Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 32

Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 32
2 • ...SJÁ INGLOURIOUS BASTERDS Quentin Tarantino er einn allra litríkasti leikstjóri okkar tíma og In glourious Basterds er enn ein rósin í troðið hnappagat hans. Brad Pitt fer á kostum sem nasista- morðinginn Aldo Raine og nær alltaf að vera jafn svalur. ...FARA Í RÉTTIR Tónlistarhátíðin Réttir hófst á miðvikudag og lýkur á morgun. Það þýðir aðeins eitt. Þú getur ennþá tékkað á stútfullri tónleikadagskrá hátíðarinnar! POPP mælir með að sjá Ensími á Sódómu í kvöld klukkan eitt, Mammút á sama stað á morgun klukkan 23.15 og að sjálfsögðu Apparat Organ Quartet á Nasa á miðnætti á morgun. ...AÐ HLUSTA Á BÍTLANA OG MICHAEL JACKSON Ef þú hefur aldrei kynnt þér tónlist Bítlanna og Michael Jackson ættirðu í fyrsta lagi aldrei að viðurkenna það. Við vitum að samviskubitið hefur nagað þig undanfarin ár og það hefur örugglega verið erfitt að skjótast undan byssukúlunni sem umræður um bestu plötur Bítlanna eða flottasta lag Jack- son hefur verið. Nú getur þú fengið annað tækifæri. Eftir að Jackson lést byrjaði venjulegt fólk að hlusta á hann aftur, en nú getur þú tekið fyrstu umferð. Svo var safn Bítlanna að koma út aftur svo að þú getur keypt það og sagst vera búinn að ofspila gömlu plöturnar þínar. ...AÐ FARA Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ Reykjavík Inter- national Film Festival lýkur ekki fyrr en á sunnudaginn og stuttmynda- og heimildar- myndahátíðin Nordisk Panorama hófst í gær. Semsagt, framboð kvikmyndahátíð- ina hefur sjaldan verið meira. ÞAÐ ER EKKI ORÐIÐ OF SEINT AÐ... Í dag er 25. september. Þú ætlaðir eflaust að gera svo margt í mánuðinum. Þú ætlaðir í bíó, út að borða, hlusta á nýja tónlist, fara á tónleika – þú ætlaðir að lifa lífinu í september – kveðja sumarið með stæl. En nú er mánuðurinn alveg að verða búinn og þú ert ekki búinn að gera neitt. Og nei, að horfa á Seinfeld-maraþon á Stöð 2 Extra telst ekki sem „eitthvað“. En ekki örvænta. POPP ætlar að þurrka upp eftir þig skítinn og hjálpa þér að klára mánuðinn eins og hann átti að byrja. Við kynnum með stolti liðinn: POPP er fylgirit Fréttablaðsins. POPP kemur út einu sinni í mánuði. Ritstjóri: Atli Fannar Bjarkason atlifannar@frettabladid.is Útlitshönnun: Arnór Bogason Sölustjóri auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is • sími 512 5411 Útgefandi: 365 hf. ROSALEG! „Þú ert með píku. Ég er með typpi. Hvað er vandamálið? Dríf- um í þessu.“ Nei, þetta er ekki tilvitnun í graðan framhalds- skólanema á busaballi heldur brot úr viðlagi lagsins Pussy með þýsku iðnaðarrokkurunum í Rammstein. Myndbandið við lagið hefur vakið gríðarlega athygli, þrátt fyrir að fá ekki spilun á sjónvarps- stöðvun né á myndbandasíðum á borð við Youtube. Myndbandið er afar klámfengið og sýnir með- limi hljómsveitarinnar í athöfnum sem ekki þykir við hæfi að lýsa ítarlega. Stereótýpur úr klámi Sænski leikstjórinn Jonas Åkerlund leikstýrir myndbandinu, sem þykir afar fagmannlega gert. Meðlimir Rammstein klæða sig allir eins og stereótýpískar persónur úr klámmyndum. Tölvutækni var beitt til þess að láta virðast sem meðlimir Ramm- stein væru að nota eigin líkama, en höfuð þeirra voru það eina sem þeir áttu. Og þá erum við að tala um höfuðin sem hvíla jafnan á hálsum þeirra. Ekki alveg heilalaust Lagið er ekki eins heilalaust og það virðist. Vissulega er textinn kjánalegri en lokaþáttur Bachelorette, en undirtónn- inn er alvarlegri en dramatískt hryggbrot Jason Mesnick, sem lenti í öðru sæti í fyrrnefndum Bachelorette-þáttum. Í text- anum segir: So take me now before it’s too late/Life’s too short, so I can’t wait./Take me now, oh don’t you see,/I can’t get laid in Germany. Já, „Ég