Fálkinn - 14.12.1956, Blaðsíða 48
44 JÓLABLAÐ FÁLKANS 1956
Else Brems og Stefán íslandi sem
Carmen og Don José í „Carrnen" á kgl.
leikhúsinu 1942.
STEFÁN ÍSLANDI. Frh. af bls. 10.
Jjessa dags, að leita hærra og liærra
í fágun og fegrun sönglistarinnar.
Einu sinni varð mér það á að spyrja
iiann að þvi hvaða íslenskt lag lionum
þætti vænst um. Svarið sem ég fékk
var þetta: „Spurðu margra barna
föður hvert af börnunum hans hon-
um þyki vænst um! Ef hann svarar
því jákvætt er hann annaðhvort ill-
menni eða kjúni 1“
Ég féllst á það eftir á, að þetta
sé alveg dagsatt.
Skúli Skúlason.
TÖFRAR JÓLANNA. Frh. af bls. 11.
„Er það ekki gaman?“ sagði hann
við Óla og brosti.
Óli kinkaði kolli og brosti út undir
eyru. Honum fannst þetta miklu
meira gaman en á jólunum í fyrra.
Jólasveinninn lyfti honum og lét liann
hengja upp jólaskrautið yfir glugg-
unum. Svo fór jólasveinninn út í bil-
inn sinn aftur og sótti fleiri jóla-
böggla. Hann kom með stóra körfu
með alls konar góðgæti í, jólakökur
og aðrar kökur.
„Skelfing er þetta fallegt,“ sagði
Óli og hallaði sér upp að jólasvein-
inum. „0, ég veit vel liver þú ert,“
bætti hann hvíslandi við, „ég vissi
það undir eins og ég sá þig.“
„Það var gaman!“ svaraði gestur-
inn. „En við skulum ekki segja nokkr-
um manni frá þvi!“
Og þá áttu þeir leyndarmál saman,
og Óli var hreykinn af því.
Daginn eftir kom ókunni maðurinn
aftur og fór út með Óla og fór í snjó-
kast við liann.
„Ég hélt ekki að ég mundi nokkurn
tíma fá að sjá þig,“ sagði Óli allt
í einu.
„Var það ekki? — cn ég segi það
satt að ég hafði gaman af að hitta
l)ig!“ sagði jólasveinninn.
„Kanntu við þig að lifa alltaf uppi
í fjöllum?" spurði Óli.
„Nei, ég er hundleiður á því,“ svar-
aði hinn. „Þar er ekkert nema snjór
og klaki, og engir nágrannar, sem
maður getur heimsótt. Ég finn það
núna, að ég liefi farið mikils á mis
i einverunni."
„En hvers vegna geturðu þá ckki
verið hjá okkur?“ spurði Óli og tók
i höndina á manninum.
„Ja, það gæti nú verið gaman,“
svaraði hinn.
Nú kom mamma fram í dyrnar og
bað þá að koma inn og fá kaffisopa.
Óla fannst mamma hans vera svo fal-
leg og glaðleg í dag. Ilminn af gæsa-
steikinni lagði um allt liúsið, því að
gæsin var komin í bakaraofninn, og
það var hlýtt og notalegt i stofunni.
Þegar þau sátu við jólaborðið
nokkrum klukkutímum síðar, lék Óli
á als oddi. Það var svo gaman. Gæsa-
steikin var svo góð — og ábætirinn
á eftir! Og á miðju borði stóð stór
skál með appelsínum, eplum, vinberj-
um og jólagóðgæti! Óli taldi víst, að
jólasveinninn hefði haft þetta allt
með sér.
Nú lyfti jólasveinninn glasinu og
skálaði við mömmu.
Svo var það ákveðið að Óli skyldi
leggja sig og livíla sig dálitla stund
— hann fékk með sér leikborðið sitt
og bangsann, og mamma hans lofaði
að kalla á hann þegar þau færu að
borða jólatertuna. Það var jólasveinn-
inn sjálfur, sem kom upp og sótti
hann, þegar teið var komið á borðið.
Jólasveinninn setti Óla á linéð á sér
og sagði:
„Manstu að við vorum að tala um,
að ég hætti að vera uppi á fjöllum?
