Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 7
Mannfjöldinn í Almannagjá fyrsta tals á annað hundrað. 1 Þingvalla- bænum var Gústaí síðar Sviakonungi ætlaður samastaður, sömuleiðis Ól- afi núverandi Noregskonungi, sem varð að hætta við ferðina á siðustu stundu og sendi þá konungur sem fulltrúa sinn hingað T. Andersen- Rysst siðar sendiherra. Enn fremur bjó Torvald Stauning forsætisráð- herra í Þingvallabænum. En í Val- höll bjuggu fulltrúar þeirra ríkja, sem boðið hafði verið að taka þátt í hátíðinni. Sumir þeirra fóru þó til Reykjavíkur á hverju kvöldi og gistu í herbergi sínu þar — á Hótel Borg eða Hótel Island. En tignasti gesturinn, Kristján X. — síðasti konungur Islands — bjó í konungshúsinu á Þingvöllum. VESTUR-ÍSLENDINGAR FJÖLMENNA. Eitt af því, sem setti svip á Alþing- ishátíðina, var koma landa vorra í Vesturheimi þangað. Opinber nefnd hafði verið skipuð af Þjóðræknisfé- laginu til þess að sjá um ferðina, en út af einhverju ósamkomulagi, sem hér verður ekki rakið, klofnaði sam- starf Vestur-íslendinga og stofnaði minnihlutinn sérstaka sjálfboðaliðs- nefnd og tók sér skip á leigu hjá Cunard-félaginu. Mestar framkvæmd- ir þessarar nefndar mun Þórstína heitins Jackson-Walters hafa haft. En stærri hópurinn kom hingað með skipinu ,,Minnedosa“. Mér er enn í minni þegar það skip kom. Varðskip- ið Óðinn fór á móti því út í flóa með hátíðarmorguninn. Sýslumerkin sjást forseta sameinaðs þings, hátíðar- nefndina og aðra fyrirmenn um borð, og blaðamenn fengu að fljóta með. Varð nokkur töf á að finna skipið, því að blindþoka var. En það tókst að lokum og nú tæmdust farþegar Óð- ins yfir í hið stóra skip og hófst nú hátíðleg móttaka gestanna i stærsta borðsal skipsins. Við blaðamenn vor- um uppi á svölum, þar sem við sáum yfir hópinn. Tvo menn rak ég augun í, annan vegna þess hve hann var hár og gildur, hinn vegna þess hve mér f annst hann f ríður og Islendingslegur. Sá stóri reyndist vera norskrar ætt- ar; Burtness hét hann og var opinber fulltrúi Congressins í Washington. Hinn maðurinn, sviphreinn og með mikið svart hár, óklippt í hnakkanum og dálítið ýft, eins og sjá má á göml- um myndum frá síðustu öld, var Gunnar B. Björnsson, íslandsfulltrúi Minnesota-ríkis og fyrsti Vestur-ís- lendingur, sem gaf út blað á ensku. Hann tók til máls skömmu síðar og sjaldan hefur íslenzkt mál hljómað betur í eyrum mínum en þá. Vestur-Islendingarnir bjuggu flest- ir á Elliheimilinu, nema opinberu fulltrúarnir, sem voru á Hótel Is- land, og svo ýmsir, sem áttu hér ætt- ingja og vini, sem tóku á móti þeim. Aðeins tvo af farþegunum þekkti ég persónulega frá fyrri tíð, það voru vinir mínir úr skóla, Ragnar heitinn Kvaran og Sigfús frá Höfnum. Þeir ílentust hér báðir, enda mun hvorug- ur hafa ætlað sér að verða vestra til frambúðar. Þarna var líka í hópnum á víö og dreif í mannfjöldanum. frægur og svipmikill maður, dr. Brandson, víðkunnur maður vestra fyrir læknisafrek sin. Ef ég man rétt var hann einn af forustumönnunum i heimferðarnefnd Þjóðræknisfélags- ins. BLAÐAMENN Á ALÞINGISHÁTlÐINNI. Nokkrir blaðamenn og ljósmynd- arar komu með þessu skipi að vestan, en langflestir voru þeir úr austurátt. Sá, sem þetta ritar, var ritari Blaða- mannafélagsins um þessar mundir og hafði þvi allmikið afskipti af þjónum stórveldis svertunnar. Kjaran fram- kvæmdastjóri hafði séð blaðamönn- um fyrir miðstöð I húsi Helga Magn- ússonar & Co í Hafnarstræti og enn fremur leyft að ráða tiu leiðbeinend- ur til fylgdar blaðamönnum. Völd- ust aðallega til þessa unglr, málfróð- ir stúdentar, og eru margir þeirra nú þjóðkunnir menn. En sá var gallinn á, að Þingvalladagana þurftu flestir þeirra að taka þátt í norræna stúd- endamótinu líka, og fráskákuðu sér því stundum meir en góðu hófi gegndi. Það var ensku- og frönsku- mælandi loftskeytamaður, sem dugði bezt í blaðamannatjaldinu á Þing- völlum. Blaðamennirnir bjuggu flestir í Kvennaskólanum, en nokkrir, sem komu með „Hellig 01av“ frá Norður- löndum, gistu þó í skipinu. Tveir blaðamenn voru komnir nokkuð löngu fyrir Alþingishátiðina; annar þeirra var dr. A. Nygren, sem sendur Falkinnt 24. tbl. 1960 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.