Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1956, Page 22

Fálkinn - 14.12.1956, Page 22
18 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956 ÁRSÆLL ÁRNASON: Gottu-ierðin til Grænlands Höf. á heimleiðinni, cftir ofviðrið. INN 2G. ágúst 1929, eða fyrir rúmum 27 árum, kl. um 3 eftir miðnætti, renndi rúml. 30 tonna mótorbátur inn á höfnina í Reykja- vík i blæjalogni og lagðist utan á Gullfoss hinn eldra, sem lá við liafn- arbakkann. Það fyrsta, sem vakti undrun okk- ar, sem á bátnum vorum, var undrun varðmannsins á skipinu, sem rétti okkur fangalínu, þegar hann vissi, hvaða bátur þetta var og hvað hann hafði innanborðs. En þetta var vélbáturinn Gotta að koma heim úr ferð sinni til Grænlands, með 7 sauð- nautskálfa innanborðs. Tilefni ferðarinnar — það er kannske hátíðlegra að segja leiðang- ursins — var það, að árinu áður hafði Alþingi samþykkt 20.000 króna fjár- veitingu til þess að afla sauðnauta, i þvi skyni að gera tilraun til þess að gera þau að innlendum dýrum, á svipaðan hátt og var með hreindýrin hér áður. Ég hafði í nokkrum blaða- greinum, aðallega í Vísi, hvatt til þess að slík tilraun yrði gerð, án þess þó að ég eigni mér á nokkurn hátt frum- kvæðið að þessu. Ég átti heldur ekki neinn þátt í hinum fjárhagslega undir- búningi leiðangursins. Hann annaðist nær eingöngu Þorsteinn heitinn Jóns- son, kaupmaður frá Seyðisfirði. Sam- kvæmt tilmælum ritstj. Fálkans ætla ég liér að rifja upp nokkrar endur- minningar frá ferð þessari. Hún vakti meiri athygii þá en nokkurn af okk- ur, scm þátt tókum i henni, hafði grunað, sbr. undrun varðmannsins á Gullfossi, er við lögðumst að lilið hans. í sjálfu sér var hún ekkert merkilegri en hver önnur sjóferð, en hún var nýjung og það vakti eflir- tcktina. Auk j)ess vorum við víst um skeið taldir af, því að við höfðum ekki getað neitt látið frá okkur heyr- ast, en komum svo ijóslifandi með 7 sauðnautskálfa og sýndum þar með, að við 'höfðum ekki farið erindisleysu. Þeir, sem þátt tóku í ferðinni, eru á myndinni, sem hér fylgir. Við feng- um fararóskir, ekki vantaði það, en þó meira af ráðleggingum, þvi að allir vissu allt miklu betur en við, sem höfðum þó kynnt okkur iivað best allt, sem að ferðinni laut. Eitt man ég og met ég af öllu því, sem við mig var sagt, áður en ferðin var hafin. Það var kona við aldur, að nokkru tengd mér, sem sagði með sínu hjartanlega látleysi: „Alls staðar skín sólin og alls staðar er guð“. FEItÐIN NORÐUR. Við lögðum af stað héðan úr Reykja- vík 4. júlí síðdegis. Veður var gott, en strekkingskaldi á norðan og fór báturinn að höggva óþarflcga mikið fyrir þá, sem voru lítt vanir sjó. Allt gekk samt liið besta, allt þar til að við fórum að reyna senditækin úti á 'hafi. Þau reyndust ónothæf, sem kom sér auðvitað mjög illa, og þó minna fyrir okkur sjálfa heldur en fyrir iiina nánustu okkar heima. En norð- ur héldum við, norður í íshafið, stefna norðaustur. Þó að stcfna væri sett í norðaustur, þegar við ætluðum að koma til lands, sem var i norðvestri eða norðri, leið ekki á löngu áður en við fengjum kynni af hafísnum. „Landsins forni fjandi“ var, að segja má, í næsta ná- grenni við landið okkar. Við getum ekki hugsað um hann og því síður talað um hann nema með hinum ljót- ustu iýsingarorðum. Hann hefir oft gert landi okkar illar skráveifur, en líka oft fært björg í bú, hvali og seli. Ég sem Sunnlendingur hafði aldrei kynnst hafísnum og þessi hin fyrstu kynni mín af lionum voru hin bestu. Hafið vill löngum vera órólegt, en þegar inn i ísinn er komið, er sjórinn iádauður og þess vegna leið manni