Þú mátt ekki segja neinum frá þvi
— en ég er að hugsa um að gera það.
Mér dettur í hug að þú hefðir kannske
gaman af að hafa jólasveininn alltaf
hjá þér?“
Jú, það líkaði Óla vel.
En nú kom mamma inn með teið,
og Óli fékk nóg að hugsa, því að jóla-
tertan var góð.
„Þú átt að óska þér einhvers þcgar
þú borðar jólatertuna á jólakvöldið,“
sagði mamma hans og hló. Það var
LUX heldur góðum fatnaði
sem nýjum
Notið ávállt
LUX SPÆNI
X-LX 691-814
þegar þér þvoið viðkvæman vefnað.
eins og viðhorfið til lífsins væri ger-
breytt.
Óli tók munnfylli sína og sagði svo:
„Ég er búinn að óska mér.“
Og jólasveinninn sagði: „Og ég
lika“ og leit hlæjandi til Óla.
Hann vissi vel, að þeir höfðu báðir
óskað þess sama — að jólasveinninn
færi aldrei aftur.
BÆNHÚSIÐ. Framh. af bls. 15
fornu kirkjugripa lenti seinna í ræn-
ir.gjaliöndum.
Fjáröflun til þessarar nýju kirkju
hefir hafist með samskotum og fisk-
gjöfum, eins og síðar, er Landakirkja
var endurreist, þó á öðrum stað, eftir
að Tyrkir brenndu hana til ösku i
Tyrkjaráninu 1627.
Prestarnir höfðu mátt leggja fram
ríflegt tillag til kirkjubyggingarinnar
1573, í eitt skipti fyrir öll, sem endur-
gjald fyrir kirkjutiundina, er þeir síð-
ar héldu óskertri. Nam tillag beggja
prestanna 3 lestum fiskjar (harð-
fisks) eða andvirði þeirra. Tíu
hundruð tólfræð gerðu eina fisklest
eða þrjátíu vættir. Þótti hart að prest-
unum gengið, er þeir sátu í tekjurýr-
um brauðum. Kirkjan hafði sem engar
tekjur eftir missi kirkjutiundarinnar
aðrar en þær, sem lienni bárust í
frjálsum gjöfum. Hér bætti úr sam-
þykktin sem Eyjamenn gerðu 1606
um greiðslu kirkjufiskjarins.
Messað hefir verið i bænhúsunum
á Ofanleiti og Kirkjubæ næstu 4—5
árin eftir Tyrkjaránið eða þar til
reist var hin nýja Landakirkja, all-
langt frá Fornu-Löndum og stóð þar
sem nú kallast „Gamli kirkjugarður“
í núverandi Landakirkjugarði. í þess-
um hluta kirkjugarðsins var séra Ól-
afur Egilsson grafinn. Stendur leg-
steinn á leiði hans með áletrun um
dánardaginn 1. mars 1639.
Minnisvarðar beggja prestanna í
Vestmannaeyjum, sem komu við sögu
í Tyrkjaráninu, liafa þannig varð-
veist. Ekki þykir ólíklega tilgetið, að
Eyjamenn hafi sjálfir ásamt umboðs-
manni og kaupmanni, látið reisa þá i
virðingarskyni við hina merku látnu
klerka. Þarna getur einnig hafa átt
hlut að máli, Jón Vestmann sonur
séra Jóns píslarvotts. Vestmann var
hertckinn sem kunnugt er og dvaldist
í Algier um 20 ár, en komst síðan til
Kaupmannahafnar og var búsettur
þar. Frá Danmörku munu legstein-
arnir hafa verið sendir til Vest-
mannaeyja. *
Séra Jón Þorsteinsson var langafi
Jóns biskups Vídalín.
(Saga Vestm. Safn t. s. ísl. V.).
FÁTÆKA STÚLKAN. Frh. af bls. 27.
hafði lesið tákn kærleikans á enni
■hennar.
— Segðu mér, sagði prinsinn, áttu
hvitan kjól?
— Já, svaraði Geirþrúður, en ég
timi varla að fara í liann. Mannna
saumaði hann handa mér rétt áður
en hún dó. — Gleymdu ekki, barnið
mitt, að varðveita hinn hreina, hvíta
lit sakleysisins, sagði hún, þegar lnin
gaf mér kjólinn.
