Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 8
var sem fulltrúi hins kunna rithöf- unda- og blaðamannafélags „Public- istklubben" í Stokkhólmi. Hinn var frá Ferslewsblöðunum í Kaupmanna- höfn og verður hans getið síðar, en þó ekki að góðu. Flestir voru blaðamennirnir frá Norðurlöndum. Komu þeir með „Hel- lig Olav", sem þingmenn Norðurlanda höfðu leigt sameiginlega til Islands- ferðarinnar, en margt var þar ann- ara farþega. Sumir þessara manna urðu siðar nafnkunnir. Skal þar fyrst telja skáldið Nordahl Grieg, sem „Tid- ens Tegn“ i Osló sendi hingað. Frá dönsku „Politiken" kom duglegasti maðurinn i hópnum, „storreporteren" Sven Tillge Rasmussen, sem nú er aðalritstjóri þess blaðs, og frá „Ber- lingske Tidende" gamalkunnur Is- landsfari, Svein Poulsen aðalritstjóri. Hann var eini blaðamaðurinn, sem hafði verið hér við konungskomuna 1907 og upp úr þeirri ferð gerðist hann jarðeigandi hér og keypti höf- uðbólið Bræðratungu. Poulsen var orðinn gamall og ekki eins fljótur í vöfunum og hinir yngri keppinautar hans, og ef ég man rétt kom hann ekki nema 80 orðum I skeytum frá sér fyrsta daginn. En hér var líka Lauritz Ritzau forstöðumaður Ritz- aus Bureau, og hann sendi mikið. Sömuleiðis tíðindamaður vinstriblað- anna dönsku. Tillge Rasmussen ætlaði auðsjáan- lega ekki að láta snúa á sig. Hann hafði símað mér og beðið um að út- vega sér mann á mótorhjóli til þess að þjóta með skeytin sín frá Þing- völlum til Reykjavíkur. Ég svaraði honum því, að það gerði ég ekki, vegna þess að mér finndist það óheið- arleg samkeppni, og enda þarflaus, því að símskeyti frá Þingvöllum yrðu send með bíl frá Þingvöllum til Reykjavíkur ef símasambandið milli þessara staða annaði þeim ekki. Auk þess gæti svona „hraðboði" valdið truflun á umferðinni og jafnvel slys- um. En ekki nægði honum þetta. Hann leigði sér, í sambandi við Nor- dal Grieg flugvél til þess að komast á milli fyrsta hátíðardaginn. En það var annað, sem hann gat ekki ráðið við. Landssímastjóri hafði gert ráð- stafanir til að senda skeyti loftleiðis til útlanda, því að sæsíminn nægði ekki. En þennan dag voru óvenju- lega miklar truflanir, svo að illa gekk að koma skeytum loftsins vegu. Frið- björn heitinn Aðalsteinsson og þeir samverkamenn hans á Melastöðinni voru ekki öfundsverðir menn þann daginn. — — Af enskum blaðamönnum minnist ég einkum tveggja. Annar var capt. Taprell Dorling, sendur af „The Tirnes" og hinn Kingsley Mar- tin frá „New Stateman". Capt. Dor- ling varð síðar kunnur fyrir stríðs- fræðibækur, er hann gaf út undir dulnefninu „Tafrail", en Kingsley Martin er enn i miklu áliti sem blaða- maður. Hefur hann m. a. starfað fyr- ir „British Council" og fyrir nokkru var hann hér á ferð. Ensku blaða- mennirnir komu sumir með herskip- inu „Rodney", ásamt opinberu full- trúunum. Frakkar sendu einnig her- skip með sina fulltrúa. „PRIMA VANDRÆÐAGRIPUR". Opinberu gestirnir héldu til Þing- valla síðdegis daginn fyrir hátíðina. Var bifreiðunum skipað í röð eftir Pósthússtræti og Kirkjustræti og þær tölusettar. Nr. 1 stóð rétt fyrir norð- an Hótel Borg, en siðasti gestabíllinn var vesturundir húsi Kr. Ó. Þorgríms- sonar i Kirkjustræti. Þá tók við röð blaðamannabifreiðanna, sem náði Kirkjustrætið á enda. Þessir bílar voru auðkenndir með orðinu „Pressa" og tölusettir eins og hinir. Hver blaðamaður hafði farmiða með árit- uðu númeri bílsins, sem hann átti að sitja í. Áður en nokkur opinberu gestanna var kominn í sinn bíl, sást maður einn seztur inn í fyrsta fulltrúabíl- inn. Það var blaðamaðurinn, sem fyrstur hafði komið hingað ásamt dr. Nygren. Fangamark þessa manns var E. B. og hann hafði m. a. notað dvölina fyrir hátíðina til þess að heimsækja Morgunblaðið og segja því hver hann væri. Birti blaðið smá- klausu um þennan fræga mann, sem kvaðst vera dr. juris, en það þykir finasta doktorsnafnbótin í Danmörku og víðar. En aldrei mun hann hafa lokið embættisprófi í lögum, hvað þá meira. Við strákarnir á „Pressunni" kölluðum hann alltaf „DrEB“ eftir þetta. Nú var honum bent á, þama sem hann sat í bílnum, að þessi bíll væri ætlaður Newton