Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 67

Fréttablaðið - 25.09.2009, Page 67
AÐ SPARAÞAÐ ER SMART Þeir sem skrá sig geta búist við skemmtilegum glaðningi, ókeypis miðum á uppákomur og fleiru skemmtilegu. Bandaríska fyrirsætan Samantha Burke hefur alið fjórða barn leik- arans Jude Law í New York. „Sam- antha er afar hamingjusöm með fæðingu gullfallegrar og heil- brigðrar dóttur sem heitir Sophia,“ sagði talsmaður fyrirsætunnar. „Bæði barnið og móðirin eru við hestaheilsu.“ Tilkynnt var um að Burke væri ófrísk í júlí eftir að Law, sem er 36 ára, staðfesti að hafa átt í stuttu ástarsambandi við hina 24 ára fyrir sætu. Kvennabósinn hefur heitið því að styðja hana við upp- eldi dótturinnar þrátt fyrir að ást- arsambandið hafi fjarað út. Law fer þessa dagana með titilhlutverkið í Hamlet í New York, en leikhópur- inn er sá sami og í uppsetningu í London fyrr á árinu. Law á fyrir þrjú börn með fyrr- verandi eiginkonu sinni Sadie Frost, sem hann skildi við árið 2003 eftir sjö ára hjónaband. Talið er að Law hafi kynnst Burke á meðan upptökur stóðu yfir á nýrri Sherlock Holmes-mynd í New York. Fyrirsætan hefur á bloggsíðu sinni vísað því á bug að hún sé að nota Law vegna peninganna hans. „Ég vildi ekkert að það yrði birt frétt um að ég væri ófrísk. Ég hef aldrei hugsað um peningana,“ sagði hún. Fjórða barn Jude Law er fætt JUDE LAW Fjórða barn hjartaknúsarans er komið í heiminn. Spaugstofan fer á fullt á laugardaginn þegar 20. þáttaröðin hefst. Örn Árna- son lofar að þeir muni halda uppteknum hætti í allan vetur við að snúa tilverunni á haus. Tökulið Spaugstofunnar var á BSÍ þegar Fréttablaðið hafði upp á Erni Árnasyni. Þeir voru þá að leita að Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra. „Nei, það verða ekki miklar áherslubreytingar, við vinn- um bara einn þátt í einu og ætlum að taka hressilega á ástandinu,“ segir Örn en í bakgrunni mátti heyra félaga hans skeggræða um næstu skref. Örn, Pálmi Gestsson, Karl Ágúst Úlfsson og Sigurður Sigurjónsson hafa í rúma tvo áratugi skemmt landsmönnum á laugardagskvöld- um og eftirspurnin eftir hárbeittu gríni þeirra hefur sennilega aldrei verið meiri, allavega eins og staða þjóðmála er um þessar mundir. „Við ætlum bara að reyna að gleðja mann og annan með ömurlegum fréttum,“ segir Örn og hlær. „ Nei, nei, við höldum bara uppteknum hætti og reynum að finna skemmti- lega fleti á þjóðmálunum.“ Hann kveðst síður en svo vera kominn með nóg af Spaugstofugríninu en verður ósköp þögull þegar hann er spurður hvort þetta sé síðasta „undirbúnings tímabil“ hópsins. „Ég veit ekki, ætli það sé ekki bara best að segja sem minnst, það virð- ist samt alltaf vera þörf fyrir svona fyrirbæri.“ Og fyrst Örn er nú á línunni er ekki úr vegi að spyrja hann hvernig honum lítist á að taka við ritstjóra- stöðu Morgunblaðsins í Hádegis- móum. Enda Örn einhver þekkt- asta Davíð Oddsson-eftirherma landsins. „Ég verð að fara að leita að kollunni minni, hún er að ryk- falla í einhverri kompu, vonandi er allt í lagi með hana; svona ef þetta gengur allt saman eftir eins og menn eru að spá,“ segir Örn. Að öllu gamni slepptu segir Örn að fyrsti þátturinn verði hefðbund- inn Spaugstofuþáttur, engir gesta- leikarar heldur bara þeir fjórir. „Þema-þættir og gestirnir koma bara síðar, við ætlum líka bara að spila þetta eftir eyranu.“ freyrgigja@frettabladid.is Spaugstofan leitar Jóhönnu á Umferðarmiðstöðinni Í FULLU FJÖRI Spaugstofumenn leituðu ásamt „erlendum fjölmiðlamönnum“ að Jóhönnu Sigurðardóttur á Umferðarmiðstöðinni í gær. Spaugstofan er búin að vera að í rúma tvo áratugi og eru þeir Örn Árnason, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson enn í fullu fjöri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HVAR ER JÓHANNA? Karl Ágúst Úlfsson tekur sig vel út sem Jóhanna Sigurðar- dóttir en Spaugstofan reyndi að finna forsætisráðherrann.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.