Fréttablaðið - 25.09.2009, Side 52
6 föstudagur 25. september
tíðin
✽ stjörnur
GUÐDÓMLEGT KREM
Divine-kremið frá L‘Occitane gefur þér geislandi hraust
útlit og berst við öldrun húðarinnar í leiðinni.
Það eru ekki margar íslensk-ar konur sem hafa sömu at-
vinnu og Fjóla Björk Jensdóttir.
Hún er stjörnuspekingur og starf-
ar við að búa til persónu legar
bækur byggðar á stjörnukortum
fólks.
Fræðin nam Fjóla innan um
kornakra Iowa-ríkis í Bandaríkj-
unum, en hún útskrifaðist með
mastersgráðu frá Maharishi Uni-
versity of Management árið 2006.
Skólinn er bandarískur en með
indversku ívafi og byggir náms-
skrá hans á vedískum fræð-
um. Fjóla sérhæfði sig í jóga og
sjálfsskoðun og tók BA-próf í
ayurvedískum náttúrulækning-
um og stjörnuspeki. „Þetta var
yndislegur tími, við stunduðum
hugleiðslu tvisvar á dag og mér
hefur sjaldan liðið betur. Mér leið
eins og ég hefði alltaf átt heima
þarna.“
Stjörnuspekin og náttúrulækn-
ingarnar tengjast nánum bönd-
um, segir Fjóla. Í Austurlöndum
sé það vel þekkt staðreynd en
þar skoði náttúrulæknar stjörnu-
kort og búi til jurtablöndur meðal
annars út frá því sem þeir lesa
úr því. Fjóla hefur hins vegar
ekki getað nýtt þekkingu sína í
náttúrulækningum hér á landi,
þar sem erfitt reynist að fá leyfi.
„Meginreglan er sú að það má
ekki nota náttúrulyfin ef einhver
virkni finnst í þeim. Og að sjálf-
sögðu er virkni í þeim, þannig að
þetta eru meira og minna bann-
aðar jurtir, sem er slæmt,“ segir
Fjóla.
Stjörnuspekingurinn Fjóla Jensdóttir nam vedísk fræði í bandarískum háskóla með indversku ívafi:
SKRIFAR STJÖRNUBÆKUR
Samkvæmt vísindum stjörnufræðinnar eru pláneturnar samansafn
orku og tíðni og gefa frá sér ákveðið segul- eða raforkusvið sem
hefur áhrif á allt líf á jörðinni. Stjörnukortið er kort af himnunum,
eins og mynd sé tekin frá miðju jarðar, í gegnum þann stað og á
þeim tíma þar sem fæðingin einstaklings átti sér stað. Það sýnir
staðsetningu plánetnanna og tengingar þeirra við hinn nýfædda
einstakling. Stjörnuspeki eru þau fræði sem skoða það saman safn
af áhrifum sem orkustraumar plánetnanna hafa á líkamlegt og
andlegt líf okkar hér á jörðinni.
Hvað er stjörnuspeki?
Stjörnuspekingurinn Fjóla Fáir Íslendingar deila starfsheiti Fjólu en hún á sex ára nám í vedískum fræðum að baki.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Þegar fram líða stundir ætlar hún
að fara meira út í náttúrulækning-
arnar, en þangað til einbeitir hún
sér að stjörnuspekinni. Hún skrifar
bækur fyrir fólk sem hún byggir á
stjörnukorti þeirra. „Sú ítarlegasta
er um fjörutíu síður. Í henni fer ég
vel í grunnþætti stjörnukortsins.
Svo er inngangskafli þar sem ég
spjalla um það sem helst ber af í
því kortinu.“ Þá er hún einnig með
minni bækur, eins og Framabókina
og Örlagabókina. Í síðasta lagi er
það Barnabókin, sem hefur verið
vinsæl sem skírnar- eða sængur-
gjöf. „Í þeim bókum gæti ég mín
á að taka bara fram það saklausa
og góða. Ég tek allt út sem gæti
verið særandi, orkað tvímælis eða
á einhvern hátt verið túlkað sem
„slæmt“.
Fjóla segir ótrúlegt hversu vel
stjörnukort sýnir líf fólks og hún
trúir því að allt lífið sé meira og
minna skráð í stjörnurnar. „Ég
er engan veginn skyggn. Þetta
stendur einfaldlega skrifað í kort-
unum. Í vedískri stjörnuspeki er
það tunglið sem ræður ríkjum,
ekki sólin eins og í vestrænni
stjörnuspeki. Allir vita að tungl-
ið hefur áhrif á vatnið á jörðinni.
Á nákvæmlega sama hátt hefur
það líka áhrif á okkur og okkar
líf og það gera hinar pláneturn-
ar líka.“
Þeir sem vilja vita meira um
Fjólu geta kíkt á heimasíðuna
www.fjolajensdottir.is þar sem
frekari upplýsingar um bækurn-
ar er að finna.
- hhs
Ég er engan veginn skyggn.
Þetta stendur einfaldlega skrifað
í kortunum.