Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 3
FÁLKINN VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opið kl. 10—12 og IV2—6. — Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f. ^kfaddafaþahkar Hagfræðingarnir eiga ekki upp á háborðið hjá þeim „brjóstvitru“ í dag. Svo hefur raunar verið lengi. Aðal- gallinn á þjóðinni hefur lengi verið sá, að svo margir eru svo gáfaðir að upplagi, að þeir vita allt, án þess að fræðast um það. Aumingja hagfræðingarnir! Þeim er vorkunn, ekki aðeins af því að þeim brjóstvitru finnst þeir vita svo lítið, heldur líka af þvi, að flestar tölurnar, sem þeir þurfa að fást við. eru svo hryggilegar, að það hlýtur að vera hátíð að standa í sporum læknis, sem kryfur úldið lik, hjá því að standa i sporum hagfræðinganna. Manntalsskýrslurnar eru eina hugg- unin, sem þeir hafa: þar er þróun. sérstaklega í dálknum „óskilgetin börn“, en hins vegar er það ískyggi- legt hve margar ungmeyjar giftast úr landi. Sumar þeirra hafa þó gegnt borgaraskyldunni áður en þær fóru, og framleitt íslenzkan ríkisborgara. afa og ömmu til uppeldis. En róðurinn þyngist hjá hagfræð- ingunum, þegar þeir fara að fást við efnahagstölurnar og alla mínusana. Og þegar þeir leggja reikningsdæmið fyrir almenning syngur kór hinna brjóstvitru margraddað: „Þetta er lygi! Þeir hafa ekkert vit á þessu!" -----Það eru mörg ár síðan — heil þrjátíu ár — að kaldhæðinn og reynd- ur maður komst svo að orði, að Is- lendingar yrðu að fá nýja heims- styrjöld til bess að komast af. Við fengum hana. Ur þeirri fyrri slupp- um við án þess að bíða tjón á sálu okkar. 1 þeirri síðari urðum við fyr- ir skakkafalli, og árin eftir stríð fyr- ir öðru enn verra. íslenzk minnimátt- arkennd hefur fengið lausan taum- inn — og hefur kostað fé. Vanmáttar- kenndinni fylgir sjálfsblekking. Litli maðurinn þykist vera stór. Geta allt. Nú hafa hagfræðingarnir verið að leggja niður fyrir þjóðinni hve milúö hún geti. Og niðurstöður þeirra láta ekki vel i eyrum spjátrunganna, sem hróna á strætum og gatnamótum „Við getum allt!“ Hagfræðingarnir eru að reyna að eyða moldviðri siálfsblekkingarinnar. En sá, sem vill blekkjast og blekkja, vill halda í moldviðrið sem lengst. ★ ss ::: : ::í 1 Reyplast-einangrun Einangrun búin til úr plastefnum hefur nú rutt sér mjög til rúms sökum ótvíræða kosta fram yfir önnur einangrunarefni. REYPLAST hefur mun meira einangrunargildi en flest önnur einangrunareíni, sem hingað til hafa verið notuð. REYPLAST tekur nálega ekkert vatn í sig og heldur ein- angrunargildi sínu þó svo að raki eða vatn komist að því. REYPLAST fúnar ekki né tærist og inniheldur enga næringu fyrir skordýr eða bakteríugróður. REYPLAST er léttast einangrunarefna og hefur mestan styrk- leika miðað við þyngd sína. REYPLAST er hreinlegt, auðvelt og ódýrt í uppsetningu. Það má líma á steinveggi með steinsteypu og múrhúða án þess að nota vírnet. REYPLAST er venjulega til í mörgum þykktum, og hægt er að framleiða það með mismunandi styrkleika eftir ósk kaup- enda. REYPLAST hefur það mikið einangrunargildi fram yfir önnur einangrunarefni, að þar sem þörf er fyrir mjög mikla ein- angrun, svo sem í frystihúsum, kæliklefum og víðar, má komast af með verulega þynnri einangrun, og vinnst þannig aukið rúm. Reyplast einangrunarplötur eru framleiddar af REYPLAST H. F. Söluumboð: ./. /íoí’fíí/i.vvoii A JVorðmann h.f. Bankastræti 11. Skúlagötu 30, sími 11280. Fúlkinn, 24. M. 1960 3

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.