Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 10

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 10
Til Heklu fyrir 210 árum og I dag ; Þegar Eggert og Bjarni gengu fyrstir manna á Heklu, hafði hún ekki gosið í 70 ár, „og óttast þeir sem i grennd búa, að eldur brjótist úi í henni innan skamms og þá enn ákaflegri en áður“, segir Eggert. Enda kom það fram 1766. Enn gaus Hekla 1845 og síðast 1947, og þau gos breyttu fjallinu mikið. Það er því alls ekki auðvelt fyrir þá, sem ganga á Heklu í dag, að átta sig á lýsingum Eggerts og Sveins. En sá sem fræðast vill um þetta fræga Svona leit Hekla út í augum sir George Mackenzie. Þann 20. júní 1750 gengu tveir frægir tslendingar á Heklu: Bjarni Pálsson, síðar landlæknir, og Eggert Ólafs- son, fyrstir manna. Tuttugu árum síðar kom Uno von Troil, síðar erkibiskup í Uppsölum, á Heklutind (þó getur það ekki talizt víst). En Sveinn Pálsson gekk á tindinn 1793 og aftur 1797. Hekla er orðin allbreytt frá því sem þá var, því síðan hafa orðið tvö stór- gos í sjálfu fjallinu. fjall nú, getur svalað þorsta sínum í hinni frábæru Heklulýsingu Guð- mundar Kjartanssonar (Árbók Ferða- félagsins 1945), sem er ítarlegasta Heklubók, sem út hefur verið gefin. Engin hefur kannað myndunarsögu Heklu betur en Guðmundur. En Hekla var lævís og vanþakklát. Það er líkast og hún hafi gert sér leik að því að biða með síðasta gos- ið til þessa, þangað til bókin um hana var komin út, til þess að reyna að gera hana úrelta. En þar mun koma krókur á móti bragði, og næsta útgáfa Heklubókarinnar kemur út með viðauka eftir Guðmund. Og þeg- ar hafa komið út lýsingar á gosinu 1947, þar á meðal hin ágæta mynda- útgáfa „Eldur í Heklu" með lýsingu dr. Siguröar Þórarinssonar, sem Alm. Bókafélagið gaf út. Nú talar enginn um Heklu sem viðhafnardyr að bústað kölska. En öðruvísi var þetta fyrir 210 árum. Eggert segir svo; „Þegar við vorum komnir að Sel- sundi, kotbæ einum, sem er næsti Nú er liestaréttin undir hrauni. Páll Jónsson tók myndina. bær við Heklu, reyndum við að fá bóndann þar til að vísa okkur leið. Hann var nákunnugur umhverfi fjallsins, en hafði alddrei komið að rótum þess. Almenningur taldi þaö ofdirfsku, að ætla að rannsaka Heklu, og það var fullyrt, að ómögulegt væri að komast upp á fjallið fyrir háskasamlegum leirpyttum, sem væru allstaðar kringum það, þar sem allt væri fullt af rjúkandi og brenn- andi brennisteini. Uppi á fjallinu, var sagt, væru sjóðheitir goshverir og gínandi gjár, sem spúðu eldi og reyk án afláts. Ennfremur var okk- ur sagt, að þar væru undarlegir, svartir fuglar, likastir hröfnum á vöxt, en með járnnefjum, og réðust þeir á alla, sem dirfðust að ganga á fjallið. Hið síðasttalda atriði var gömul bábylja, sem sprottin var af hjátrú þeirri, sem hvílt hefur á fjalli þessum um öll Norðurlönd .... Við spurðum bóndann, hvort hann hefði orðið nokkurs þessa var eða séð eld eða reyk gjósa upp úr fjallinu eða í námunda við það, og kvað hann nei við því. Hins vegar var fylgdar- maður okkar að Selsundi fullur hjá- trúar og imyndunar um þá hluti .... “ Það er skemmst frá að segja, að þeir Bjarni og Eggert komust upp á tindinn á miðnætti, en ekki geta þeir um hvenær þeir lögðu af stað. „Allt var þar kyrrt og ekkert að sjá nema ís og snjó. Þar voru engar gjár né vatnsföll og því síður sjóð- andi hverir, eldur og reykur. Bjart var sem um dag og sáum við víða vegu af fjallinu. Við sáum þaðan alla Austurjökla, og lengst í burtu sást einstakt, ferhyrnt f jall, sem líkt- ist háreistri höll. Sagði bóndinn okk- ur að það væri Herðubreið." ----Þrír merkir menn, sir Joseph Banks, Solander grasafræðingur og Uno von Troil gengu á Heklu 20 ár- um síðar, og í hinni ágætu bók sinni, Islandsbréfum, gortar von Troil af því, að þeir hafi gengið á tindinn fyrstir mennskra manna! Þetta voru bein ósannindi, og jafnvel sennilegt að þeir hafi ekki komizt á tindinn sjálfan, því að ekki lýsir von Troil 10 Falkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.