Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 14
Caterína Vaíente - goð æskunnar Líklega er hún eina filmudísin í heimi, sem á íslenzkan reiðhest. — Maðurinn hennar gaf henni folann, í afmælisgjöf þegar hún varð 28 ára í janúar s.l. Hún er ítölsk að ætt en fæddist í Paris, því að þar voru for- eldrar hennar stödd með sirkus sinn, er Caterina kom í heiminn. Hún hef- ur verið á flakki lengst af æfinni og þess vegna talar hún átta mál, m. a. dönsku og sænsku. Hún var snemma þjálfuð í sirkuslistum, lærði að dansa og steppa 5 ára og sömuleiðis á gít- ar, en nú kann hún á 8 hljóðfæri ■—- og á bíl að auki. En það var söngurinn, sem gerði hana vinsæla. Plún var undrabarn og röddin náði yfir þrjár áttundir. En hún varð ekki mesta söngdís Evrópu fyrirhafnarlaust. Nú seljast Polydor- plöturnra hennra meira en nokkrar aðrar í Evrópu: „Fiesta Cubana“, „Temptation", „If Hearts could talk“ og „This Estacy". — Og síðan fyrsta kvikmyndin hennar kom, 1954, „Mannequin i Rio“, hafa margar frægar bætzt við. Þær síðustu eru „Casino de Paris“, „Bravo, Caterina" og „Syngdu fyrir mig, Caterina". Á stríðsárunum var erfitt hjá sirk- usfólki. Tólf ára varð Caterina að ráða sig til snúninga á gistihúsi. En það var táp í henni og hún söng og trallaði meðan hún var að þvo gólf- in og búa um rúmin. En þáttaskipti urðu í æfi hennar, er hún réðst til Hansa-fjölleikahússins í Hamborg. Foreldrar hennar vildu ekki missa hana frá sirkusnum, en hún hafði betur. Þar kynntist hún „sjonglörnum" Erik van Aro og þau giftust. Og nú fór hún fyrir alvöru að helga sig söng og kvikmyndaleik. Hún söng op- inberlega í fyrsta skipti 1952 í Sviss, hjá Cirkus Grock. Og þá varð hún fræg um alla álfuna í einni svipan, því allir fylgjast með því, sem gerist hjá Grock. Síðan hefur hún verið síhækkandi stjarna. Engin söng- og leikkona í Evrópu er eins mikið dáð og Cater- ina Valente. Hún á heima í Rathenaustrasse 6, Mannheim, V.-Þýzkalandi. ★ Vitið þér...? að JAPANIR ERU sérstaklega hrifnir af sjónvarpinu? Nú eru yfir 2 milljón sjónvarps- tæki í Japan, og sjónvarpstækja- smiðjurnar framleiða kringum 100 þúsund tæki á mánuði. í Tokio einni eru sex sjónvarpsstöðvar, sem senda út myndafréttir samtals 50 tíma. að engir fara eins oft í bíó og Englendingar? Að meðaltali fer hver Englend- ingur —■ að meðtöldum ómálga börnum og gamalmennum — 21 sinni í kvikmyndahús á ári. Næst- mesta kvikmyndahúsasóknin er í Austurríki, Canada og ísrael. Þar koma landsbúar að meðaltali 15 sinnum í kvikmyndahús á ári. — Hefurðu séð hvað hann Bjössi er duglegur? sagði pabbi við mömmu. Nú hefur hann skrúfað hjólið á bílinn sinn sjálfur, með skrúfjárn- inu mínu. Hann hefur náð í það í verkfærakassanum ... Pabbi komst ekki lengra. Því að nú heyrðist svo hátt org í Bjössa, að það heyrðist um allar þrjár hæðirnar í hús- inu. Og mamma kom hlaup- andi, hún hafði verið að vefja ketdeigi inn í kál og hefur ekki tíma til að hlusta á allt, sem pabbi segir. Hún kom að Bjössa með skrúfjárnið og bílinn, en blóðið lagaði úr fingrinum á honum, og þess vegna orgaði Bjössi og þagn- aði pabbi, en mamma hljóp út eftir plástri. — Hvað átti strákurinn að vilja í smíðatólakassann minn? sagði pabbi önugur. — Þú ættir svei mér að líta bet- ur eftir stráknum þinum, smíðatólunum ... skrúfjárn geta verið hættuleg ... Hvað ertu að hugsa? Ég meina ... það er að segja ... nei, það var ekki neitt, ég sagði ekki neitt — nei, ekki neitt. En mamma sagði sitt af hverju í staðinn. Um að feð- ur ættu ekki að vera montn- ir af litlum, saklausum börn- um, sem leika sér að skrúf- járnunum þeirra og biluðum, gömlum bílum, sem feðurnir ættu að gera við sjálfir. Og hún sagði, að það væri skað- laust þó að pabbi hirti ofur- lítið meira um drenginn sinn sjálfur og... Pabbi heyrði ekki meira, því að hann var farinn út í leik- fangabúð. Og þar keypti skrúfjárn úr tré. Og nú varð Bjössi glaður aftur. — Og mamma hélt áfram við ket- deigið og kálið. Og svo setti pabbi smíðatólakassann sinn upp í efstu hilluna í skápnum. 14 Fálkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.