Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 21

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 21
Blússan á að vera utan á pilsinu 2 af þessum 3 blússum eru úr munstruðu silki og liggja lausar ut- an á pilsinu, eins og tízkufrömuðir I París segja fyrir núna. En flestum fellur betur að hafa blússuna innan undir pilsinu og þeim til ánægju er hér sýnd ein slík blússa. Hún er með hnýttum „sjalkraga" og belti úr sjálfu efninu. Kaka og ábætir til helgarinnar Súkkulaðikaka, 75 g smjörlíki 75 g sykur 75 g ljóst síróp 2 egg 75 g súkkulaði eða 2 msk. kakaó + 2 msk. vatn 125 g hveiti Vz tsk. salt V2 dl mjólk. Smjörlíki og sykur hrært, þar til það er létt og ljóst. Sírópinu og eggj- unum hrært saman við. Súkkulaðið brætt við gufu, kælt dálítið, hrært í deigið. Hveiti, lyftidufti og salti sáldrað saman, hrært í deigið ásamt mjólkinni. Deigið sett í smurt, brauð- mylsnustráð tertumót. Bakað við 200° i nál. 40 mín. Kakan tekin úr mót- inu, meðan hún er volg. Klofin í 3 hluta með tvinna. Lögð saman með kremi. Kremið: 2 egg 3 msk. sykur 1 msk. maizenamjöl 2Va dl mjólk 50 g súkkulaði 2 tsk. kakaó. Eggin þeytt með sykri. Maizenamjöl- inu hrært saman við. Mjólk, súkku- laði og kakaó hitað, hellt varlega út í eggjahræruna. Hellt í pottinn aftur, hrært stöðugt í, þar til krem- ið fer að þykkna. Kremið kælt og í það blandað 1 dl af þeyttum rjóma, áður en kakan er lögð saman. Rabarbarakaka í skál. % kg rabarbari Nál. 200 g sykur % tsk. vanillusykur V2 1 rifið brauð 60 g sykur 35 g smjörlíki 2 V-2 dl rjómi V2 tsk vanilla. Rabarbari og sykur soðið í mauk. Brúnið brauðmylsnuna á pönnu á- samt sykrinum og smjörlíkinu. Hrær- ið stöðugt i, svo að ekki brenni, — hellt á fat, kælt. Leggið brauðmylsnu og rabarbara til skiptis í skál, Brauð- mylsna á að vera efst og neðst. Skreytt með þeyttum rjóma. Kjól-svunta ja-par Varla getur telpusvunta verið ein- faldari en þessi: Kaupið 50 sm af 90 sm breiðu bóm- ullarefni. Faldið 2 sm upp á aðra langhliðina, hálsmálið, og dragið band í gt'gn. Hin langhliðin földuð upp, svo síddin verði hæfileg. Teikn- ið fyrir ermagötum (með undirskál) 10 sm frá efri brúninni og bryddið þau með skábandi. Ef ætlunin er að nota þetta snið á kjól, er bakið saumað saman. Saum- ið 1 eða 2 vasa á kjólinn. Auk þess er hægt að skreyta hann með því að sauma blúndu í hálsmálið og framan á ermarnar. JBezta hlíföin fyviv hendtivnav: það er gott að bera NIVEA-smyrsl á hendurnar að loknum þvotti eða uppþvotti, en þó er enn j betra aö nota þau dður en verkið er hafið. það er þyðingarmest að veita höndunum vernd gegn sdpu og þvottaefni. Með því móti verða þser jafnan fallegar. þó mó með sanni segja: Fálkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.