Fálkinn - 17.12.1953, Side 49
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1953 (tó45
Jólakrossgáta
LÁRÉTTSKÝRING:
3. jólasveinn, 10. fer' utan, 12. öryggi, 13. draga
saman, 15. mynteining, 17. detta, 18. endaði, 19. óþrif,
22. Grýlusonur (þf.), 24. frískur, 25. ölstofa, 26.
sár, 28. erl. ávarpsyrði, 29. skógardýr, 31. fugl (þf.),
33. á stundinni, 5. úttekið, 36. þyngdareining (skst.),
37. nafnháttarmerki, 38. norræn gyðja, 39. siðaði, 40.
menntastofnun, 41. veðurátt, (skst.), 42. tveir sam-
hliða (í stafrófinu), 43. handverkfæri (þf.), 44. þrifn-
aðarráðsföfun, 45. þramm, 47. ílát, 49. gangflöt, 51.
drykkur, 52. tónverkj 54. útungun, 56. friðarhátíðin,
58. fjötur, 59. hálfdrauga, 61. illfygli, 63. skrifir, 64.
fiskur, 66. eldstæði, 67. aflvana (þf.)).
I l ' I’ >
I | I , ' . •' .
LÓÐRÉTT SKÝRING:
1. ílát, 2. kæn, 3. frumtala, 4. alg. skst., 5. hafa
yfirráðin, 6. árendi, 7. stórveldi, (skst.), 8. svall-
söm skemmtun, 9. reiðgarpur, 11. hafa hugboð um,
14. lostæti, 16. mjög, 17. faðmur, 18. baktjaldabrall,
20. reykvíkst félag (skst.), 21. umdæmisbókstafir,
23. fyrirtak, 25. fyrirbauð, 27. almanak, 30. eldhús-
áhald, 32. óánægjukliður, 34. vökva, 37. skel, 44.
vegur, 46. frosið vatn, 48. 100 árin, 50. láta af hendi
til afnota, 51. fugl, 53. áinn, 55. skagi í Suðaustur-
Evrópu, 57. hægagangur, 58. Forn-Grísk gyðja, 60.
litur, (kvk.), 62. afrískur höfðingjatitill, 64. veisla, 65.
tónn.
FRAMHALDSSAGA: 23.
Þeir elskuðu bunn tvcir.
Skáldsaga eftir Anne Duffield.
alla heima og geima, eins og það væri dag-
legur viðburður að ungar, enskar stúlkur
gerðu honum heimsókn á heimili hans.
Allt í einu setti Suzette frá sér bollann, svo
fast að glamraði í honum, og sagði blátt á-
fram: — Eg verð að segja yður nokkuð ....
ég veit bara ekki hvernig ég á að byrja ....
Eg er hrædd ....
Prinsinn setti sinn bolla á borðið líka og
laut fram til 'hennar: — Eg þóttist skilja að
yður lægi eitthvað á hjarta. Hvað er það?
Þér eruð vonandi ekki feimin við mig,
— Það er Rósalinda ....
— Hvað er með hana? spurði hann rólega.
Og nú rann öll sagan upp úr Suzette, fyrst
í rykkjum og brotum og síðan í betra sam-
hengi. Hann hlustaði á með athygli og ómögu-
legt var að sjá á svip hans hvers konar áhrif
sagan hafði. Og augun voru órannsakanleg.
— Eg veit ekki hvort þetta var rétt af mér,
sagði Suzette loksins, ofur vandræðaleg. —
Yður finnst kannske að þetta sé málefni sem
ekki komi mér við . .. . Ef til vill langar yður
mest til að fleygja mér út . .. . En hún ....
mér var ómögulegt að horfa á sálarstríð henn-
ar lengur.
— Þér ihafið gert það * eina rétta, sagði
prinsinn.
— Og eruð þér þá ekki reiður við mig?
— Nei, mér þykir vænt um að þér komuð
og sögðuð mér sannleikann. Eg veit að yður
hefir alls ekki fundist það létt.
— Eg átti svo bágt með það. Eg veit að
þér ....
Hann lyfti hendinni aðvarandi. —
— Rósalinda mundi aldrei hafa slitið trú-
lofuninni, hélt Suzette áfram. — Henni þykir
vænna um yður en svo. Eg efast ekki um að
hún verður fjúkandi reið við mig ....
— Rósalinda fær aldrei að vita neitt um
þetta, svaraði hann.
Suzette leit forviða á hann. — Eigið þér
við að ....
— .... að yður er óhætt að treysta mér,
sagði hann. — Hvorki Rósalinda né nokkur
annar þarf að fá vitneskju um þessa samfundi
okkar. Eg er þakklátur yður fyrir að þér
sögðuð mér þetta. Þér hafið hlíft okkur við
að gera það, sem við hefðum iðrast eftir
seinna. Og nú .... er best að fara heim.
Hann sagði þjóni að ná í bifreið og sneri
sér svo að Suzette aftur. Hann brosti og af
röddinni varð alls ekki ráðið hvernig honum
var innanbrjósts, en úr augum hans varð
lesið hve sorgbitinn hann var. Suzette tók í
höndina á honum og sagði í einlægni: — Mér
þykir þetta svo leitt, Ali prins.
— Það þykir mér líka, svaraði hann blátt
áfram. — En mér hefði samt þótt miklu
verra ef ég hefði komist að því síðar meir
að ég hefði spillt gæfu tveggja sálna!
— Tveggja! sagði Suzette æst. — Nei, hann
átti ekki betra skilið. Allt þetta'er honum
að kenna. En hún .... hún er engill.
— Já.
— En það verður vandi að telja henni
hughvarf ....
— Látið þér mig um það. Látið sem þér
vitið ekkert og treystið bara mér. Og nú held
ég að bíllinn yðar sé kominn. Verið þér sælar,
ungfrú Suzette.
— Sælir, Ali prins. Eg . . . . þér eruð merki-
legur maður. Engin furða þó að Rósalinda
Hann stöðvaði hana aftur með bendingu
og í þetta sinn komu sársaukadrættir í and-
litið.
— Nei, gerið það fyrir mig að ....
Suzette þagði og hvorugt þeirra sagði orð
er hann fylgdi henni út að bílnum.
Prinsinn var væntanlegur í síðdegiste
'þennan sama dag. Það var fyrsta heimsókn
hans eftir að hann kom til baka af óðalinu
og Agatha stakk af nærgætni sinni upp á því
að fjölskyldan drykki te í klúbbnum, svo að
prinsinn og Rósalinda fengi að vera út af fyrir
sig um stund fyrir miðdegisverðinn.
Rósalinda gekk eirðarlaus fram og aftur
um stofuna eftir að hún var orðin ein. Að
venju var hún í hvítum kjól og með hvíta
skó og mjög ungleg. Tvær svefnlausar nætur
höfðu að visu skilið eftir skugga undir augun-
um og djúpar rákir voru kringum munninn en
hún var enn svo ung, að svefnleysið lætur
ekki eftir sig varanleg lýti. Hún var föl og
alvarleg, en það birti yfir augum hennar þeg-
ar prinsinn kom inn. Hún gekk á móti honum,
ef til vill öllu hvatar en hún hafði gert áður.
— Ó, Ali, mér þykir svo vænt um að þú
skulir vera kominn.
Hún var glöð. öryggi hans, karlmennskan
og vinalegu augun virtust núna fremur en
nokkurn tíma fyrr vera hennar eina athvarf.
Framhald á bls. //7.