Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 51

Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 51
25. september föstudagur 5 ✽ b ak v ið tj öl di n Berglind Häsler Besti tími dagsins: Morgnarnir ef það er gott veður, kvöldin ef það er vont. Skemmtilegast að gera: Það er flest þolanlegt ef lundin er létt. Leiðinlegast að gera: Kaupa í matinn. Uppáhaldsborgin: Berlín. Skemmtilegasti skemmtistaðurinn: Láran á Seyðisfirði. Áhugaverðasta íslenska hljómsveitin: Olympia. Falin perla: Selárlaug. Svavar Pétur Eysteinsson Besti tími dagsins: Háttatíminn. Skemmtilegast að gera: Gera það. Leiðinlegast að gera: Gera það ekki. Uppáhaldsborgin: Mér leið einu sinni ágætlega í bjórgarði í München. Skemmtilegasti skemmtistaðurinn: Hita upp á Skaftfelli í pitsu og nokkrum léttum og síðan er það tvímælalaust Kaffi Lára og Eyþór á barnum. Áhugaverðasta íslenska hljómsveitin: Í dag er það Me, The Slumbering Napo- leon, á morgun kannski einhver önnur. Falin perla: Breiðholtið. orði á tónlistarmenn sem eru að gera frábæra og gjörólíka hluti. Það eru margir að experimenta og fá kredit fyrir um allan heim en eru svo afgreiddir hérna sem einhver krútt,“ segir Berglind og er mikið niðri fyrir. Í þessum uppreisnarhug gegn Krúttinu fengu þau hjónin þá hug- mynd að halda Krútthátíð á Snæ- fellsnesi 2005. Þar spiluðu marg- ar af hinum alræmdu krútthljóm- sveitum og var hátíðinni ætlað að jarða endanlega krúttið. En hún varð frekar til þess að festa nafn- giftina í sessi heldur en hitt. „Eftir þetta vorum við ekki annað en krúttin í Skakkamanage, en fram að þessu höfðum við verið frek- ar laus við þá nafngift. Þetta var mjög misheppnuð tilraun,“ segir Berglind. En þau voru ekki af baki dottin og ákváðu að reyna aftur að myrða krúttið. Þá héldu þau antí krútt hátíð í Nýlistasafninu. Kynningar- veggspjaldið fyrir hátíðina sýndi blóðugt og dautt krútt. Hún var öll hin subbulegasta, allir gestir sót- ölvaðir og klámmyndum varpað á vegg undir yfirskini listgjörnings. „Þetta var akkúrat ekkert krútt- legt og við vorum þvílíkt ánægð,“ útskýrir Berglind áfram. „En svo mætti enginn fjölmiðill á hátíð- ina sjálfa og þeir sem síðan skrif- uðu um hana náðu ekki pæling- unni. Þannig að okkur hefur ekki ennþá tekist að drepa krúttið.“ HJÓNABANDSSÆLA Berglind og Svavar héldu upp á fimm ára brúðkaupsafmæli fyrir stuttu. Þau giftu sig eftir sex mán- aða samband en þar af var Svavar í Berlín í þrjá mánuði. Þau höfðu því ekki meira en þriggja mánaða reynslu hvort af öðru áður en þau gengu í það heilaga. „Það hafði enginn trú á þessu hjá okkur, nema pabbi hans Svavars. Hann sagði að að það væru oft hjóna- böndin sem entust lengst sem hefðu stystan fyrirvara. En við vorum bara svo ástfangin að við vildum gera þetta strax,“ segir Berglind. „Og svo langaði okkur til að halda gott partí,“ bætir Svavar við. Enda stóð á brúðkaupskortinu að um brúðkaup aldarinnar væri að ræða. Og þau fullyrða bæði að brúðkaupsveislan verði seint toppuð. Frá því þau kynntust hafa þau verið að gera tónlist saman. Nú eru þau að vinna að nýrri plötu, sem þau segja að muni hafa allt annað sánd en fyrri plötur Skakkamanage, sem eru þó nokk- uð ólíkar innbyrðis. „Fyrsta plat- an okkar var frekar lágstemmd en sú seinni miklu rokkaðri. Nú langar okkur að prófa einhverja allt aðra stefnu en við eigum eftir að sjá hvað kemur út úr því,“ segir Svavar. Þau fullyrða að sambandið verði bara skemmtilegra eftir því sem tíminn líður, ekki síst því nú hafi þau lært að taka skransbeygjur framhjá veiku punktum hvors annars. „Okkur finnst skemmti- legast að vera saman. Mér finnst til dæmis best að hún sé með mér þegar ég er að gera eitthvað skemmtilegt, frekar en að hún sé heima og ég útí bæ, komi svo heim og segi henni frá öllu þessu skemmtilega sem ég var að gera. Ef ég hefði nú gaman af golfi og hún af því að fara í ræktina. Hve- nær ættum við þá að hittast? Sem betur fer er músíkin okkar sam- eiginlega áhugamál,“ segir Svavar. Við það hefur Berglind aðeins einu að bæta. „Mér finnst hann bara ýkt skemmtilegur. Hann er sko besti vinur minn.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.