Fálkinn


Fálkinn - 18.12.1937, Síða 33

Fálkinn - 18.12.1937, Síða 33
F Á L K I N N 29 JÓLABLAÐ BARNANNA! 4 i 1 i i ö «1 »■ Öyulf Gran: Loforðið, ÞaÖ var aðfangadagur. Loftið lá eins og mara yfir bænum, lágt, grátt og mettað af snjó. Og það hafði snjóað i nótt. Pjesi litli hamaðist við að raoka braut frá bæjardyrunum og iit að skemmu, svo að svit- inn bogaði af lionum. En hon- um fanst þetta eiginlega unnið fyrir gíg, því að það mundi áreiðanlega snjóa meira áður en dagur væri af lofti. — Hann snjóar í dag, bafði afi lians nefnilega sagt og strok- ið á sjer lærið eins og hann gei’ði Jiegar gigtin kvaldi hann, — og þá gat maður verið viss um, að snjórinn kæmi eins og bann væri kallaður. Jú, liann var sannur spámaður liann afi lians miklu óskeikulli en nokkur loftvog. Pú-Ú, loksins var hann nú búinn. Hann studdist fram á snjórekuna, skaut prjónahúf- unni sinni aftur í bnakka og strauk sjer um ennið með hand- arbakinu; svo leit hann rann- sóknaraugum yfir verkið og sá að það var liarla gotl cnda var hann lögulega sveitl- ur. — Hvað átti hann nú að gera næst? Hann gekk hugsandi og selti rekuna á sinn stað í hjall- inurn, svo hljóp hann út að ldiðinu en þaðan lá vegurinn alla leið ofan í dalbotn - en nú sást ekki marka fyrir öðru e.n einu sleðaspori, sem sást eins og hvítt band svq langt sem augað eygði. Hann stakk höndunum svo langt sem þær komusl ofan i buxnavasana og stóð kyr og skimaði i allar áttir; útsýnið var ágætt þaima, þvi að Úlfs- staðir voru einn af efstu bæj- unum og stóð liæsl. Hvað átti hann nú að taka sjer fyrir hendur? Móðir hans var önnum kafin inni við, svo þar var hann bara fvrir. Ekki lang- aði hann til að skreppa niður- eftir og heimsækja Eyvind, því að ef liann þekli hann rjett var hann í óðaönn að bera inn eldi- við til helgidaganna; hann skaut altaf öllu á frest þangað lil á siðustu stundu. Pjesi litli liafði fyrir löngu borið inn nægan eldivið. Nú datt honura nokkuð í lnig! Hann skyldi skreppa upp á fjall og líta eftir snörunum sínum, og liann ákvað að fara undir eins. Augnabliki siðar var hann farinn að leita í fórum sinum og dró fram nokkrar spánnýjar snörur, það væri vísl hest að hafa þær með til vara, ef einhverjar hinna hefðu slitn- að. Hann opnaði stofuhurðina varlega í hálfa gátt; móðir hans grár og þungur rjett vfir trjá- loppunum. Eitt augnablik staðnæmdist hann til þess að átta sig; svo rendi hann sjer skálialt ofan í lægðina, sem kölluð var Skugga- dalir. Hjerna áttu snörurnar að vera, — en mikil feikn hafði hann snjóað i nótt! Hann ról- aði með skíðastafnum í snjón- um. Jú, þarna var áreiðanlega hjeri, en hann var svo flæktur i snörunni að Pjesi gat ekki náð honum úr fyr en liann kæmi heim. Svo hann tók ]iað ráð að .., s V... 1mw».íwv.v>,iva,ív;,V'.í' ,r«g<o;/v>.rr> var eitthvað að sýsla þar inni. Jeg ætla að skreppa upp í Skuggadali og' líta eftir snör- unum mínum, kallaði hann í gættinni og' setti svo á sig skíðin. — Þú máll ekki vera lengi, þvi að bráðum fer hann að snjóa, kallaði móðir lians til hans út um gluggann, þegai' Pjesi var að hverfa á burt al' hlaðinu skömmu síðar. Hann leit við og kinkaði kolli, svo að skúfurinn á húf- unni hristist fram og aftur; svo skundaði liann uppeftir. Hann ætlaði fvrst beint upp i Skuggadali; þar hafði hann svo oft sjeð hjeraspor við gat á girðingunni og þessvegna setl snöru þar. Hann rann áfram, litið eitt álútur milli snjóþungra trjánna, en himininn hjekk setja þarna nýja snöru. En meðan hann lá þarna á hnjánum og var að koma snör- unni fyrir, varð honum að lita upp og sjá gráan himininn yfir trjátoppunum. Nú mundi guð áreiðanlega sjá liann. Hann sá að Pjesi var að setja upp snörur á sjálft að- fangadagskvöldið, á þeirri stundu, sem friður átti að vei'a á jörðu. Honum fanst all í einu að hann sæi hjera í snörunni, sprikla og reyna að losa sig', löngu eyrun lágu aftur á bakið og augun starandi af skelfingu hann barðist fj’rir lífinu þangað lil hann hnje örmagna útaf. Hugsum okkur, að eitthvað líkt gerðist í dag', þegar friður átti að ríkja á jörðinni. Pjesa litla varð ósjálfrátt lil- ið til baka, hvort það væri nokkur nálægl, sem sæi til lians, en svo vísaði hann þeirri hugs- un á bug, stóð upp, l'leygði hjer- anum á öxlina og hjelt áfram mjóa götu upp í fjall. Hann var að liugsa, en brátt kom hann þangað, sem liann hafði sett allar hinar snörurnar. Og heppnin hafði verið með hon- um. Því að í þremur snörunum voru rjúpur, sú fjórða var rifin í tætlur, svo að hann varð að setja nýja í staðinn. En meðan hann lá á hnjánum og' var að bagsa við þetta varð honum lit- ið upp. — Hann var byrjaður að snjóa. Ilann flýtti sjer eins og hann frekast gat, en gat ekki fundið siðustu snöruna. Svo stóð hann upp. Miljörðum saman komu snjóflygsurnar fljúgandi úr þjettum og' þungum skýjunum. Hann fleygði frosnum rjúp- unum og hjeranum á öxl sjer og rakti nú spor sín til baka, en snjórinn blindaði hann, svo að hann sá varla lengd sína fram fvrir sig, og sporin fóru að mást út. Veinandi æddi vindnrinn of- an af öræfunum. Hann var lík- astur hæðnishlátri. Það fór hrollur um Pjesa litla, liann tók fastar um skíðastafina og herti á sjer. Skyldi þetta vera refsingiu íyrir það, að liann setti upp s..örur á lieilagt jólakvöld? Ivanske væri lmnn dæmdur til að ráfa hjer um i kafaldinu þangað til hann lmigi niður ör- magna af þreytu og frysi til bana i fönninni* sem mundi þekja hann hvítum línklæðum. Skyldi hann ekki vera farinn að nálgast stóru vörðuna, sem hann var vanur að stefna á, þegar hann kom ofan af fjalli. Eða gekk hann í liring. Hann hafði heyrt, að stundum þegar maður villist færi maður í hring, og kæmi að lokum þang- að, sem maður fór frá. Áfram og áfram — skíðin runnu áfram jafnt og þjett — hann var álútur og boginn í baki og stritaði, sem hann gat, gegnum kafaldið. Nú lieyrði hann aftur hina hásu rödd vindsins. Hann leit við og varð gag'ntekinn af hræðslu. Það var eins og ein- liver geigvænleg óvættur væri að hlæja þarna innfrá, og hann bjóst við að sjá risavaxna kló

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.