Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 5

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 5
sótt. Ég fékk leyfi til að fara ofan í Miðbæ, en þó með því skilyrði, að ég hefði trefil bundinn um eyrun. Já, hann gat verið strangur hann Thoroddsen læknir, skal ég segja þér. Nú jæja, ég fer ofan í bæ til að skoða aðkomufólkið, en þegar ég nálgaðist það greip það einhver óstjórnleg hræðsla. f þá daga voru útlendingar hræddir við holdsveiki, sem þeir héldu að væri landlæg hér. Til þess að forðast smitun köstuðu þeir smá- peningum eins langt frá sér og þeir gátu, þeir vissu sem var, að ég mundi elta þá. Við höfum nfl. alltaf verið ginkeyptir fyrir valútunni, fslending- ar. Um kvöldið, er ég kom heim, var ég með alla vasa fulla af þýzkri smámynt. Því miður var þetta síðasta skemmtiskipið, sem kom hingað um- rætt sumar. — Og næsta sumar hefur hettu- sóttin verið bötnuð? — Já, vitanlega. En ég átti trefil og hann gerði sitt gagn. — Margt hefur nú verið braskað. — O, jæja. En nú skal ég segja þér sögu af þvi, þegar Hans Hátign Friðrik áttundi gaf mér túkallinn. — Það verður fróðlegt að heyra. — Eins og þú veizt kom blessaður öðlingurinn til fslands 1907. Þá var ég sex ára. Einn bjartan og fagran sólskinsdag kom Hátignin upp Geirs- brekkuna í fylgd með Hallgrimi heitnum Sveinssyni biskupi. Leik- bræður mínir, sem flestir voru nokkru eldri en ég, nörruðu mig til að fara í veg fyrir höfðingjana og segja við Hátignina: „Er denne mand konge?" Ég var svo leiðitamur, að ég fór að ráðum piltanna. Ég held, að þeir hafi gert ráð fyrir að ég yrði að minnsta kosti skammaður, ef ekki flengdur. En það varð nú eitthvað annað, maður. Blessaður kongurinn tók mér brosandi, fór ofan i vasa sinn, tók upp skínandi túkall og gaf mér. — Og þú átt líkiega peninginn enn? — Nei, vinur minn. Það var hlaup- ið með valútuna eins og fætur tog- uðu niður í Aðalstræti; þar rak okk- ar ágæta leikkona Gunnþórunn Hall- dórsdóttir þá sælgætisverzlun — og keypt gott fyrir konungsins fé. En sagan er ekki alveg búin. Þegar bless- uð Hátignin var horfin heim til ætt- jarðar sinnar, þá datt okkur í hug að reyna „trickið" á innbornum mönn- um... — Og hvernig gekk það? — Alveg devillega, maður. Þá komu óbotnandi skammir og að lok- um hótaði skapillur Austurbæingur, sem var eitthvað að draga sig eftir stelpu í landhelgi okkar Vesturbæ- inga, að kæra okkur fyrir Valda pól, og þá hættum við öllum frekari fjár- öflunartilraunum. — Hann hefur gert ykkur slæman grikk, þessi Austurbæingur. — Hætt er nú við. En við náðum okkur niðri á honum. Þegar fór að skyggja veittum við honum eftirför, og sáum að svermeríið hans bjó í litlu húsi við Nýlendugötuna. Biðill- inn kallaði á ástmeyna sína með því að flauta lag-stubb fyrir utan hjá henni, og þá kom diggan út. Við lærð- um stubbinn og flautuðum hann fyrir utan glugga telpunnar i tíma og ó- tíma. 1 fyrstu var stelpugreyið á sí- felldum þönum að hlaupa út og inn, en varð svo þreytt á blekkingunni og hætti jafnvel að gegna hljóðmerkjum hins elskandi trúbadúrs, og heila klabbið fór i hundana. — Þetta er nú allt gott og blessað, en eiginlega ætlaði ég fyrst og fremst að rabba við þig um leiklistina. — Ekki núna, elsku vinur, — ein- hvern tíma seinna. Það á ekki við að tala um leiklist í glaðasólskini um hásumarið, þó að nú sé leikið um allt land nema í Reykjavík og Kópavogi. Það verður að bíða betri tima, Tobbi minn. Tobías. Rabbað við lesandann Fálkinn þakkar vinsamlegar mót- tökur fyrsta blaðsins í nýja forminu. Margir hafa hringt til okkar og flest- ir til að láta ánægju í ljós yfir breyt- ingunni. Þó ekki allir. Sumum finnst letrið of þétt og smátt, og getur blað- ið fallist á, að þeir hafi nokkuð til síns máls, en væntir þess að flestir venjist þéttara letri en var á gamla Fálkanum. Eitt vill ritstjórn blaðsins afsaka, eigi aðeins við lesendurna, heldur sér- staklega við höfund ljósmyndarinnar á forsíðu síðasta blaðs, prentmynda- gerðina og prentara kápunnar. Mynd- in af Seljalandsfossi varð ekki nema svipur hjá sjón, þrátt fyrir ágætt verk allra þessar þriggja aðilja. Það er pappírnum að kenna, að árangur- inn varð ekki betri en raun ber vitni. Væntir blaðið þess, að geta fengið betri pappír i kápuna áður en fleiri góðar litmyndir verða birtar á for- síðunni. Einstaka lesandi hefur látið í ljós óánægju yfir breytingunni. Við von- um, að sú óánægja hverfi von bráð- ar, en viljum benda á, að allt það efni gamla Fálkans, sem vinsælast var, er og verður framvegis í blað- inu, svo sem litla sagan, mynda- grein um útlent efni, framhaldssgan o. s. frv. — Okkur hafa borizt kvart- anir yfir að krossgátan í síðasta blaði sé of lítil um sig og skýring- arnar þessvegna ógreinilegar. Þetta er á rökum byggt, og verður gátan þessvegna stærri framvegis. Sendið okkur línu, ef þið viljið gefa blaðinu góð ráð og bendingar. Það er vel þegið. Fálkinn mun reyna að gera sitt Itrasta til þess að fullnægja öllum sanngjörnum kröfum af hálfu lesendanna. Ritstjórinn. RITSAFN 'Juc/i Itontlun ÍSAFOLD Fálkinn, 24. tbl. 1960 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.