fæ ekki á broddinn í Germaní“ syngur hinn dimm- raddaði Till Lindemann. Talið er að hann sé að gagnrýna þá sem ferðast til Þýskalands til þess eins að stunda kynlíf með vændiskonum. Kynlífsiðnaðinum vex fiskur hrygg með ári hverju og drengirnir í Rammstein virð- ast áhyggjufullir. atlifannar@frettabladid.is TYPPI AÐ LÁNI • LEIKSTJÓRINN: FRÁ LADY GAGA Í RAMMSTEIN Leikstjórinn Jonas Åkerlund er til í að hneyksla. Hann var með- limur sænsku svartmálms- sveitarinnar Bathory í eitt ár, frá 1983 til ´84, en svo fór að myndbandsupp- tökuvélin stal hjarta hans. Myndbönd fyrir sænsku poppsveitina Roxette komu honum á kortið og árið 1998 leikstýrði hann Madonnu í myndbandi við lagið Ray of Light. Síðan þá hefur hann unnið með listamönnum á borð við Metallica, Christinu Aguilera, U2, Pink og Smashing Pumpkins. Hann leikstýrði einnig hálfgerðri stuttmynd Lady Gaga við lagið Paparazzi, en Pussy með Rammstein er hans nýjasta verk. POPPSKÝRING: NÝJASTA MYNDBAND RAMMSTEIN ÞYKIR SVÆSIÐ Ekki er allt sem sýnist í nýjasta myndbandi Rammstein. Typpin sem meðlimir hljómsveitar- innar sjást beita eins og fagmenn eru ekki þeirra og lagið er ekki eins heilalaust og margir telja. Laugavegi · Kringlunniwww.skifan.isNÝTT Í SKÍFUNNI #1 Á ÍSLANDI GU S GU S HJ ÁL MA R CLIFF CLAVINLÍTIÐ ROKK AÐ LÁTA REKA SIG ÚT ÚR HVALVEIÐISKIPI FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS • SEPTEMBER 2009 • BRJÁLAÐUR FINNI MISSTI AF NORRÆNU Hinn finnski Jukka Kärkkä- inen ætlaði að fylgja mynd sinni, The Living Room of the Nation, eftir á kvik- myndahátíðina Nordisk Panorama. Hann missti hins vegar af Norrænu og situr því nú heima með sárt ennið. Jukka ætlaði að fara sjóleiðina vegna þess að hann er afar flughræddur, en miðinn í bátinn liggur væntanlega ónotaður á náttborði Finnans, sem er þekktur fyrir að girða niður um sig á kvikmyndahátíð- um. • NÝ PLATA FRÁ RAMMSTEIN Það er engin tilviljun að Rammstein sendi frá sér mynd- bandið umdeilda við lagið Pussy núna, en ný plata er væntan leg frá hljómsveit- inni. Platan heitir Liebe ist für alle da, eða Ást er fyrir alla, og kemur út 16. október. Hönnuðurinn Siggi Eggertsson ætlar að ferð- ast um heiminn á næstunni og sýna búta- saumsteppi sem hann hannaði fyrir útskrift sína úr Listaháskóla Íslands 2006. Fyrst ætlar hann að sýna teppið á stórri listasýningu í Berlín um miðjan næsta mánuð sem nefnist Illustrative. „Þetta byrjar í Berlín en síðan eru aðrir staðir í vinnslu,“ segir Siggi sem ætlar einnig að sýna heimildarmynd á hátíðinni um gerð teppisins. „Þetta er bútasaumsteppi sem ég lét sauma fyrir mig. Þetta er samsetning af plötum sem höfðu áhrif á mig í æsku. Þetta var sett saman í bútasaumsteppi sem er saumað úr tíu þúsund bútum af efni og tók yfir þrjú hundruð klukkustundir að sauma,“ segir hann. Teppið hefur aðeins einu sinni verið sýnt opinberlega, í Hafnarhúsinu þegar Siggi útskrifaðist. - fb BÚTASAUMSTEPPI Í HEIMSREISU SIGGI EGGERTSSON Siggi stendur við bútasaumsteppið sem hann ætlar að ferðast með um heiminn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „EN UNDIRTÓNNINN ER ALVARLEGRI EN DRAM- ATÍSKT HRYGGBROT JASON MESNICK, SEM LENTI Í ÖÐRU SÆTI Í FYRRNEFNDUM BACHEL- ORETTE-ÞÁTTUM.“ HVAÐ SEGIRÐU? Sendu okkur sms í síma 696 7677 eða póst á popp@ frettabladid.is og segðu okkur hvað þér finnst. Siggi Eggerts hannaði umslag plötunnar The Odd Couple með hljómsveitinni Gnarls Barkley, sem kom út árið 2008. Lagið Crazy er langþekktasti slag- ari hljómsveitarinnar. Kaupþing námsmenn - þegar námið skiptir höfuðmáli - Tölvukaupalán - Lán fyrir skólagjöldum - 1.500 kr. endurgreiðsla nemendafélagsgjalda til háskólanema ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 67 83 0 8/ 09

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.