Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 4

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 4
„Við höfum nfl. alltaf verið gin- keyptir fyrir valútunni, Islend- ingar“ ☆ Léttara hjal vlð HARALD Á. SIGURÐSSON, um reykvísk fjáröflaplön fyrir hálfri öld, Austurbæingfa og: Vesturbæing:a, konung-legar g:jafir og: fleira. ÉG ER AÐ beygja fyrir Duushorn- ið inn í Vesturgötuna, og þá mæti ég manni, sem ég þykist þekkja frá gamalli tíð. Ef við værum ekki báðir þvengmjóir mundum við hafa rekizt á, því að báðir gengu hratt. Ég horfði á manninn og spyr: — Er það sem mér sýnist, að þetta sé Har- aldur Á, með þetta fallega skegg, sem þú hefur eignazt síðan ég sá þig sið- ast? — Sá er maðurinn, svarar hann. — Og hvað skeggið snertir þá á ég það sjálfur og hef ræktað það sjálf ur. Einhver var að bera það upp á mig um daginn, að ég hefði stolið því frá Jóni Eyþórssyni, og ég mundi stefna manninum ef ekki væri rétt- arfri í hæstarétti og ákalla Jón sem vitni í málinu. Þá mundi rétturinn sjá, að skegg mitt er vel fengið, og að tvö falleg skegg geta sprottið á Islandi. — Þú ert að koma vestan úr bæ. Ertu Vesturbæingur? — Þú getur þvi nærri, maður. — Áttu ekki einhverjar fallegar endurminningar af Hlíðarhúsastígn- um? — Hætt er nú við. — Geturðu ekki sagt mér eitt- hvað um sólbjarta æskudaga á þeim slóðum, fyrir rúmlega hálfri öld? — Ojú. Ég gæti skrifað stóra bók um allt það, sem á daga manns dreif á fyrsta áratug aldarinnar. Til dæm- is frá því, að í þá daga var ekki nærri eins auðvelt að hafa allar klær úti. — Hvaða klær til dæmis? — Einu sinni var danskur maður búsettur í Vesturbænum, sem varla er i frásögur færandi. En hann átti aldraða móður, sem var fótaveik, og læknirinn hafði ráðlagt henni að fá sér fótabað x sjónum, daglega. Gamla konan lagði alltaf leið sína að Kríu- steininum, þar fór hún úr sokkun- um og óð út í. Hún átti hund, sem alltaf var í fylgd með húsmóður sinni. Hundurinn var bundinn við stein, er frúin buslaði út í. Eitt sinn losnaði hundsræfillinn og tók á rás, við strák- arnir hlupum á eftir honum, náðum í hann og færðum gömlu konunni. Þetta var eðallynd kona og hún gaf okkur 25 aura að launum fyrir hjálp- ina. Tuttugu og fimm aurar voru auðæfi í þá daga. Máli mínu til sönn- unar vil ég geta þess, að þá kostaði full flaska af brennivíni tæpa eina krónu hjá Gunnari Gunnarssyni í Hafnarstræti. — Nú er öldin önnur, verður mér að orði. — Hætt er nú við, segir Haraldur. — En svo ég haldi áfram sögunni af gömlu konunni með hundinn, þá skal ég geta þess, að þetta atvik varð til þess að augu okkar strákanna opn- uðust fyrir því, að hér voru á ferð- inni miklir möguleikar til fjáröflun- ar. Næsta dag, er blessuð gamla kon- an var komin út í seltuna, fór einn strákanna og leysti hundinn. Svo fór annar og náði í hann og þá bættust 25 aurar við í kassann. — Þetta hefur orðið drjúg tekju- lind? — Já, en engin ósköp standa lengi og lán heimsins er hverfult. Gamla konan fluttist til ættlands síns og þar með var draumurinn búinn. En ég get sagt þér fleiri sögur um heið- arlega tekjuöflun, ef þú kærir þig um ... — Blessaður gerðu það. — Vegna þess að bærinn hefur ver- ið fullur af ferðamönnum undan- farna daga, dettur mér dálitið í hug. Það er mikið ritað og rætt um að plokka þessi grey, sem flækjast hing- að, en til þess að sýna þér hvað ég var bráðþroska þá ætla ég að segja þér, hvernig mér tókst að ná í er- lendan gjaldeyri svartamarkaðslaust þegar ég var strákur. Hingað komu útlend skemmtiferðaskip, rétt eins og núna. Auðvitað eltum við krakk- arnir ferðalangana til þess að svala forvitni okkar. Eitt sinn, er þýzkt skip var hér á ferð, vildi svo til að ég var nýkominn á fætur úr hettu- 4 Fálkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.