Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 12
LDRD DUNSANY Jorkens sem læknir og seiMor Það var einu sinni í Móhagga- fjöllunum, sagði Jorkens. „Sagðirðu Móhaggafjöllunum?11 spurði Terbut. „Þau voru kölluð svo, þar um slóðir,“ sagði Jorkens. „Ég veit ekki hvað þeir kalla þau á uppdráttun- um í Evrópu. Líklega ekki mikið, býst ég við. Þau eru ekki há. Þau eru í Sahara, við norðurjaðarinn. Ég hafði verið þar í leit að sjald- gæfum jórturdýrum og fundið það sem ég þurfti, og var að leggja af stað heim. En ég hafði verið of góður við Arabana.“ „Of góður við þá?“ sagði Terbut. „Já,“ sagði Jorkens, „þeir vildu ekki sleppa mér.“ „Einmitt það,“ sagði Terbut. „Þeir uppástanda alltaf, að allir Evrópumenn hljóti að vera læknar, skilurðu. Og þess vegna varð ég að verða læknir. Það var sjálfum þeim að kenna. Ekki bað ég þá um að koma til mín og láta mig lækna sig; þeir komu sjálfir. Ég hafði ekki nema lítið af meðulum: verk-og- vindeyðandi dropa, kínín, laxerolíu og eitthvað fleira. Það var líkast og þeir kæmu upp úr jörðinni þeg- ar þeir voru að vitja mín, oftast nær á kvöldin, og báðu mig um að lækna ýmis líkamsmein. Ekki vissi ég hvemig þeir fóru að vita að ég var þarna: ég vissi aldrei hvar þeir áttu heima. Þeir komu úr tjöldum í dölum, sem ég hafði ekki séð. Eina merkið um að þar væru lifandi sálir voru blístur, sem mað- ur heyrði stundum úr einhverri hljóðpípu; og eina lífsmarkið sem ég gaf frá mér, var eitt riffilskot á tveim—þremur dögum; því að lítill tími verður aflögu, þegar mað- ur þarf að snúast við fé í þessum fjöllum. En samt vissu þeir flestir, að ég var þarna, og alltaf komu einhverjir á kvöldin til að leita ráða hjá mér viðvíkjandi heilsunni, háir slöttólfar, sem höfðu étið hálfa geit í eitt mál og kvörtuðu svo undan meltingarörðugleikum. Ég hafði lít- ið haft með mér gegn þess konar, því að maður býst ekki við nein- um krankleika af því tagi, þegar maður lifir heilsusamlegu lífi á hollum mat. Ég gaf þeim Epsom- salt, og það dugði of vel því að ég komst strax í álit, og þeir vildu ekki sleppa mér. „Ég hafði tjaldstað í litlum dal, fullum af geraníublómum, en á milli stóðu klettadrangar upp úr, en litlir túlípanar sáust hér og hvar á stangli. Ég hafði aðeins fjóra Araba með mér. Einn þeirra var kokkur, tveir litu eftir úlföldunum og múlösnun- um, og einn sagði hinum þremur fyrir verkum og reið öðrum múl- asnanum og ég hinum, þegar við breyttum um tjaldstað. Kokkurinn reið öðrum úlfaldanum, en hinir tveir komu hlaupandi á eftir. Ég hafði úrvalslið, og einn daginn sagði LORD DUNSANY, höfundur þess- arar sögu, hefur orðið mjög vinsæll víða um heim. Fullu nafni heitir hann Edward John Moreton Drax Plunkett og er 18. liður ættar sinn- ar, Irlendingur, en fædur í London 1878. Hann gerðist hermaður og gekk í sveit „Coldstream Guards" og tók þátt í Búastríðinu og fyrri heims- styrjöldinni. Vann síðan að ritstörf- um mörg ár, en var skipaður prófess- or í enskum bókmenntum við háskól- ann í Aþenu 1940. Þegar Þjóðverjar hertóku Grikkland árið eftir, skall hurð nærri hælum hjá Lord Dun- sany, en þó komst hann úr landi. Framan af ævinni var hann kunn- astur sem ljóðskáld. En fjögur leik- rit hefur hann samið, sem vakið hafa athygli. Þar á meðal ,,A Night at an Inn“ (1916) og „If“ (1924). ég við Pelcassim, manninn sem leit eftir tjaldbúðunum mínum: „Ég hef nóg af hausum. Við höldum heimleiðis á morgun.