Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 11
honum neitt. Þá hafði Hekla gosið sex árum áður. Sveinn Pálsson gekk á Heklu 27. ágúst 1793, eftir að hafa orðið frá að hverfa tvivegis áður. Lýsing hans er glögg og vandvirknisleg, svo sem vænta mátti, en hann var óheppinn með veður. Hann tekur mikið af steinasýnishornum, mælir hæð f jalls- ins með loftvog og kemst að þeirri niðurstöðu, að Hekla sé 5034 fet. Sveinn gekk frá Selsundi og var kominn upp á tind laust fyrir há- degi. Fór hann riðandi svo langt sem komizt varð, en hélt síðan áfram gangandi og lét íylgdarmennina bíða. Ekki þóttist Sveinn hafa haft nægi- legt gagn af þessari ferð, því fjór- um árum síðar, 21. ágúst 1797, er hann kominn að Selsundi ásamt Þórði Skúlasyni Thorlacius, síðar sýslu- manni og héraðsritara, sem þá var ungur maður. Komu þeir frá Geysi. „Við riðum eins langt og unnt var, en bundum síðan hestana saman of- an við svonefndar Rauðöldur, svo sem venja er til,“ segir Sveinn og heldur svo áfram: „Kl. 3 vorum við komnir upp á fyrsta hjalla Heklu sjálfrar, og rann þar dálítill leysing- arvatnslækur, er smakkaðist okkur nú betur en dýrasta vín. Hitamælir- inn féll úr 10 í 1M> stig, er honum var stungið ofan í vatn þetta. Loks komum við á hátindinn kl. 4%. En sá munur, að koma þangað nú í bjart- viðri og logni móts við 1793 I snjó- muggu og hvassviðri! Að vísu var degi nú tekið að halla og komið vest- ankul, sem rak stöku skýhnoðra yfir fjallstindinn, og sveipaði um okkur illúðlegri þoku, en hitinn var samt 4% ennþá. Við drukkum harla kátir skál Heklu og allra fjarstaddra vina I frönsku brennivini og tókum síðan að skoða það, sem fyrir augun bar. Urðu þá fyrst fyrir hinir þrír há- tindar fjallsins. Af þeim er miðtind- urinn og suðvestasti tindurinn jafn- háir, en nyrsti og austasti tindurinn lægstur. Allir eru þeir úr hraunmöl og gjallmylsnu, en skálmyndaður gigur í hverjum um sig .... Virðist miðhnúkur þessi vetra sá, er síðast gaus (1766).“ Segja má, að hindurvitnasögurnar hafi fengið banasárið með Heklu- ferðum Sveins Pálssonar. Þær voru að vísu sagðar löngu eftir hans daga, en þá sem lygasögur. En illan bifur hefur fólk haft á Heklu fram á þenn- an dag, þ.e.a.s. nágrannarnir, sem daglega hafa fyrir augum hraun- rennslin og vikurgárana frá þessu fræga eldfjalli. Alla síðustu öld gerður innlendir menn lítið að þvi að ganga á Heklu. En útlendingar komu þangað á nær hverju sumri, er líða tók á öldina. Þorgrimur heitinn Guðmundsen og Stefán Stefánsson eiga margar Heklugöngur að baki sér. Með tilkomu Ferðafélagsins, 1927, færast Heklugöngur Islendinga mjög i vöxt. Eftir að bílasamgöngur hóf- ust, var hægt að komast á Heklu með því að fara úr Reykjavík um miðjan laugardag, gista á Galtalæk, ríða þaðan i býtið á sunnudagsmorgni upp í Hestarétt og ganga þaðan upp Sprengibrekku á Öxlina, en þaðan var hægur aflíðandi upp að tindun- um. Var talin hæg ganga frá Hesta- rétt upp á tind á 3 tímum. Svo kom gosið 1947 og tók af gömlu leiðina. Þar sem áður var hestaréttin er nú hraunstorka, þrett- án ára gömul, og nær alla leið nið- ur undir Næfurholt. Og niður Sprengi- brekkuna