Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 13
birgðirnar voru orðnar smáar; og ég sagði við einhvern þeirra að þetta væru vandræði, því að enginn lækn- ir gæti starfað meðalalaus, hversu góður sem hann væri. Birgðirnar voru á þrotum og þá hélt ég að ég mundi losna. En ónei, það var nú eitthvað annað; þeir sögðust ætla að senda mann ríðandi á múlasna norður yfir fjall og heiðina, sem þeir kalla Tell, til næsta bæjar, til að sækja nýjar meðalabirgðir, þetta væri ekki nema þriggja til fjögurra daga leið, og til þess að vera vissir um að ég fengi réttu lyfin, leystu þeir miðana af glösunum mínum upp með volgu vatni, því að ekki trúðu þeir mér fyrir að skrifa pönt- unina sjálfur. Þá datt mér í hug að festa merarseðil við föt sendi- mannsins eða við beizlið á múlasn- anum hans. En vandinn var sá, að festa miðann þannig, að lyfsalin sæi hann, en Arabarnir ekki, og ég gafst upp við það. Hvað átti ég að gera? Eftir rúma viku mundi Arabasendi- boðinn koma aftur með kynstur af kíníni, verk- og vindeyðandi drop- um, laxerolíu og epsom-salti, og svo heila vætt að döðlum; og þá var ég kyrrsettur áfram. Þeir höfðu ekki vörð um mig, en þeir tóku riffil- inn minn, og ef ég fór eitthvað út að ganga, sá ég aldrei nokkurn fjallstind svo að ekki væri þar Arabi, eins og hvítur díll á berg- inu. Einu sinni þegar ég gekk ofur- lítið lengra en venjulega, fór einn hvíti díllinn að hreyfast, og ég sá að ómögulegt mundi verða að kom- ast burt þá leiðina. Þarna var yndis- legt loftslag, og þó undarlegt megi virðast, var útsýnið yfir eyðimörk- ina undrafagurt þegar maður horfði yfir hana af háum stað .... undra- verð blámóða og kvöldroði um sól- arlagið .... En svo varð ég leiður á kuklinu og hugsaði eingöngu um að gefa Aröbunum verk- og vind- eyðandi dropa og kínín, eins og mér fannst þeir hafa mesta þörf yrir; en þeir vildu alls ekki þessa skammta eina, heldur heimtuðu galdra með, svo að ég varð að gegna þeim þangað til ég var orðinn veik- ur af öllu kuklinu.“ „Kuklinu?11 sagði Tarbut. „Hvers konar galdrar voru þetta?“ „Æ, svona smá-sjónhverfingar eins og þetta,“ sagði Jorkens. „Þú sérð að ég tek litlu skeiðina þarna úr saltkarinu, og stingur henni fyrst í þennan lófann og svo í hinn lóf- ann.“ „Já, ég sé það,“ sagði Terbut. „Og geturðu nú sagt mér í hvorri hendinni saltskeiðin er?“ spurði Jorkens. „Auðvitað í þessari,“ sagði Ter- but og benti á aðra höndina. „Nei,“ sagði Jorkens og opnaði lófann, og Terbut góndi á hann steinhissa. „Og heldur ekki í hinum lófan- um,“ sagði Jorkens og rétti fram höndina. „Hvernig í fjáranum fórstu að þessu?“ sagði Terbut. „Það eru bara galdrar,11 sagði Jor- kens. „Ég tók ekki skeiðina, þegar ég sagðist gera það. Þá hafði ég stungið henni undir diskinn minn. Þarna er hún. En þú fórst ekki að hugsa um þetta fyrr en nokkrum sekúndum of seint. Og Arabarnir ekki heldur. Það gerir enginn. Galdrar eru auðveldir. En ég galdr- aði svo lengi, að það fór í taug- arnar á mér. Og ég var alltaf að hugsa um hvernig ég gæti komið orðsendingu til Evrópu um að ég væri fangi í Móhaggafjöllum, og biðja um að senda flokk manna til að bjarga mér. Ég var þarna í mínum tjöldum og Arabarnir í sínum. Þegar þeir þurftu læknis við komu þeir til mín, eins og fólkið í London fer í Harley