Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2009, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 25.09.2009, Qupperneq 78
46 25. september 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. báru að, 6. tónlistarmaður, 8. ræktað land, 9. árkvíslir, 11. hvað, 12. manna, 14. glæta, 16. hæð, 17. kirna, 18. kvenkyns hundur, 20. tveir eins, 21. engi. LÓÐRÉTT 1. tafl, 3. pot, 4. spámaður, 5. líða vel, 7. sígild list, 10. rölt, 13. svipuð, 15. nabbi, 16. svif, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. komu, 6. kk, 8. tún, 9. ála, 11. ha, 12. karla, 14. skíma, 16. ás, 17. ker, 18. tík, 20. ðð, 21. akur. LÓÐRÉTT: 1. skák, 3. ot, 4. múham- eð, 5. una, 7. klassík, 10. ark, 13. lík, 15. arða, 16. áta, 19. ku. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Dominique Strauss-Kahn. 2 Bandaríkjunum. 3 Ljóðveldið Ísland. „Maður er bara farinn að æfa jólavísurnar og hvernig maður segir hó, hó, hó. Maður hlýtur að koma sterklega til greina sem jólasveinninn í ár,“ segir Úlfar Eysteinsson, matreiðslumeistari á Þremur Frökkum. Seðlabankinn ákvað í gær að lækka ekki stýri- vexti og eru þeir því enn tólf pró- sent. Úlfar og Tómas Tómasson á Hamborgarabúllunni bundust fast- mælum um að skerða ekki skegg sitt fyrr en stýrivextirnir væru komnir niður fyrir tíu prósent og þeir verða því að bíða fram í nóv- ember með það að raka sig. Báðir eru þeir komnir með nokk- uð myndarlegt skegg en Úlfar hefur ekki rakað sig á fimmta mánuð, frá því um miðjan júní. Þegar næsti stýrivaxtafundur Seðlabankans verður haldinn er liðið hálft ár frá því rakvélin fór síðast á loft. Eða hvað? „Tja, sko við gerðum með okkur samning um að við mættum raka í kringum hálsinn, skeggið var eiginlega bara að drepa okkur,“ segir Úlfar en bætir því við að skegg- samtök kokk- anna ætli að halda þetta út. „Maður batt samt vonir við að þetta myndi gerast núna; forkólfar verkalýðs hreyfingar innar, atvinnulífsins og stjórnmálamenn voru farnir að gæla við eins stafs tölu þannig að þetta eru ákveðin vonbrigði,“ segir Úlfar, sem viður- kennir að þetta sé að verða svo- lítið erfitt. „Ég fékk mér ís með súkkulaði- sósu um daginn og ég þurfti að fara í bað á eftir.“ Ekki er þó loku skotið fyrir það að fleiri muni bætast í skeggsam- tök kokkanna því Úlfar og Tómas hafa fengið töluverðan stuðning við þessu loðna framtaki sínu. „Menn úti á landi hafa tekið þetta upp hjá sér og hver veit, kannski munum við bara bjóða í hrefnukjöt í nóvember þegar næsti fund- ur er og setja smá pressu á seðlabankastjórann.“ - fgg Kafloðnir kokkar þurfa að bíða enn um sinn PRESSA Í NÓVEMBER Skegg þeirra Úlfars og Tómasar er orðið nokkuð myndarlegt og mun halda áfram að vaxa þar til næsti stýrivaxtafundur verður haldin í nóvember. Már Guðmundsson er seðlabanka- stjóri. „Við ákváðum að gera þetta enda áttum við í nánu samstarfi við bæði fanga og allt starfsfólk Litla- Hrauns. Við réðumst náttúrlega þarna inn á heimili þeirra í tvær vikur en þeir sýndu okkur alveg ótrúlega hjálpsemi og reyndust mikil og góð hjálp,“ segir Ragn- ar Bragason leikstjóri en það var heldur betur kátt á hjalla á Litla- Hrauni á miðvikudaginn þegar fulltrúar Fangavaktarinnar frum- sýndu fyrstu tvo þættina í fang- elsinu. Búið var að gera bíósal í íþróttahúsi fangelsisins og að lok- inni sýningu var boðið upp á sam- lokur og með því. Meðal þeirra sem fóru á Litla-Hraun með Ragn- ari voru Pétur Jóhann Sigfússon, Jón Gnarr og handritshöfundurinn Jóhann Ævar Grímsson. Ragnar segir að þótt þrenningin Georg, Daníel og Ólafur Ragnar sé fyrirferðarmest hafi þeir Björn Thors og Sigurður Hrannar sleg- ið í gegn á Hrauninu en þeir leika þrjótana í þáttunum. „Í kaffispjall- inu á eftir kom alveg skýrt fram að það mætti finna þá í fleiri en einu eintaki þarna inni,“ segir Ragnar en auk þeirra koma Ingvar E. Sig- urðsson, Ólafur Darri og Gunnar Hansson einnig töluvert við sögu. Ragnar var ekki í vafa um að þetta hefði verið ein skemmtilegasta frumsýning sem hann hafi farið á. „Ég held að ég fari ekki með fleip- ur þar, þeir lifðu sig algjörlega inn í þetta og maður upplifði þættina á allt öðruvísi hátt þarna.