Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 32

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 32
Jorkens sem - Fram'h. af bls. 13. efni í þá, og hann spurði mig hvaða efni það væru og ég sagði honum að það væru lifandi svölur, ásamt fleiru tilheyrandi; efnin hefði ég sjálfur, en vantaði bara svölurnar. Ég sá undir eins að honum þótti þetta mjög eðlilegt, og lofaði mér samstundis að ég skyldi fá svölurn- ar. Ég bað hann um að segja þetta engum, vegna þess að aðrir særinga- menn væru að reyna að komast yfir þetta leyndarmál mitt, og ef þeir gerðu það, mundu þeir ekki láta neitt gott af því leiða, en gætu hins vegar unnið stórtjón, því að þeir kynnu ekki að blanda galdur- inn rétt. Hann varð upp með sér yfir því að ég skyldi trúa honum fyrir leyndarmálinu, og ég sagði honum að mér mundi ekki veita af þúsund svölum, vegna þess að ég hefði svo marga sjúklinga, og það var engin lygi, því að þeir streymdu til mín úr fimmtíu mílna fjarlægð og lengra og lengra að eftir því sem frægðarorð mitt óx. Ég sagðist þurfa rúmgott búr fyrir svölurnar og nóg handa þeim að éta, og að auðveldast mundi vera að veiða þær í háf, þar sem nóg væri af þeim. Fleiri Arabar komu nú til mín og fóru að spyrja um svölurnar. Einn þeirra, sem fyrir skemmstu hafði fengið hjá mér væn- an skammt af laxérolíu, hélt að meðul mín mundu duga galdralaust. En ég sagði við hann: „Ef lyfin ein í lyfjabúðunum í bæjunum, gætu læknað fólk, mundu þeir verða lang- lífir í bæjunum." „Og það sannfærði hirðingjana, því að þeir vita, að þeir eru lang- lífari en bæjarfólkið. „Og svo þarf dálítið meira,“ sagði ég, og það er glænýr svöludritur.“ „Hann skaltu fá,“ sögðu þeir og fóru svo að tala um sín á milli hvar þeir ættu að veiða allan þenn- an svölufjölda. „Og ef ég á að lækna aðra, verð ég að vera rólegur á taugunum. Ég á ekki nema fáeina vindlinga eftir, og þyrfti eiginlega að fá þús- und í viðbót.“ „Þeir lofuðu því samstundis, því að þeir vildu fara vel með mig. Ég fékk vindlingana daginn eftir. Og alla næstu nótt var ég að losa pappírinn af vindlingunum og skrifa þúsund skilaboð á frönsku, með smá- viðauka á ítölsku, ef ske kynni að svölurnar viltust til Ítalíu. „Ég fór að verða áhyggjufullur þegar það drógst að Arabarnir kæmu með svölurnar. Var hrædd- ur um að þær flygi norður áður en þeir næðu í þær. En Arabarnir sáu um þetta, þeir vildu ekki missa galdrana, sem þeir trúðu svo satt og stöðugt á, að þeir létu hendur standa fram úr ermum og náðu í svölurnar. Þeir komu syngjandi ofan í dalinn minn með fjögur gríð- arstór búr á tveimur úlföldum, og í þeim nær þúsund svölur. Ég þurfti svo margra með. Ef allur hópurinn kæmi fljúgandi yfir eitthvert þorp í Evrópu, allar með aðra löppina hvíta, gat ekki farið hjá að tekið yrði eftir þeim og farið að forvitn- ast um þessa nýju fuglategund. All- an næsta dag var ég að binda papp- írinn um svölufæturna og notaði mín eigin höfuðhár sem tvinna, og sleppti þeim jafnóðum. Það var komið fram á mitt vor í Móhagga- fjöllum og bráðum kæmi vorið í Frakklandi. Svölurnar hafa verið fljótar til Frakklands og Frakkar fljótir að síma til herstöðva sinna í Afríku, því að bráðlega kom her- sveit frá næstu stöð. Það leið ekki nema vika þangað til Zouva-sveitin kom. Þegar ég sá til hennar í fjöll- unum, sagði ég við einn Arabann: „Ég er hérna hjá ykkur af frjáls- um vilja, og það ætla ég að segja þeim.“ Hann virtist ánægður yfir að heyra það. Og ég bætti við: „Og ég fer frá ykkur að frjálsum vilja.