“ Hann leit skrítilega á mig og svaraði bara „Insh’allah," en það þýðir „Eins og guð vill“. Jæja, svo kom morgundagurinn, og hann var ekki fyrr kominn en ég tók eftir að sægur af nágrönnum var kom- inn í dalinn minn, fólk sem virtist spretta upp úr jörðinni og var á hálmskóm úr grasinu, sem sprettur þarna í fjöllunum. Það var sönglið í því, sem vakti mig. Ekki veit ég hvers vegna það var að syngja, en mér er nær að halda, að það hafi verið í þeim tilgangi að gera vart við sig, svo að það kæmi ekki eins og þjófur á nóttu og einhver tjald- búinn yrði hræddur og færi að skjóta á það í ógáti. Ég spurði mann- greyin hvort þá vantaði meðul. Þeir spurðu mig, hvers vegna fylgdar- mennirnir mínir væru að binda upp á úlfaldana. Ég sagði þeim að við værum að fara norður að sjó. Þeir sögðu, að ég yrði að vera kyrr. „Jæja, ekki dugði að deila við dómarann: þeir voru allir með byssur; það voru mínir menn líka, allir eru með byssur, hvar sem er í Afríku, en við vorum aðeins fimm, en þeir voru heill hópur; svo að röksemdir mínir fyrir því að ég þyrfti að fara, voru miklu léttvæg- ari en þeirra fyrir því að ég yrði að vera kyrr; að þeir mættu ekki missa góðan hakim — það er að segja lækni, skiljið þið. Þeir hleyptu mér inn í tjaldið mitt og þar var riffillinn minn hlaðinn, fimm skot í hylkinu og eitt í hlaupinu, og þetta var miklu betri riffill en frethólk- arnir þeirra; en ef ég hefði skotið einn þeirra mundu allir hinir hafa horfið inn á milli klettanna eins og dvergar, og tjaldið mitt hefði verið notað sem skotmark þangað til þeir væru orðnir handvissir um, að ég væri dauður.Og þó svo að ég hefði sloppið, mundi ég hafa orðið að fara hundrað mílur um svona land, þar sem hver einasti Arabi vissi hvað ég hefði gert fyrir mér. Nei, ég varð að reyna að finna einhverja aðra leið. „Það var þýðingarlaust að segja þeim að ég væri lélegur læknir, því að ég hafði varið nærri því mán- uði til að vinna mér álit, og það ekki eingöngu með kíníni, verk- og vindeyðandi dropum og epsom-salti, heldur einnig með töfrabrögðum, sem ég hafði notað í viðlögum, til þess að gera meðulin áhrifameiri. Þeir voru stórhrifnir af göldrum. Jæja, ég horfðist í augu við stað- reyndirnar: Ég sagði við sjálfan mig, hvernig lítur þetta út fyrir þeirra sjónum. Það verður maður alltaf að gera, þegar maður á við svona fólk. Og ég komst að þeirri niðurstöðu, að þeim þætti brottför mín viðlíka hrun fyrir sig eins og Lundúnabúum þætti, ef Harley Street og allir læknarnir hyrfu úr borginni. Slíkur atburður yrði kæfð- ur í fæðingunni; áhrifamenn mundu taka til sinna ráða, fyrirspurnir gerðar í Parlamentinu, og allir þess- ir læknar mundu verða kyrrsettir. Og þegar ég athugaði þetta, sá ég fram á hvað Arabarnir mundu gera: kyrrsetja mig. Jæja, ég afréð að setjast um kyrrt. Og það gerði ég, og lét úti meira af meðulum en ég hafði nokkurntíma gert áður. Og eftir nokkra daga var sáralítið orð- ið eftir. Þeir fóru að taka eftir að 12 Fálkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.