Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 6
RíJcisstjórn íslands liorfir móti sól á Alþingishátíðinni. Frá vinstri: Jónas Jónsson, Tryggvi Þór- hallsson og Einar Arnórsson. ☆ Endurminningar frá Alþingishátíð Vefflegasta, ag fjaímennasta hátíö9 setn haldin hefnr verið « Jfstandi GAMLA DAGA, það er að segja á fyrstu áratugum þessarar ald- ar, höfðu unglingar gaman af að spyrja eldra fólkið um þjóðhátíðina 1874, er Kristján IX. heimsótti Island fyrstur konunga, „með frelsisskrá í föðurhendi". Það fennti seint yfir þann atburð. Fjöldi núlifandi fólks man aðra konungskomuna, 1907, er Friðrik VIII. minntist í ræðu á „hin tvö ríki sin“ og danski forsætisráð- herrann fékk magaverk, að því er segir i Isafold frá þeim tíma. En eft- ir þann magaverk fór sjálfstæðisbar- áttu Islands að miða betur fram en áður. Aðeins 11 árum síðar hafði Is- land fengið viðurkenningu sem sjálf- stætt ríki, í konungssambandi við Dani að visu, en með fullum rétti til að slíta að fullu öllum tengslum við Dani eftir 25 ár. Það var i endurskini frá sigrinum 1. des. 1918, sem þúsund ára afmæli Alþingis var haldið hátíðlegt dagana 26.—28. júní 1930. Stjórnmálablöðin hafa rifjað þann atburð upp, sagt frá dagskránni og ræðuhöldunum og í sambandi við það hafa sum þeirra reynt að þakka sínum flokki hve há- tíðin tókst vel. Svona barnaskapur ætti ekki að sjást i sæmilega full- þroskuðu stjórnmálablaði, þvi að hann lýsir því, að blaðið telji lesend- ur sína ekki hafa náð sæmilegum fermingarbarnsþroska. Alþingishátíðin tókst vel vegna þess, að allir stjórnmálaflokkar vildu að hún tækist vel, og vegna þess að forsjónin lagði sinn skerf fram, þann, sem er svo mikilsverður landi og þjóð, sem á jafn mikið undir veðrinu og við íslendingar eigum. Hún tókst vel vegna þess, að til þess að stjórna henni völdust menn, sem höfðu bæði vilja og getu tií þess að gera það, sem gera þurfti. MIKIÐ FÆRST 1 FANG. Ég efast um, að menn hafi yfirleitt gert sér ljóst fyrir þrjátíu árum, hve þung byrði var lögð á þá menn, sem áttu að „bera ábyrgð á“ Alþingishá- tíðinni, og þá fyrst og fremst á fram- kvæmdastjóra hennar, Magnúsi Kjar- an stórkaupmann. Menn verða að hafa í huga, hve mikið aðstæðurnar til þess að halda stórhátið hafa breyzt næstliðin 30 ár. Hve bilakost- urinn var margfalt minni en nú er, Samt komust um 30 þúsund manns á Alþingishátíðina, og langtflestir í bíl. Björn Ólafsson sá um það; hann var „samgöngumálaráðherra" Kjar- ans. Engar óspektir urðu á Þingvöll- um þrátt fyrir mestu gestakomu, sem þar hefur verið. En lögreglunni stjórnaði Bjarni á Laugarvatni, gam- all leikfimikennari og í þeim 100 manna hóp var enginn, sem hafði komið í lögregluþjónsbúning. Þeir voru einkenndir á þann einfalda hátt að kaupa handa þeim hvítar kápur með bláum kraga, svo að þeir sáust vel álengdar fjær í öllum fjöldanum. Eitt mesta vandamálið var að út- vega næturstað öllum þessum gesta- fjölda, bæði erlendum og innlendum boðsgestum og svo öllum landsbúum, sem vildu heiðra hátíðina með nær- veru sinni, ýmist af forvitni eða þjóð- rækni. Framkvæmdastjórinn leigði í því skyni 4.500 tjöld, sem sett voru upp inni á Leirum, skipulega eins og borg, sem teiknuð er með reglustik- um og beinum götum en ekki með krókaleiðum eða krákustígum. 1 sér- stöku hverfi í Háugjá var tjaldstað- ur stúdenta; þeir voru margir, því að norrænt stúdentamót var haldið á Þingvelli þessa daga. Og það var af forsjálni ráðið að hafa stúdentana sér, svo að þeir þyrftu ekki að tala í hálfum hljóðum eða neita sér um að „sjunga om studentens lyckliga dag“. Á Þingvallatúni voru tjöld þing- manna og erlendra blaðamanna, sam- boyuisvya oyiMiiyui a ^í.ipingistianöinni. 6 Fálkinnt 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.