“ „Eins og guð vill,“ sagði hann. Og svo fór ég. ★ Gamli maðurinn og - Framh. af bls. 17. að reyna að finna sér einhverja nýja átyllu. Hann var farinn að sljófgast. Einn daginn sagðist hann ætla að fara að hitta hann Anton gamla, sem bjó í einsetu niður við sjóinn. En þegar honum var sagt, að Anton væri dauður fyrir þremur árum, sá hann að nú yrði hann að hrista af sér mókið. — Hann drepur sig fyrr eða síðar á þessum bát, sagði dóttirin. — Ég vildi óska, að bátskriflið brynni, sagði Jenny, — hann eyði- legguir sig á honum, hvað á hann eiginlega við hann að gera? Ekki kemst hann á sjó á honum og ekki getur hann selt hann, það gerir ekki betur en að hann fljóti. Ég vildi að guð gæfi að hann sykki. Svona talaði kvenfólkið. Karlmenn- irnir töluðu minna. Einn dag í júní, þegar veðrið var ljómandi gott, tók hann prikið sitt og læddist út úr göngunum. Dóttirin var í fjósinu að mjólka einu beljuna, og Jenny uppi á lofti að kemba ull. Hann bjóst á hverri stundu við að heyra glymjandann í dóttur sinni, en allt gekk vel og hann komst niður fyrir naustið. Hann réri um borð í „Flóttann" og sá að málningin hafði flosnað af stórum blettum á hreyfils- kassanum. En þegar hann beygði sig til að ná í málningarkrúsina og pens- ilinn í skotinu til vinstri í lúgarnum, steyptist hann á hrammana. Það var ekki fyrr en eftir miðjan dag sem þau fundu hann. Þá var öll málningin runnin úr dósinni. Margt fólk var viðstatt jarðarför- ina og presturinn hélt fallega ræðu yfir gamla sjómanninum. Fæturnir fóru að bila hjá Jenny, en hún kembdi ull og sat ' vefstóln- um eins og áður. Dóttirin bilaði á taugunum, en það var ekki fyrr en þremur árum seinna. Báturinn? Jú, þau drógu hann loks- ins í land og hjuggu hann í upp- kveikju. Þetta var ekki auðvelt verk, þvi að allt var limt saman af tjör- unni. En hins vegar logaði þetta prýðilega, þegar það var komið í of ninn. Mótorinn var settur út i hlöðu, og þar ryðgaði hann þangað til ekki var hægt að bifa einu einasta hjóli í honum. -----Þessi gamli fiskimaður var engin hetja og engar dáðasögur fóru af honum. En það mátti hann eiga, að hann hirti vel bátinn sinn. ★ Einn bjargaðist - Framh. af bls. 19. inn í fyrirsát — vatnsflóð eða grjót- hrun. Eina lífsvonin var sú, að kom- ast upp úr gígnum. Ég lagðist á bakið og rýndi upp. 1 órafjarska sá ég ofurlítinn ljósan díl, það var dagsbirtan. Þá var lyftan ekki, með öðrum orðum, fyrir ofan mig. Hún hlaut að vera niðri á botni. En stálvirarnir og festarnar, sem báru lyftuna uppi og stjórnuðu henni, hlutu að vera þarna. Ég teygði fram hendurnir og náði í kaðal, sem ég togaði í. Ég togaði í kaðalinn og nokkrir metrar komu til mín áður en stríkkaði á. Ég kippti þrívegis í kaðalinn og þrisvar var kippt á móti, til svars. Þá langaði mig til að gráta af fögnuði. Blóðið steig mér til höf- uðs. Nú var að binda lykkju utan um mig, neðan við handvegina. Ég hnýtti sterka lykkju með þremur hnútum á slakan endann. Svo hrópaði ég eins hátt og ég gat: — Halið upp! Ég vissi að óhugsandi var að það heyrðist, en hrópaði samt. En nú stríkkaði á kaðlinum. Ég var dreginn hægt og hægt upp gíg- inn, og reyndi að hjálpa til eftir megni. Ég dinglaði fram og aftur, en færðist ofar og ofar, nær birt- unni og lífinu. Ég kom upp í dagsbirtuna. Sterk- ar hendur tóku í mig og reistu mig á fætur. Ég riðaði eins og drukkinn maður, og kringum mig stóðu mörg hundruð manns, svartir og hvítir, konur og börn .... Konan mín stóð þarna skammt frá með minnsta barnið okkar. Hún þekkti mig vist ekki fyrst í stað, því að ég var blóð- ugur og svartur. Fólkið grét. Bað og grét. Loks trúði konan mín sínum eigin augum og hljóp grátandi til mín og lagðist á kné fyrir framan mig. Einn af hvítu umsjónaramönn- 32 Fálkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.