Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 19

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 19
í ofboöi voru grafin ný göng ofan í námuna til aö reyna að bjarga manns- lífum. En þaö var of seint. klukkan væri bráðum að verða Ijög- ur, svo að það gilti einu hvort ég liti eftir þessu eða ekki. — Allt í lagi, sagði ég. — En þetta tekur aðeins eina mínútu. OG EIN MlNÚTA VAR EFTIR. Mér þótti vænt um mág minn. Öll- um þótti vænt um hann. Hann var alltaf nærgætinn og vinalegur. Við þarna í Coalbrook kölluðum hann Jólasveininn, því að hann átti alltaf eitthvað til að gefa krökkunum og öllum umrenningunum, sem komu í þorpið. Stundum fékk hann skæting fyrir þetta hjá konunni sinni — þ.e. a.s. systur minni. En þessi sex feta risi með ljósa hárið hélt góðgerða- starfseminni áfram, eigi að siður. Okkur þótti öllum vænt um hann, bæði svörtum og hvítum. Það er það bezta, sem hægt er að segja um hann — núna. Þrjátíu sekúndur. Ég gekk fram hjá 8—9 basútó- negrum, sem voru að moka kolum á vagnana, og nú fann ég að hreyf- ing var komin á bergið. Það var líkast og titringur kæmi í jörðina, og ég heyrði einhvern hrópa, að hætta væri á ferðum. „Ingozi“. Nokkrir svertingjar hlupu fram hjá. Nú skalf fjallið og nötraði, og allt í einu varð sprenging, allt í kringum mig. Ég tókst hátt á loft — þó ég sé 100 kg þungur, og slengd- ist upp að timburþilinu í einu afhýs- inu, en þar höfðu styrktarstaurar verið reknir undir loftið. Svo heyrð- ist þrumuskruðningur — og 800 smá- lestir af grjóti hrundu og fylltu námu- göngin. Sterkur hvinur heyrðist í göngun- um. Mér datt í hug „tunnelarnir", sem þeir nota til að prófa hraða módelflugvéla í. Hljóðið var eins. Ég hafði fengið högg á höfuðið og studdi mig við staur. Á næstu sek- úndu rakst höfuðið á mér upp í loft- ið, þrem metrum fyrir ofan mig. Ósjálfrátt ríghélt ég mér við st-aur- inn með hægri hendi og krosslagði fæturna utan um hann, alveg eins og api. Klukkan var slegin. Deginum var lokið. Stormgusa þaut gegnum göngin, blindaði mig með koladusti, sem fyllti á mér vitin og komst alla leið ofan í lungu. Ég var í hálfgerðu roti, en fann að gangurinn hrundi hægra megin við mig og grjótkastið lenti á hryggnum go herðunum á mér. Drunurnar ætluðu að æra mig. Ég var að missa meðvitundina, en samt hélt ég mér dauðahaldi um staurinn. MILLI HEIMS OG HELJU. Stormrokurnar komu af hruninu í ganginum. Þær linuöustu smátt og smátt, en drunurnar héldu áfram. Allt var svart og fullt af kolaryki. Ég var grafinn í grjóti og mylsnu upp að mitti. Lungun hrópuðu á loft, ég gat ekkert séð og ekki hreyft fæturna. Ég heyrði einhvern kveina á zúlú-máli: „Ukuzisa! Ukuzisa!" — Hjálp! Hjálp! Þú verður að komast héðan, sagði ég við sjálfan mig. Komast héðan áður en göngin falla alveg saman! Svo sleppi ég takinu á staurnum, sem hafði bjargað mér frá bráðum bana. Ef ég hefði ekki ríghaldið um hann, mundi stormhviðan hafa slengt mér á grjótið og lamið mig í hel. Nú sat ég á steinum og reyndi að draga að mér hægri fótinn, en hann var fastur. Svo reyndi ég vinstri fótinn. Hann var lika fastur. Angistin yfirbugaði mig — ég veit ekki hve lengi. Svitinn bogaði af mér, inn I augun og munninn, og ég tautaði skjálfandi við sjáfan mig: — Vertu rólegur! Hertu upp