Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 9

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 9
Hin unga ítalska þokkadís Neccia Cardinale er þegar búin aö ganga fyrstu skrefin í heimi kvikmyndanna. Að vísu hægt, en örugglega, og án allra fegurðarsamkeppna, sýninga og auglýsingabrellna, sem flestum öör- um hafa reynzt svo nauðsynlegir hlutir. Hér sleikir hún sólskinið á einhverri baðströndinni. —x— CHARLES BOYER, franski leikarinn, segir: „Maður- inn fer að verða gamall, þegar hann reynir að skilja konuna i stað þess að elska hana. —x— KIM NOVAK OG JAMES STEWART kyssast tveggja minútna löngum kossi í kvikmynd, sem þau léku í ný- lega. En þegar verið var að taka myndina, var kossinn 20 mínútna langur. Þegar kvikmyndastjórinn Ric- hard Quine horfði á myndina, sagði hann: „Það er við svona tækifæri, sem ég iðrast eftir að ég hætti að leika.“ En James Stewart svaraði: „Það er við svona tækifæri, sem ég iðrast ekki eftir að hafa lært að blása í lúður.“ --V-- Unga stúlkan a mynatnni sýnir okk- ur hreykin að liún sé ekkert minni en Eiffelturninn, enda engin furða, þvi hún er nýbúin að sigra í einhverri fegurðarsamkeppni í Englandi og verðlaunin voru ferð til Parísar. „»»» m'n,t 4 5 MÍNÚTUM SIR THOMAS BEECHAM, enski hljómsveitarstjórinn frægi, þvertekur fyrir að stjórna hljóm- sveit, ef nokkur kvenmaður er í henni. „Séu þær fallegar," segir Tho- mas, „trufla þær hljóðfæraleikarana, og séu þær ljótar, trufla þær mig.“ —x— Eilippus drottningarmaður hefur löngum verið þekktur fyrir að ganga með hendur fyrir aftan bak og nú er sonur hans, prinsinn af Wales, einnig búinn að læra listina. Fólk um heim allan hefur einnig tekið eftir því, að hinn nýi fjölskyldumeð- limur, eiginmaður Margrétar, hefur einnig hendurnar fyrir aftan bak, að minnsta kosti á myndum. Ekki œtti það að vera verra. Strúturinn hefur misst matarlystina og hér er verið að athuga, hvort grey- ið hefur etið eitthvað óhollt ofan í sinn langa háls. Til þess var notað sérstakt leitartæki frá hernum, sem sýndi, að málmstykki sat fast á miðri leið. Smávegis aðgerð bjargaði svo strútnum og matarlystinni. —x— LÖGG EFTIR! Þjóðverjinn Harald Leib var stadd- ur á Hollandsströnd, er hann hafði ekið fyrstu 100.000 kílómetrana á bílnum sínum. Til að minnast þessa atburðar, drakk hann flösku af rínar- víni, setti í hana miða og fleygði henni í sjóinin. Þetta var í ágúst, en 3. október fann norskur bóndi flösk- una rekna. Hann tilkynnti sendand- anum flöskufundinn, en lét þess get- ið um leið, að næst þegar hann sendi sér flöskupóst, yrði hann að láta dá- lítinn leka vera eftir í flöskunni. —x— PRÓFESSORALAUN. I blaði einu í háskólabænum Ox- ford stóð þessi auglýsing nýlega: „Maður óskast til að selja bjúgu frá vagni. Kaup 14 sterlingspund á viku. En prófessorarnir í borginni eru nú að velta fyrir sér hversvegna þeir hafi verið að mennta sig, því að þeir mundu hafa fullt eins mikið upp úr því að selja bjúgu, og til þess þarf ekkert undirbúningsnám. Trvklofiinarhrtiigir ljósir, rauðir. — Steinhringar fyrir dömur og herra. — Hálsmen, armbönd, gull og silfur. — Borðbúnaður, silfur, plett. — Úr fyrir dömur og herra, gull og stál. Tegundir: Marvin, Dames, Tissot, Certina, Etema. Laugavegi 50. — Reykjavík. Fálkinn, 24. tbl. 1960 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.