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7, 10:00-12:00
Þjálfunarnet
Dagskrá
Þjálfunarnet í mannauðsáætluninni
Dr. Kaisa Hellevuo, REA
Hagnýtar upplýsingar fyrir umsækjendur
Dr. Kaisa Hellevuo, REA
Reynslusaga þátttakanda
Dr. Sigurður Gíslason, Háskóla Íslands
Aðstoð við umsækjendur
Þorsteinn Brynjar Björnsson, Rannís
Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir lok dags föstudaginn 25. sept. á rannis@rannis.is.
Boðið verður upp á stutt viðtöl með Dr. Kaisa Hellevuo að fundi loknum.
Áhugasamir geta pantað tíma hjá Rannís
í síma 515 5800 eða á rannis@rannis.is.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is