hugann. Grafðu frá fótunum á þér. Ég fann gólfið undir mér hristast, og enn ætlaði skruðningurinn að gera mig vitlausan. Ég óttaðist að verða grafinn lifandi þá og þegar. Ég reyndi að toga í steinana, sem þrengdu að fótunum á mér og skeytti ekkert um þótt ég rifi fingurna til blóðs, bryti á mér neglurnar og risp- aðist á handleggjunum. Og alltaf heyrði ég kveinin í deyjandi mann- inum, sem var þarna skammt frá mér í myrkrinu. Ég reyndi að kalla til hans: — Biddu — ég kem bráð- um! Ég henti steinunum frá mér i all- ar áttir. Ég hafði svo miklar kvalir í fótunum, að mér fannst þeir vera brotnir á mörgum stöðum. Mig svim- aði og ég hafði hellu fyrir eyrunum og vissi varla hvað ég gerði. Og mér fannst ég mundi ekki eiga nema nokkrar sekúndur ólifaðar. Sviminn hefur líklega stafað af gasinu í loft- inu. BARÁTTAN VIÐ DAUÐANN. Rödd í myrkrinu. Einhver, sem jós úr sér formælingum og bænum til guðs á víxl, sumpart á zúlú-máli, sumpart á búa-máli. En eftir nokkra stund varð mér ljóst, að þetta var mín eigin rödd. Nú hafði ég losað grjótið frá hægri fætinum niður að ökla, en sjálfur fóturinn var enn skorðaður undir steini, sem mun hafa vegið 6—7 kíló. Steinninn var skorð- aður við staurinn.. Loks sá ég, að ef ég gæti losað vinstri fótinn, mundi ég eiga auðveldara með að ná þess- um steini burt. Allur námugangurinn riðar og skelfur, eins og þegar hundur hristir rottu- Ég er að sleppa mér af hræðslu og býst við að björgin hrynji þá og þegar yfir mig og grafi mig. Ég get ekki hugsað, allt er á ringulreið. Stundum slokknar meðvitundin, stundum hef ég rænu og skil hvað ég er að gera. Ég hef fengið svöðu- sár á höfuðið undan egghvössum steini, það blæðir úr hundrað sárum á mér — en ég hef ekki hugmynd um það — veit aðeins, að ég er í lífshættu. Ég hef verið eins og óður maður í 3—4 mínútur, kannske meira. Mér fannst það vera margar aldir. í dag eru margir dagar liðnir síðan þetta gerðist, en ég get ekkert sagt um hve lengi ég barðist við dauðann barna í koldimmum námuganginum. En nú hafði ég losað vinstri fót- inn. Ég lyfti honum, en trúði varla að það væri fóturinn á mér. Og fót- urinn var heill. Mér hægði stórum við það. En ég átti bágt með að anda. Gangurinn var fullu af súrri kolasvækju og ég vissi, að þarna var eitrað loft, lyktarlaust og ósýnilegt. Loks gat ég losað hinn fótinn. Það kom á daginn siðar, að hann var brotinn um öklann. Nú heyrði ég vatnsrennsli og fann að bergið við hliðina á mér var orðið vott. Nú var um að gera að komast gegnum ganginn, út að námugígnum. Ég fikr- aði mig áfram, skreið lengi, unz ég uppgötvaði, að ég hafði farið i öfuga átt. Eitt sinn varð hár fyrir hend- inni á mér. Mannshöfuð stóð upp úr urðinni. Ég skreið til baka, fikraði mig áfram á hnjánum og olnbog- unum. Aftur rakst ég á mannslik. Það lá á grúfu, hálfgrafið í urðina. 1 sömu svifum heyrði ég skruðning bak við mig. Grjóthrun. Ég tók á slagæðinni á manninum. Hún hreyfðist ekki. Höfuðið var í klessu. Áfram! Allt í einu varð tóm fyrir hendinni á mér. Ég var kominn fram á brúnina á námugígnum, sem gekk 50 metra niður fyrir ganginn, sem ég var í. Upp á yfirborðið voru nærri 200 metrar. Að baki mér var dauð- Framh. á bls. 32. FálkinUj 24. tbl. 1960 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.