Fréttablaðið - 25.09.2009, Qupperneq 38
8 •
- Betri kjör á bankaþjónustu
- Húsaleiguábyrgð
- Framfærslulán
- Lán fyrir skólagjöldum o.fl.
Kaupþing námsmenn
- þegar námið
skiptir höfuðmáli
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
K
A
U
4
67
83
0
8/
09
TEXTI: Atli Fannar Bjarkason
MYND: Valgarður Gíslason
Ég var í mánuð á Bahamaeyjum.
Það var ekki leiðinlegt,“ segir
Ingibjörg Ragnheiður. „Þetta
var flottasta hótel sem ég hef
á ævi minni séð, það var allt í
marmara og þjónum. Það var stíf
dagskrá sem hófst eldsnemma
á morgnana og stóð langt fram
á kvöld, alla dagana.“
- Það var semsagt vaknað
klukkan sjö og farið út?
„Nei, við vöknuðum svona
f jögur- f imm t i l að græja
okkur.“
- Á morgnana?
„Já (hlær).“
- Ok! Ég hélt að það hefði verið
svo mikið fyllirí að enginn færi á
fætur fyrr en síðdegis …
„Nei, það var ekkert áfengi
leyfilegt.“
- Ekkert áfengi?
„Nei.“
- Bara ekkert?
„Nei, ekki fyrr en eftir keppn-
ina.“
- Þá var partí?
„Já, þá var partí.“
Ég spyr Ingibjörgu hvað í
ósköpunum fagrar stúlkur geri
þegar þær dvelja í heilan mánuð
saman á fimm stjörnu hóteli á
hitabeltiseyju. Vonbrigðin voru
ólýsanleg þegar hún taldi upp
köfun með höfrungum, flugferðir
á milli eyjanna og tískusýningar …
Ég sem sá fyrir mér brúsa af
sólarolíu og einlæga hjálpsemi
fegurstu stúlkna heims …
Donald Trump hafði
áhyggjur af Íslandi
Þrátt fyrir að stúlkurnar brögð-
uðu ekki áfengi fyrr en eftir
keppni þá fóru þær í nokkur partí.
Þar sem auðmaðurinn Donald
Trump er eigandi Miss Universe-
keppninnar liggur beinast við
að spyrja hvort hann hafi mætt
á svæðið.
„Já, hann var þarna.“
- Og hittirðu Donaldinn?“
„Já.“
- Hvernig er hann? Er hann eins
og í sjónvarpinu?
„Nei, ég hef reyndar ekki horft
á The Apprentice, en ég tékk-
aði á þáttunum á Youtube áður
en ég fór út vegna þess að allir
voru að tala um þennan grimma
mann. En hann er voða góður,
almennilegur.“
- Ekki ríkur dóni?
„Nei, hann virkar ekki svoleiðis
á mig.“
- Var hann þarna með allan
tímann eða kom hann bara í
partíin með viðhöfn eins og í
þáttunum?
„Já, það var svoleiðis. Það voru
allir alveg „vóóó“.“
Samkvæmt Ingibjörgu er Don-
ald vel með á nótunum um fjár-
málamarkaði heimsins þar sem
það fyrsta sem hann spurði um
var ástandið á Ísland.
„Við spjölluðum aðeins um
það.“
- Og baðstu hann um hjálp fyrir
Íslands hönd?
„Nei, ég hefði nú átt að gera
það. Hann talaði vel um Íslend-
inga, sagði að við hefðum alltaf
verið hörkuþjóð og kæmumst
alveg út úr þessu.“
- Hefur hann trú á okkur?
„Já (hlær), hann hefur trú á
okkur.“
Reynir fyrir sér sem
módel í New York
Donald Trump var ekki sá eini
sem hafði áhyggjur af Íslandi því
stelpurnar í keppninni spurðu
hana mikið út í ástandið. Ingi-
björg sagðist lítið vilja tala um
það og talaði frekar um sérstöðu
Íslands, ósnortna náttúru, raun-
veruleg gæði sem eru, eins og
við vitum öll, að finna á hverju
strái landsins.
„Ég kynntist fullt af stelpum
og fullt af fólki í kringum keppn-
ina sem ég er í sambandi við á
hverjum einasta degi.“
- Er þetta fólk úr bransanum sem
gæti hugsanlega hjálpað til?
„Já, mögulega.“
- Var enginn flagari sem lofaði
að gera þig að stórstjörnu?
„Nei … Ég held að það sem ger-
ist í kjölfarið sé í mínum höndum.