— Þá ert þú einmitt sú, sem ég
er að leita að, sagði prinsinn. Hann
sagði Geirþrúði hver hann var og
hvert erindi hans væri, ásamt þeim
skilyrðum, sem faðir hans hafði sett
i sambandi við brúði sonarins.
— Ég get ekki látið afa verða hér
BETLEHEM. Framhald af bls. 13.
leiðin upp i aðalturn kirkjunnar,
þar sem jólaklukkurnar eru. Þar sést
vel yfir Betlehemsborg og vellina og
þaðan berst hljómur jólaklukknanna
út um allan heim á öldum Ijósvakans,
þegar jólaklukkurnar i Betlehem
hringja inn jólahátíðina hjá kristnu
fólki um lieim allan.
Það er orðið kvöldsett á Betlehems-
völlum, langir skuggar Betlehems-
borgar leggjast yfir vellina í roða
kvöldsólarinnar. Þegar lagt er af stað
til Jerúsalem eru síðustu geislar
kvöldsólarinnar að hverfa af efstu
bæðum Judeueyðimerkurinnar, en
fæðingarstjarna frelsarans stendur
uppljómuð á turni kirkjunnar, sem
byggð var yfir jötunni og er þeim
leiðarljós, sem koma vilja til fundar
við frelsara sinn hvort heldur er á
Betlehemsvöllum, þar sem fæðingar-
stjarnan lýsir enn, eins og hún gerði
á dögum vitringanna eða á öðrum
stöðum á þessari jörð, þar sem menn
biða alltaf með eftirvæntingu og fögn-
uði í hjarta eftir þvi að lieyra jóla-
klukkurnar frá Betlehem boða komu
jólahelgarinnar. *
JÓL Á IÍVISTHERBERGINU.
Framh. af bls. 17
Þegar Doug kom inn varð hann
liissa er hann sá að Jane og Melinda
voru að tæma úr sparigrisnum á
borðið. Þær hlógu og þær töldu —
silfur- og koparpeninga.
„Doug!“ kallaði Jane. „Nú ætlum
við út og kaupa skrítnustu jólagjaf-
irnar sem við finnum. Ég hefi fundið
aftur trúna á framtíðina og rósrauðu
gleraugun mín. Og nú ætla ég aldrei
að taka þau af mér, því að þegar ég
’horfi gegnum þau, er það beinlínis
gaman að vera fátæk með þér.“
Skömmu síðar heyrði Sonja að þau
fóru út á vota göluna. Nú klippti hún
silfurkórónuna á brúðuna, sem átti
að verða tilbúin er þau kæmu aftur.
Og uppi í kvistlierberginu stóð
jólatréð og dreymdi um greniskóg,
þyt í laufi og þögul snjóflæmi. Bjarm-
inn frá ofninum speglaðist i mislitu
glitinu. Það var aðeins toppurinn,
sem enn var auður — hann beið eftir
álfabrúðunni, sem átti að verða fal-
legri en snædrotningin sjálf — i
knipplingakjól og með silfurkórónu.
Á meðal mannsævi slær hjartað
kringum 3.000.000.000 sinnum í þeim,
sem vinna hæga vinnu, en 4 milljard
sinnum í þeim, sem vinna stritvinnu,
einan eftir, svaraði Geirþrúður frá
sér numin.
— Hann á að búa i höllinni alla
ævi, svo liann líður enga neyð. En
viltu verða prinsessan mín?
— Hvort ég vil, svaraði Geirþrúður
með tárin í augunum, — ég get ekki
óskað mér meiri hamingju!
Daginn eftir var ljómandi heiðskýrt
veður. Prinsinn var hamingjusamur
er hann lagði af stað lieimleiðis. Geir-
þrúður sat fyrir framan hann i
hnakknum.
Það er sagt, að gamli konungurinn
væri mjög ánægður með val sonar
síns af prinsessu.
Prinsinn Góði var siðan krýndur
til konungs. Og hann og drottning
hans stjórnuðu ríki kærleikans og
hreinleikans í fjölda mörg ár. *