lávarði, fulltrúa House of Lords, en blaðamannabíla- röðin byrjaði vestur í Kirkjustræti. Ærðist hann þá og jós skömmum yfir Vilhj. Þ. Gíslason, sem þá var for- maður Blaðamannafélagsins, en ég flýði í var á meðan. Ég fékk mína góflu síðar um kvöldið, nfl. þegar ég var að visa blaðamönnunum á tjald- staði þeirra á Þingvallatúni. Þá kom það upp úr dúrnum að nokkur tjöld voru horfin úr númeraröðinni, höfðu verið tekin traustataki af öðrum og flutt burt. Ég flýtti mér í Valhöll til þess að ná í framkvæmdastjórann og var svo heppinn að mæta honum og Haraldi heitnum Árnasyni á brúnni. Haraldur sá um allan útbúnað handa gestunum af sinni alkunni smekk- vísi. Og aldrei gleymi ég því, hve mér létti, þegar Kjaran kallaði samstund- is á nokkra skáta og vísaði þeim á nokkur tjöld, sem höfðu verið geymd til vara. Skátarnir voru fljótir að tjalda, en á meðan lét DrEB þannig, að ýmsum fannst óhjákvæmilegt að setja hann í járn. En þau höfðum við þvi miður engin. Nóttin var köld og margir sváfu illa á beddunum og undir hermanna- voðunum, sem alls ekki voru neinar værðarvoðir. Um morguninn var DrEB farinn að dasast. Tjaldnautur hans sagði, að hann hefði ólmast og ragnað alla nóttina. Svo að maður ljúki sögunni um DrEB, skal þess getið, að það var hann, sem sendi um kvöldið lyga- fregnina til Khafnar um að allt væri komið á kaf í snjó á Þingvöllum. — Kvöldið, sem „Hellig Oiav“ fór frá Reykjavík eftir hátíðina, vorum við ýmsir islenzkir blaðamenn þar um borð til að kveðja skandinavisku kollegana. Þar var DrEB og virtist mjög ánægður með sjálfan sig eins og fyrr. Ber þá að Lauritz Ritzau fréttastofustjóra. Hann víkur sér að DrEB og segir: „Vitið þér hvað ég ætla að segja ritstjóranum yðar, þeg- ar við komum heim?“ Nú hækkaði brúnin á DrEB, því auðsjáanlega hélt hann að þetta yrðu einhver komplíment. En Ritzau segir og glott- ir neyðarlega: „Ég ætla að segja hon- um, að hann megi aldrei senda yður lengra en til — Hellerup!" — Þetta finnst mér eitt versta kjaftshögg, sem ég hef nokkurn tíma vitað blaða- mann fá. En DrEB var vel að því kominn. Meira í næsta blaöi. ☆ Peningamont Arnaud Clerc, gimsteinakaupmað- ur í Paris, hefur marga skrítna við- skiptavini. Verzlun hans er heims- fræg, og þegar auðkýfingar, sem ekki vita hvað þeir eiga að gera við peningana sína, verða að fá aðstoð til þess, snúa þeir sér til hans. Ný- lega kom til hans sendimaður írá arabiska sheiknum Abdullah al Za- wir og pantaði hjá honum demants- umgerð um falskar tennur. Zawir langaði til eignast dýrustu gerfitenn- ur í heimi. Clerc kvað engin vand- kvæði vera á því. Tannsmiður í Ye- men var látinn smiða tennurnar og Clerc tók að sér að setja dementana í þær. En honum þótti vissara að láta greiða andvirðið fyrirfram, en það var 2000 sterlingspund á hverja tönn. Clerc er nefnilega orðinn var- kár gagnvart austurlandahöfðingjum síðan Farúk egypzki pantaði einu sinni hjá honum dýrasta og minnsta úr veraldar og neitaði svo að borga það. Skiptavinir Clercs eru einkum fólk, sem er í vandræðum með að koma peningum sinum í lóg. Amerískur milljónamæringur kom til hans fyrir skömmu og lét hann smíða stafina í nafnið sitt úr gulli og platínu, tals- vert stóra stafi, og i tveimur eintök- um, því að nafnið átti að standa á báðum hliðum bezta bilsins hans. Hver stafur kostaði 2500 pund. Frú ein frá Suður-Ameriku pantaði tvö Y, sem átti að festa á skóhælana hennar. Þau voru i platínu-umgerð og kostaðu 270 pund hvort. Olíukóng- arnir arabísku eru þó beztu skipta- vinir Clercs. Fyrir tveimur árum pantaði Bin-Jasin al Thani gullúr handa öllum konunum sínum, — en þær voru 56, — en varð að panta við- bót nokkru síðar, því að þá voru konurnar orðnar 86. Tvennskonar gerð var á úrunum, gullkassinn var þykkari á þeim, sem úrvalskonurnar áttu að fá. Clerc seldi frönskum manni fjögra þumlunga langan sjálfblekung úr platínu, alsettan demöntum. Og frú ein frá Suður-Ameríku keypti hjá honum ofurlitið úr, greypt í 6 karata demant. Úrið var svo lítið, að ekki var hægt að sjá vísirana á því nema í stækkunargleri. 8 Fálkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.