Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 29

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 29
Hann tók vindlingabréf úr vasan- um. Bauð henni, og þegar hún hristi höfuðið tók hann sér vindling sjálfur. Hún sá að hönd hans titraði lítið eitt, og það var ekki laust við að hún hrósaði sigri yfir því að hafa getað gert honum órótt. — Fyrirgefðu mér, Kata, sagði hann aftur, bljúgur. — Þetta var ekki rétt gert af mér. — Þú átt við að þér hafi reynzt það of auðvelt, hugsaði núh með sér og var sár. — Hins vegar, hélt hann áfram og reyndi að halda sér við málefnið, — var það ekki rétt gert af þér að brigsla mér um að ég væri morðingi. Þessi koss var mátulegur á þig! Hana sveið i hjartaræturnar, sár- ið sem hafði verið farið að gróa, hafði rifnað upp aftur. — Þá hef ég fengið refsingu fyrir það, sagði hún og bætti við: — En eins og þú kannske manst, var það ekki ég, sem nefndi það orð, held- ur þú. — Var það ég? Hann virtist for- viða og bætti svo við, hægt: — Ég geri ráð fyrir að ég hafi fundið þetta orð í huga þínum. Svo horfði hann beint framan i hana, áfellandi: — Hvað kemur þér til að halda þetta, Kata? Hún hikaði um stund, en afréð svo að vera hreinskilin. — Það er líklega eitthvað sem Frank sagði áður en hann fór. Hann hélt, að þú værir ekki vinur hans lengur. Hann kinkaði kolli hægt. — Það er rétt, að okkur var ekki sérlega vel hvorum til annars um tíma, — það kom dálítið fyrir. En við höfð- um jafnað allan okkar ágreining áð- ur en hann hvarf. — En þú hefur ekki annara orð en mín fyrir því. En jafnvel þó við hefðum ekki verið vinir, finnst mér það nokkuð djúpt tekið í árinni að halda því fram að ég hafi myrt hann. Eða hvað finnst þér sjálfri, Kata? — Ég er búin að segja, að það varst þú sjálfur, sem notaðir þetta orð. Rödd hennar var allt í einu orðin skerandi, hún hafði ekki vald á henni lengur. Hann andmælti ekki, en sagði að- eíns: — Hvað sagði Frank um mig? — Hann sagði, að þú værir hættu- legur vinur. Hann sagði... að þú mundir ekki harma þó hann dæi .... Hún tók öndina á lofti. — Og svo dregurðu af þessu álykt- un, sem þú heldur að sé rökrétt, sagði hann gramur og hélt áfram í ákærutón: — En hversvegna þurft- ir þú endilega að trúa öllu, sem hann sagði? Þú vissir, að taugarnar í hon- um voru bilaðar, — að hann vissi stundum ekki hvað hann sagði. Ég kom til Surrey, kvöldið forðum, í þeim erindum eingöngu að biðja þig um að reyna að fá Frank til að fá sér hvíld. Ég bað þig um að reyna að afstýra því, að hann færi til Ástr- alíu. Ef ég hefði viljað hann feigan — eins og þú virðist halda — heid- urðu að ég hefði komið þá? Hún íhugaði orð hans. — Nei, þú hefðir ekki gert það. —- Þú hefur ekki aðeins verið órök- föst, heldur viljað hefna þín á mér, sagði hann. — Þú heldur, að ég hafi svikið þig og þessvegna ertu fús til að trúa öllu því versta um mig. — Já, sagði hún hryssingslega. — Ég geri ráð fyrir, að samhengið sé það, að ég var hryggbrotin, og haga mér því eins og hryggbrotið fólk er vant að gera. En ég gerði mér það ekki ljóst .... Hún gat ekki við það ráðið — henni brást röddin. — Kata, elsku Kata! Mikið skrímsli get ég verið. Hann reyndi að taka utan um hana og draga hana að sér, en hún ýtti honum frá sér. — Nei, Adrian, nei! Svo sagði hún: — Ég veit ekki hvað kom yfir mig .... þegar ég lét þig kyssa mig .... — Eigum við ekki að kalla það augnabliks veikleika — sem kemur yfir okkur öll við og við. Hún hló beisk. — Ég er hætt að finna til þess. Ég er hætt að setja það