svonefndu (ekki veit ég, hvort það nafn á nokkurn sögulegan rétt á sér) rann vorið 1947 eldfoss sá, sem geymist á mörgum ágætum myndum frá siðasta gosi. Það kvað vera illfært eða ófært að ganga á Heklu nálægt gömlu alfaraleiðinni. Hins vegar er hægt að komast á jeppum upp undir Bjalla og ganga á Heklutind frá Litlu-Heklu. Það er styzta leiðin, sem völ er á nú, en brekkan er brött og erfið, svo að ráðlegt er að fara rólega en gana ekki af stað í þá göngu. Líka má Kjaftvíöagil og Hekla fyrir gosiö 19Jf7. Þorst. Jósepsson tók myndina. aka Landmannaleið alla leið að Vala- hnúk,í og er þá gengið beint í suður og er það hægari leið, en miklu lengri. Og loks má aka alla leið austur að Krakatindi og ganga á Heklutind að norðaustan, en sú leið er lang- lengst. — Þarflegt væri að gefa út örstutta lýsingu með teikningu af þeim leiðum, sem nú eru farnar á Heklutind; það mundi spara mörg- um tíma og leiðindi. Hvað er að sjá af Heklutindi? Hvert er erindið, umfram það að geta sagt, að maður hafi verið þar? Það skal játað, að ef skyggni er ekki nema sæmilegt, er meira gaman að ganga á ýmsa lægri tinda í nágrenn- inu, svo sem Þríhyrning eða Búrfell. Því að hið nálægasta umhverfi Heklu ber menjar hennar eigin athafna, — það er gróðurlaust hraunrennsli, gjallhólar og vikuraska, en gigarnir eru vitanlega ávallt eftirtektarverð- ir, þó þeir séu orðnir kaldir. En í góöu skyggni er fróðlegur unaður að standa „á tindi Heklu hám“, því að þaðan sér yfir meiri hluta lands- ins. í austri blasa við Suðurjöklamir og Vatnajökull, norðar Herðubreið og í norðri Hofs- og Langjökull og norðurlandsfjöllin. Og sunnanvert við Skarðsheiði grillir í Snæíells- jökul. Athugull ferðamaður finnur á þess- um stað, að „mjög þarf nú að mörgu að hyggja", eins og Jónas Hallgríms- son þurfti í Skjaldbreiðarferðinni. Og finni hann það, þá verður hon- um að lokinni Heklugöngunni það meira virði að hafa fengið gott skyggni á Heklu en að geta sagt: „Ég hef gengið á Heklu." ☆ „CALL THE DOCTOR" heitir bók eftir dr. Ernest S. Tur- ner og segir ýmsan fróðleik um lækn- islistina á miðöldum. Þar eru m. a. ýms ráð, sem gamall læknir á 13. öld gaf ungu læknunum. „Hygginn læknir stelur aldrei frá sjúklingum sínum, er hann kemur i sjúkravitj- un,“ segir þarna á einum stað. „Vek- ið aðdáun sjúklingsins með því að segja honum hvað að honum sé, áður en þér byrjið að rannsaka hann,“ er annað ráðið. „Segið alltaf vanda- mönnum, að sjúklingurinn sé mjög hættulega veikur. Ef honum batnar, verðið þér álitinn duglegur læknir, en ef hann hrekkur upp af. er það af því að sjúkdómurinn taldist ólækn- andi.“ ★ FÉKK KAMPAVÍN OG KÆRÐI SAMT. Amerískt vöruhús hafði afráðið að sýna skiptavini nr. 1.000.000 sérstak- an heiður. Þetta var kona. Þegar hún kom inn í verzlunina, tóku eig- endurnir á móti henni, buðu henni inn í skrifstofuna, og þar var kampa- vín á boðstólum og fallegar ræður haldnar. Var athöfnin kvikmynduð fyrir bíóin og sjónvarpið. Þegar at- höfninni lauk, hélt frúin áfram og lauk erindinu. En það var: að kæra yfir slæmri afgreiðslu. Fálkinn, 24. tbl. 1960 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.