Ég lít á það þannig.“
- Og hvað ætlarðu að gera?
„Ég æt la bara … Það er
leyndó.“
- Leyndó?! (hlær) kemurðu í
viðtal og segir bara leyndó?
„Nei (hlær), ég segi svona.
Mig langar að halda áfram og
reyna fyrir mér í þessum bransa
á meðan ég er ung og barnlaus.
Það kemur í ljós hvert ég næ.“
Ingibjörg er á leiðinni til New
York þar sem hún ætlar að reyna
fyrir sér í hörðum heimi fyrir-
sætubransans. Hún er á lausu
og fer því ein, en tekur fram að
það sé ekkert mál. Hún hefur
áður búið ein í fjarlægum löndum
og sé auk þess mjög prívat-
manneskja.
Stillir væntingum í hóf
Ingibjörg er með báða fætur á
jörðinni og fer ekki til New York
með stjörnur í augunum í von
um skjótan frama.
„Ég er að taka fyrstu skrefin
eftir keppnina. Mig langar að
halda áfram, keppnin kveikti
smá bál.“
- Þú sást sem sagt að það var
möguleiki að starfa við þetta?
„Já. Svo komst ég í topp 15
og sá að það var raunhæfur
möguleiki.“
Hún segist vera hógvær í sam-
bandi við sjálfa sig og passar
sig á því að gera sér ekki of
miklar vonir.
„Maður á að hugsa stórt, eins
og Donald segir: „Think big“
(hlær). En ég þori ekki að setja
mér of háleit markmið. Ég fer út
og svo gerist það sem gerist.“
- Markmiðið er sem sagt að sjá
hvað gerist og grípa tækifærin
sem gefast?
„Já. Ég helli mér út í þetta og
það kemur út úr þessu það sem
kemur út úr þessu.“
NEW YORK,
NEW YORK
Þegar Ingibjörg var á Bahamaeyju
í Miss Universe bárust fréttir um a
karlatímaritsins Playboy spáði hen
keppninni. Fréttirnar bárust að sjá
hennar. „Mér fannst stórt að heyra
voru allir að tala um þetta úti,“ seg
„Ég verð að viðurkenna að ég hef
Playboy og veit lítið um hvernig b
Blaðamaður (sem les að sjálfsög
í Playboy) útskýrir að Playboy sé
Hin 24 ára Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir keppti í ungfrú Ísland árið
2008 og lenti í öðru sæti. Henni bauðst þá að taka þátt í Miss Universe,
sem er í eigu auðmannsins Donalds Trump, en hún hafnaði því vegna þess
hversu stuttur undirbúningstíminn var. Í apríl fékk hún svo annað tækifæri
og greip það. Hún fór til Bahamaeyja í sumar, tók þátt í Miss Universe og
endaði í einu af 15 efstu sætunum. Nú er Ingibjörg á leiðinni til New York
þar sem hún ætlar að freista gæfunnar í hörðum heimi módelbransans.
MILLJÓN VÆRI OF L
FEGURÐARDROTTNING Ingibjörg Ragnheiður fór fyrir Íslands hönd í Miss Universe og komst í eitt af 15 efstu sæ
MISS ICELAND-BORÐINN
REDDAÐI YFIRVIGTINNI
Ingibjörg og hinar stelpurnar í Miss
Universe fengur gríðarlegt magn
af allskyns gjöfum á meðan dvöl
þeirra á Bahamaeyjum stóð. Þær
fengu meðal annars myndbands-
upptökuvélar og töskur fullar af
alls kyns varningi sem vóg um 100
kíló. „Ég var semsagt með rúm 50
kíló í yfirvigt og veit ekki hvað ég
hefði þurft að borga,“ segir Ingi-
björg. „Það reddaðist frá Bahama-
eyjum til New York vegna þess að
aðstandendur keppninnar settu
mig í fyrsta farrými og ég þurfti
ekki einu sinni að fara í gegnum
öryggishlið. Svo þegar ég kem til
New York fer ég á JFK-flugvöllinn
með allt dótið. Ég vissi að það yrði
erfitt fyrir mig – Íslendinginn – að
redda mér úr þessu veseni. Þannig
að ég græjaði mig rosa fína,
klæddi mig í kjól, setti krullur í
hárið og skellti á mig Miss Iceland-
borðanum. Og það virkaði! Konan
sem tékkaði mig inn leit ekki einu
sinni á töskurnar mínar, sagði bara
„Miss Iceland is here!“