fyrir mig, að þú elskar mig ekki. Ég hef fundið frið og samræmi... En hún hefði getað skellihiegið að sínum eigin orð- um, því að þessa stundina var frið- ur og samræmi langt burtu frá henni. — Þú mátt ekki tala svona, Kata! Þér skjátlast hrapallega. Ég elska þig! Ég sagði þér það kvöldið forð- um, heima í Englandi, að ég elskaði þig. Og ég hef ekki breyzt .... Rödd- in var hrjúf og kvalin. En þú elskar mig ekki nóg, hugs- aði hún með sér. Þú villt ekki gift- ast mér. En röddin var mildari, er hún svaraði: — Vertu ekki órólegur, Adrian. Ég skil allt, og þetta særir mig ekki framar. — Þú skilur alls ekki! Bara að þú gerðir það. Röddin var eins og neyð- aróp. Hún hreyfði höndina til að taka í hönd hans. Hún fann að honum leið mjög illa og hana langaði af heil- um hug að hugga hann. Þetta var einkennilegt .... hún vildi hugga hann af því að hann elskaði hana ekki nógu heitt! Hann fleygði frá sér hálfreyktum vindlingnum og rétti úr sér, eins og hann ætti að vinna ógeðfellt verk. — Þú segist hafa fundið frið og samræmi — áttu við hamingju, Kata? Er það dr. Williams að þakka? Metnaðurinn vaknaði, svo að hún sagði: — Ja, hver veit... — Hann er sjálfsagt bezti maður. Mér þykir gott, að þér líkar vel við hann .... Hann sagði þetta stirð- busalega. Hann beygði sig fram og ætlaði að halda áfram. — Fellur pér vel við hann? spurði hún. — Fellur við? sagði hann þurrlega. — Láttu ekki eins og kjáni, Kata. Ég hata hann! Hann þrýsti á ræsir- inn. — Og nú höfum við bæði leyst frá skjóðunni og getum ekið heim aftur. Það var komin nótt. Mjúkt, grátt myrkur umlukti þau, er þau brun- uðu fram veginn. Loftið var svalt og hressandi. Þau töluðust ekki við fyrr en þau voru komin inn í bæinn. — Hefurðu beygt þig fyrir þeirri staðreynd, að Frank er horfinn, eða hugsar þú þér enn að hafast eitthvað að út af því? spurði hann loksins. — Ég hef alls ekki látið hugfall- ast, sagði hún hvasst. — Og ætla mér aldrei að gera það, fyrr en ég fæ öruggar sannanir fyrir .... að hann sé dáinn. — En hvers heldur þú að þú getir orðið visari, hérna i Balgoola? spurði hann lágt. — Og hvemig ætlar þú þér að komast að meiru en aðrir vita? — Ég finn, að skýringin á þessu er hérna, svaraði hún. — Hvað svo sem komið hefur fyrir úti í eyði- mörkinni, þegar þið urðuð að lenda, þá er ég viss um að þetta hefur byrj- að hérna í Balgoola. Ég er sfaðráðin í að leita og finna spor, sem nægt er að rekja. Ég óska af heilum hug, að þú vildir hætta við það, Kata, sagði hann á- hyggjufullur. — Geturðu ekki treyst því, sem ég segi, að allar leiðir hafi verið reyndar? Ég geri allt, sem I minu valdi stendur — trúirðu mér ekki, þegar ég segi það? Hún svaraði ekki. Hann hélt áfram hásróma: — Þú trúir mér ekki ? — Ég .... mig langar til að reyna að trúa þér, Adrian, en ég veit að ég verð að hafast eitthvað að sjálf. Finnst þér eðlilegt, að ég sé hér í bænum og sitji auðum höndum? — Nei, það finnst mér ekki, en samt óska ég þess að þú létir það ógert. — Viltu, að ég láti það ógert? spurði hún tortryggin. Nokkur stund leið þangað til hann svaraði. — Ég held að þú sért að leika þér að eldinum, Kata, sagði hann loks. — Það getur orðið þér hættulegt. Ég vil, að þú látir málið kyrrt liggja fyrst um sinn, eða að þú að minnsta kosti felir mér eftirgrennslanirnar. Ég geri allt, sem ég get til að hjálpa þér og til að hjálpa Frank — ef það er þá mögulegt að hjálpa honum. Nú varð aftur þögn. (Framh.) Fálkinnt 24. tbl. 1960 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.