Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 46

Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 46
12 • MAMMA „Ég vil ekki að þú sért að horfa á einhverjar hálfnaktar vampírur elta stráka. Hvers vegna horfir þú ekki á uppbyggilegar kvikmyndir eins og hann bróðir þinn? Ég skil ekki hvað Diablo Cody er að spá, hún skrifaði Juno – horfðu á hana!“ FRUMSÝND Í KVÖLD: JENNIFER‘S BODY RÉTTUR LEIKUR Á RÖNGUM TÍMA POPPLEIKIR: HINN NÝI NEED FOR SPEED OG BEATLES ROCK BAND HVAÐ SEGJA ÞAU UM MYNDINA: Blóðuga unglingahrollvekjan Jennifer‘s Body verður frumsýnd í kvöld. Ofurskutl- an Megan Fox leikur aðalhlutverkið, en kynningarstarf myndarinnar hefur snúist að mestu um að hún kunni að meta sleik sem hún fór í við mótleikkonu sína. Sleikur - inn er virkilega safaríkur og fagmannlega útfærður af fröken Fox, en til þess að segja frá myndinni fengum við nokkrar manneskjur sem gætu verið úr þínu lífi. BLÓÐ- OG SAFARÍKUR STELPU- SLEIKUR BÍÓNÖRDIÐ „Handrit Diablo Cody, sem gerði hina frábæru Juno, er ekki galla- laust. Sagan er glopp- ótt, en ég er sammála gagnrýnanda New York Times sem gefur henni fína einkunn út á skemmtanagildið og segir að hún verði líklega költ-klassík.“ BESTI VINURINN „Gaur. Eitt orð: Megan Fox. Myndin heitir Jennifer‘s Body, ekki Jennifer‘s Soul, sem þýðir aðeins eitt: Guðdómleiki líkama Megan Fox fær að njóta sín og fer lang- leiðina með að gera mann vitstola.“ STRIPPARINN SEM SAMDI JUNO Handritshöfundur Jennifer‘s Body er engin önnur en Diablo Cody. Hún er þekktust fyrir tvennt; annars vegar hand- rit kvikmyndarinnar Juno, sem hún fékk Óskarsverðlaun fyrir og hins vegar fyrir að hafa starfað sem fatafella. Beatles Rock Band er sem blautur draumur fyrir alla aðdáendur drengjanna fjögurra frá Liverpool, Bítlanna. Í leiknum getur fólk tekið sér plasthljóðfæri í hönd, stigið á svið með John, Paul, Ringo og George og spilað mörg þekktustu lögin þeirra. Leikurinn fylgir ferli Bítlanna eftir og sýnir hvernig goðsagnirnar breytast; úr saklausum snáðum yfir í síðhærða sýrupoppara. Þessi breyting er undirstrikuð með grafíkinni þar sem fyrri hluti leiksins skapar raunverulegt tónleikaumhverfi en seinni hlutinn fer út í aðeins skrautlegri grafík, með gulum kafbátum og náungum í rostungabún- ingum. Leikir á borð við Rock Band takmarkast alltaf af einu og það er lagaúrvalið. Hvað Beatles Rock Band varðar eru bara Bítlalög í boði og þeir sem eru ekki aðdáendur sveitarinnar munu fljótlega verða leiðir á leikn- um. Svo er það annað og verra mál að hörð- ustu aðdáendur Bítlanna, og helsti markhópur leiksins, eru flestir komnir á þann aldur að þeir eru frekar ólíklegir til að koma nærri leikjatölvu. BEATLES ROCK BAND GRAFÍK HLJÓÐ SPILUN NIÐURSTAÐA 5/5 4/5 4/5 4/5 ENDING 3/5 Kaupþing námsmenn - þegar námið skiptir höfuðmáli - Alhliða fríðindakreditkort fyrir námsmenn - Engin færslugjöld - Fyrsta árgjaldið frítt - Góðar tryggingar ÍS L E N S K A S IA .I S K A U 4 67 83 0 8/ 09 Megan Fox er fædd 16. maí árið 1986. Hún á því sama afmælisdag og Emilíana Torrini, en sú síðarnefnda er níu árum eldri, fædd árið 1977. STELPAN Í NÆSTA HÚSI „Ég er ekki viss um að þetta sé mynd til þess að bjóða mér á, það er ekkert rosalega gaman ef gaurinn slefar meira yfir stelpunni á hvíta tjaldinu en yfir mér. En hún er skemmtileg og það er gaman að sjá Megan Fox tæta strákana í sig.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.