þar vei. Eins og flestum mun kunnugt er ís jafnan á reki suður með austur- strönd Grænlands. Þar sem Norðri ræður ríkjum, þar er „frost, og kulda feikn hvers konar“. Pólstraumurinn ber þennan ís jafnt og þétt suður á bóginn, komi einhverjir duttlungar Mokkrar minningar í strauminn, svo að liann sendi álmu út frá sér austur á bóginn, fáum við hinn illræmda hafís að landi okkar. ís og auðn er fyrir okkur nokkurn veginn sama hugtakið. En annað kem- ur í ljós, þegar við förum að kynnast hinum eiginlegu heimkynnum hans. Þar haldast við stærstu rándýr jarð- arinnar, hvítabirnirnir, og selir í þúsundataii. Maðurinn er ekki stærsta, en líklega versta rándýr jarðarinnar. Og nú lenti þeim saman, hvítabjörn- um og hvitum mönnum með byssur að vopni. Þess má geta, að meðal skipverja voru ágætar skyttur og má þar sérstaklega til nefna bræðurna þrjá, Kristján skipstjóra, Gunnar vél- stjóra og Finnboga. — Því má skjóta hér inn, að það þótti eitt ógæfumerk- ið, og ekki livað síst, að þrir bræður væru með í ferðinni. Önnur varð þó raunin á, þeir reyndust allir hinir bestu, ekki hvað sist við veiðiskap- inn, eins og áður getur. Ég hafði nokkuð farið með skot- vopn á uppvaxtarárum mínum hér við sunnanverðan Faxaflóa, en var nú nokkuð farinn að ryðga í þeirri íþrótt, en mikið var gaman að endur- nýja hana, og það ekki á minni dýr- um en hvítabjörnum og útselum. VEIÐISKAPUR í ÍSNUM. Það leið ekki á löngu, eftir að við komum inn í ísinn, að 'hvítabjörn yrði á leið okkar. Það var einkenni- legt, og í raúninni ógleymanleg sjón að sjá þessi miklu dýr koma þramm- andi til okkar eftir hrannabreiðunni, gangandi á þefinn sem þau fundu frá skipinu, vitandi um mátt sinn sem voldugustu skepnur ísliafsins. Við biðum eftir þvi að dýrið kæmi í skot- færi. En þegar dýrið varð vart ófrið- ar, var það segin saga að það lagðist til sunds i næstu vök. Liklega hefir það talið sér það öryggi, með þvi að þá sést ekki nema höfuðið upp úr sjónum. En kæmumst við með skipið inn i sömu vökina, var það okkur gefin veiði, þvi að skipið dró það fljótlega uppi á sundinu. Felit bjarn- dýr flýtur og er því auðvelt að ná því. Þetta reyndist því í rauninni ekkert „spennandi" veiði, þó að dýrin væru mikil. Hvítabirnir geta ekki kafað, annars liefðu þeir auðvitað reynt að forða sér með þeim hætti. Ég ætla þó að segja hér frá tveim atvikum, sem voru nokkuð sérkenni- leg, þó að þau væru ekki að sama skapi skemmtileg. Við sigldum nokk- urn veginn auðan sjó og sáum þá Ijirnu og nokkuð stálpaðan hún á sundi. Birnan fékk skot, sem var þó ekki dauðaskot, en við það ærðist liún, öskraði og gerði sig líklega til þess að ráðast á skipið. Ilefði þar verið viðureign á þurru landi, eða breið- um isjaka, hefðum við þar þurft á allri okkar vígfimi að halda. En hér var ójöfn aðstaðan, hún fékk brátt dauðaskot og unginn féll brátt fyrir einu skoti á eftir. Öðru sinni var það, að við siglduin um laust íshröngl. Það er einkenni- legt, hve erfitt það er að greina hvita- björn á sundi, þar sem er lítið annað en höfuðið upp úr, frá slíku íshröngli. Þó tókst einhverjum okkar —ég man Skipshöfnin á Gottu. Efri röð frá vinstri: Vigfús Sigurðsson Græniandsfari, veiðistjóri, Ilagnar Pálsson, loft- skeytamaður, Ársæll Árnason, háseti, Kristján Kristjánsson, skipstjóri, Baldvin Björnsson, háseti, Edvard Fred- eriksen, matsveinn. — Neðri röð: Finbogi Kristjánsson, háseti, Markús Sigurjónsson, háseti, Gunnar Krist- jánsson, 1. vélstjóri, Kristján Kristinsson, stýrimaður, Þorvaldur Guðjónsson, 2. vélstjóri.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.