Street. Þarna var ekki viðlit að reyna að reyna að strjúka að deginum til, vegna mannanna, sem sátu á hverjum tindi. En á kvöldin komu þeir nið- ur á brekkubrúnirnar kringum mig, og þar sá ég oft glóra í eldinn í vindlingunum þeirra. Svo að ég varð að hugsa mikið um hvernig ég ætti að koma boðum til Evrópu, eins og ég sagði þér. Það voru Frakkar, sem réðu þessum lands- hluta. En hvernig gat ég látið þá vita af mér? Ég var að glíma við þetta í hálfan mánuð, skal ég segja þér. Ég hugsaði um það í hitanum á daginn, þegar eyðimörkin blán- aði í fjarlægð, ég hugsaði um það á kvöldin þegar hnígandi sól roð- aði himininn, ég hugsaði um það þegar ég sat við varðeldinn á kvöld- in með Aröbunum mínum og við átum „kuskus“, ég hugsaði um það eftir að varðeldurinn var orðinn að ösku og hvergi sást ljós nema frá stjörnunum. En allar þessar hugsanir voru gagnslausar. Einu sinni spurði ég Pelcassim, aðalmann- inn minn, hvort hann héldi að ég mundi nokkurn tíma sjá Evrópu aft- ur; en það eina sem hann svaraði var þetta: Guð ræður því. Ég minnt- ist ekki frekar á málið við fylgdar- menn mína eftir þetta, en hugsaði einn en árangurslaust. Og svo var það eitt kvöldið, skömmu fyrir sól- arlag, að ég sat fyrir utan tjaldið mitt til að hvíla mig, því að ég var orðinn þreyttur á öllum heila- brotunum, að ég heyrði vængjaþyt og ýms hljóð og leit upp, og sá kringum tylft af fuglum fljúga í norður. Þetta var svo sem ekki merkilegt, en þarna kom hugmynd- in, sem mig hafði vantað Þessir fuglar voru að fara til Evrópu; og Þessi nýstárlegi leiðavísir er í Springe arn Deister í Vestur-Þýzl-calandi. ■— Staurinn hallast, en er studdur af mannsmynd úr járni. Þann dag, sem Austur- og Vestur-Þýskaland samein- ast, á vegvísirinn að rísa til fulls. nú fór ég að hugsa um, hvernig ég gæti komið boðum með þeim. Og þegar ég fór að hugsa um þetta á annað borð, varð ég ekki lengi að komast að niðurstöðu. Ég veit ekki hvaða fuglar það voru, sem ég sá fljúga norður, en sá brátt fram á, að það væru svölurnar, sem ég þyrfti að ná sambandi við. Stork- ar flugu þarna um líka, en ég vissi hvert þeir fóru að jafnaði, og það var Frakkland, sem ég þyrfti að ná til. Ég var í franskri Afríku, skilurðu, að ég vissi að Frakkar mundu aldrei líða neinum að halda Evrópumanni sem fanga, ef þeir vissu um málið. Svo að ég valdi svölurnar. Ég hugsaði um þetta alla nóttina. Vorið var komið yfir fjöll- in, en svölurnar voru ekki farnar. Ekki svo að skilja, að við sæjum þær oft, en ég vissi að mikið var af þeim fyrir handan fjöllin, þar sem fólk bjó í þorpum. Þar flugu þær kringum bænhúsin og yfir flötu kofaþökin, og hægt að ná til þeirra. Mér tókst ekki að komast í meðala- þrot, því að Arabarnir leyfðu mér það ekki; en ég komst í galdraþrot, og helmingurinn af lækningum mín- um voru galdrar. Þess vegna fór ég daginn eftir í næstu Arabatjaldbúð- irnar — lág tjöld úr úlfaldahári — og hundarnir komu geltandi á móti mér; og einn Arabinn kom út og reiddi stein á loft til að þagga nið- ur í hundunum, og spurði mig hæv- ersklega hvort hann gæti orðið mér að einhverju liði. Ég sagði honum að nú væru mér farnir að förlast galdrarnir, því að mig vantaði ýms Niðurl. á bls. 32. Fáikinn, 2A. tbl. 1960 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.