“ Margrét Frímannsdóttir, for- stöðukona Litla-Hrauns, var einn- ig mjög ánægð með útkomuna. Og sagði að fangarnir hefðu skemmt sér konunglega á sýningunni. „En það verður eflaust hlegið á öðrum stöðum hérna heldur en heima í stofu,“ segir Margrét og bætir því við að henni þótti mikið til þessa framtaks koma. „Þetta tók náttúr- lega töluverðan tíma og fangarn- ir lögðu mikið á sig, gáfu eftir úti- vistartíma og íþróttahúsið á meðan á tökunum stóð. En aldrei kom til neinna árekstra og þeir kunna vel að meta það þegar þeim er sýnd virðing og þakklæti eins og þarna var gert.“ Margrét segist sjálf hafa séð suma takta frá sér í þátt- unum. Og að hún hafi síður en svo ekki verið sú eina. „Nei, og ég held að ég geti ábyrgst að strákarnir hérna ætla ekki að missa af einum einasta þætti.“ freyrgigja@frettabladid.is RAGNAR BRAGASON: BJÖRN THORS SLÓ Í GEGN MEÐAL FANGA Mikið hlegið á Litla-Hrauni MIKIÐ STUÐ OG MIKIÐ GAMAN Það var mikið hlegið á Litla-Hrauni á miðvikudaginn þegar vistmenn þar horfðu fyrstir allra á tvo fyrstu þættina í Fangavaktinni. Ragnar Bragason, leikstjóri þáttanna, segist aldrei hafa farið á svona skemmtilega frumsýningu og Margrét Frímannsdóttir telur sig geta ábyrgst að strákarnir á Hrauninu eigi ekki eftir að missa af einum einasta þætti. „Sushi-ið á Fiskmarkaðnum í Aðalstræti er í miklu uppáhaldi. Þar er hægt að fá frábært sushi á frábæru verði.“ Guðni Sigurðsson, höfundur Frasa- bókarinnar. Útvarpsmaðurinn síkáti, Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali á FM 957, var einn þeirra frægu Íslendinga sem höfðu ráðgert að fara til Argentínu og taka þátt í þrautakónginum Wipeout. Nú heyrist það hins vegar að Svali hafi dregið sig úr þessari keppni af óviðráðanlegum orsökum en samstarfs- kona hans, Sigga Lund, kemur í staðinn. Eftir sem áður munu kapp- ar á borð við Fjölni Þorgeirsson, Ívar Guðmunds- son og Egil Einarsson verða meðal keppenda. Gengi þeirra íslensku mynda sem sýndar voru á Toronto-kvik- myndahátíðinni var æði misjafnt. Dagur Kári og kvikmynd hans, The Good Heart, fékk ekki nógu góðar viðtökur hjá gagnrýnendum The Hollywood Reporter og Variety. Hins vegar geta Margrét Dagmar Ericsdóttir og Friðrik Þór Friðriks- son nokkuð vel við unað því gagn- rýnandi áðurnefnds Variety hrósaði heimildarmyndinni Sólskinsdrengur- inn í hástert. Rúsínan í pylsuendanum er vafalítið sú að þau hafa náð samning- um við dreifingar- fyrirtækið Film Sales Company en innsti koppur þar í búri er fyrrverandi forstjóri hins virta framleiðslufyrir- tækis Miramax. Síðustu ár í leikhúsheiminum hafa einkennst af útrás hinna og þessara uppfærslna. Pétur Jóhann Sigfússon og Stefán Jónsson eru engin undantekning á því þótt þeir fari nú reyndar ekki út fyrir hina íslensku lögsögu. Sannleikur inn, einleikur Péturs í leikstjórn Stefáns, verður nefnilega settur upp í samkomuhúsi Vestmannaeyja, Höllinni, hinn 13. nóvember. Pétur mun væntanlega kitla hlátur- taugar Eyja- manna. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Hluti af okkar markaðsstefnu er að festa okkur ekki við eina staðal- mynd heldur viljum við fá konur af öllum aldri, stærðum og gerðum til að auglýsa vöruna okkar. Markhóp- ur okkar er líka svo stór og breiður, hér versla bæði sautján ára stúlkur og sextugar konur og við viljum ná til allra þessara kvenna með auglýsing- um okkar,“ segir Ásta Kristjánsdótt- ir um nýja auglýsingaherferð E-label, sem hefur vakið mjög jákvæð við- brögð hjá viðskiptavinum fyrirtækis- ins. Á auglýsingunni má meðal ann- ars sjá Urði Hákonardóttur, fyrrum söngkonu hljómsveitarinnar GusGus, Silju Hauksdóttur leikstjóra, Tinnu Bergs fyrirsætu, söngkonuna Þórunni Antoníu og Sigríði Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðing. Að sögn Ástu mun auglýsingin birtast á netinu og í tíma- ritum auk þess sem lítill bæklingur með myndunum mun fylgja hverri flík. E-label fer í verslun Topshop í London nú í haust og því er óhætt að segja að myndirnar af þessum föngu- legu, íslensku konum munu fara víða. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrir- tækið hefur farið af stað með slíka herferð því áður höfðu meðal annars Andrea Róbertsdóttir og Ragnhildur Gísladóttir setið fyrir í auglýsingum E-label. - sm Íslenskar konur auglýsa E-label HÖNNUN FYRIR ALLA Leikstjórinn Silja Hauksdóttir sat fyrir í nýrri auglýsingaherferð tískufyrirtækisins E-label. MYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR skó Fr kó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.