Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 25

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 25
í skrifstofunni — er þaS ekki? Ef fólkið fréttir, að við ætlum að giftast, neyðist það til að gefa okkur brúð- kaupsgjöf, og þá verður alls konar umstang, sem ég vil helzt losna við. Hann horfði á hana spyrjandi: — Hvað segir þú um það? Hún hefði haft gaman af að láta alla sjá, hve ham- ingjusöm hún var, en ef hann vildi halda þessu leyndu — þá það — Eins og þú vilt, sagði hún og kinkaði kolli. — Þá er það í lagi. Við höfum ekki verið þarna svo iengi,, að við höfum eignast góða vini meðal fólksins, og það er ekki heldur sennilegt, að við verðum aftur þar í bráð. BRÚÐKAUP ÁN GESTA. Næstu daga hafði Irena nóg að hugsa, að fara í búð- irnar. Þetta smáræði, sem hún hafði erft eftir föður sinn, notaði hún til að fata sig. Hún keypti aðeins sumarfatnað, því að annað þurfti hún ekki í veðurblíðunni í Rio. Silki- og línkjóla, nettar og léttar dragtir, hvítar stuttbuxur úr líni og langar bræk- ur, léttan nylon-nærfatnað og gul baðföt. Þegar hún hafði náð sér í þessar nauðsynjar var næst fyrir að kaupa sér samkvæmis- og kokkteilkjóla ásamt ýmsu tilheyrandi. Síðasta sunnudaginn var hún að ganga frá farangri sínum og mánudagsmorguninn vaknaði hún við meðvit- undina um, að brúðkaupsdagurinn hennar væri í dag. Það var úðarigning — sannur nóvemberdagur, eins og þeir gerast í London. Henni fannst ótrúlegt að eiga að flytjast burt úr þessum gráa úða og í eilíft sólskin og sumar. Hún hafði margt að hugsa, en loks var hún komin í fógetaskrifstofuna og skrifaði nafnið sitt í bók. Síðasta lest til skipsins átti að fara klukkan hálfþrjú, og nú var klukkan kortér yfir tvö. Fógetinn hafði ekki fyrr lokið ræðu sinni en Hugh tók i handlegginn á henni og togaði hana með sér út í bílinn, sem beið fyrir utan með farang- urinn á þakinu. — Við gerum ekki betur en ná lestinni, sagði hann. En þegar billinn rann af stað tók Hugh undir handlegg- inn á henni og sagði afsakandi: — Þú hefur haft ósköp- in öll að hugsa, Irena, en þegar við komum um borð getum við hvílt okkur. Hún hallaði sér að honum og nú fyrst fann hún, hve þreytt hún var. — Já, en nú erum við gift, sagði hún og reyndi að festa það í huga sér, en gekk illa, því að hún varð að hugsa um svo margt annað. Á brautarstöðinni var fullt af fólki. Á töflu yfir stétt- inni stóð skrifað með krit, hvenær „S/S Arminta“ ætti að fara til Rio de Janeiro og Buenos Aires. Burðarmaður tók við farangrinum þeirra og vísaði þeim á sætin þeirra og eftir nokkrar sekúndur var hurðunum skellt og lestin rann af stað. Hún sagði hlæjandi: — Ert þú alltaf svona seinn fyrir? Hann hristi höfuðið. — Ég er ekki vanur að gifta mig á leiðinni í járnbrautarlestina. Hann talaði lágt, svo hinir farþegarnir heyrðu ekki hvað hann sagði, en Irena tók eftir að roskin kona, sem sat beint á móti þeim, starði á þau augnablik og sneri sér svo undan. Voru þau nokkuð lík nýgiftum hjónum i brúðkaupsferð? Enginn hafði komið á stöðina til að kveðja þau. Eina hamingjuóskin, sem hún hafði fengið á brúðkaupsdaginn, var bréf eldri systur föður hennar, sem átti heima í Irlandi, og sem hún hafði ekki séð síðan hún var barn. Það var ekki svona brúðkaup, sem hana hafði dreymt um, þegar hún var ung telpa, en henni var alveg sama um það núna. Hún var gift Hugh og á leið- inni inn í nýtt lif með honum, í borg, sem var svo fögur, að Brazilíumenn kölluðu hana „A Cidade Marvavilhousa" — Dásamlegu borgina — hafði hugh sagt henni. Nú tók hún allt í einu eftir þvi, að þau voru komin langt út fyrir London. Hugh reyndi ekki að tala við hana og Irena gerði sig ánægða með að sitja þegjandi. Þetta var fyrsta stundin, sem hún hafði fengið tækifæri til að hvílast, siðan kvöldið, sem hann bað hennar. Þau drukku te í lestinni, og þegar þau komu á ákvörðunarstaðinn, var hún hress og hlakkaði til næsta áfangans. Þau fóru út úr lestinni á hafnarbakkanum og burðar- maður fór með farangur þeirra í tollskoðun. Hugh brosti að henni, er hann sá, hve hugfangin hún var af öllu því, sem fyrir augun bar. Þegar tollskoðuninni var lokið, fóru þau um borð í „Araminta" og þar tók hvítklæddur þjónn á móti þeim og fylgdi þeim í klefann þeirra. Irena hafði aldrei stigið á skipsfjöl áður og varð hissa á hve skrautlegur klefinn var. Rekkjurnar tvær, sín í hvorum enda, voru með ferskjugulum værðarvoðum og dúnsængum i sama lit. Grár dúkur var á gólfinu og tveir hægindastólar. Hugh brosti að hve hrifin hún var og benti á snyrti- borðið. — Líttu á. Pósturinn hefur verið hérna. Á borðinu lá ílöng askja og skrifað á: „Blóm til skips- ins“. Irena var skjálfhent, þegar hún opnaði hana og tók rósavöndinn upp úr henni. Á spjaldinu, sem fest var við blómin, stóð: „Ástarkveðjur. Þinn Hugh.“ Hún sneri sér að honum og augun gljáðu. — Hjartans þakkir, Hugh. Blómin eru undurfalleg! Þetta var fyrsta skiptið, sem nokkur hafði gefið henni blóm, og hún sogaði að sér ilminn af þeim. — Þú vilt líklega taka upp úr töskunum, sagði Hugh, er hún leit upp. — Ég ætla að fara upp og ganga um skipið. Hún brosti og kinkaði kolli. Það yrði gaman að hengja upp fötin og hvíla sig svo í þessum litla, fallega klefa. Um leið og hann var að fara út myndaði hún sig til að draga upp vindutjaldið, sem var fyrir glugganum. Hann leit við og sagði: — Væri ég í þínum sporum mundi ég ekki draga frá glugganum. — Þá get ég ekki séð út, sagði hún. — Glugginn snýr út að farþegaþilfarinu og fólk gengur fyrir gluggann, sagði Hugh. — Þú kærir þig varla um að fólk sé að góna inn til þín? — Nei, ég skil. Hún dró tjaldið niður aftur. — Vertu ekki lengi! kallaði hún á eftir honum. — Þú verður að sýna mér þetta allt saman. (Framh.) Spáð stormi, ^DAMSON Fálkinnt 24, tbl. 1960 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.