Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 15

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 15
☆ ☆☆☆ LITLA SAGAN ☆☆☆☆ Hatturinn morðingjans Skammt jrá líkinu lá hattur... SUNNUDAGShelgin í smábænum Edgewood skammt frá New York truflaðist illilega. Einn kirkju- gesturinn kom með öndina i hálsin- um til hreppstjórans og sagðist hafa fundið lík við veginn. Rannsóknastöð Pinkertons í New York var gert aðvart og George Bangs var falið að rannsaka málið. Dauði maðurinn var I nærfötunum einum og enginn kannaðist við hann. Fangamarkið „A. B.“ var saumað í skyrtuna, og skammt frá líkinu lá hattur. Bangs birti lýsingu á líkinu í blöðunum og brátt gaf sig fram maður, sem þekkti líkið. Það var lík þýzks listamanns, sem hét Adolf Bo- hner og hafði komið til Ameríku fyr- ir nokkrum mánuðum. 1 herbergi Adolfs Bohners í New York var minnisbók og þar stóð mik- ilsverð upplýsing. Það var það sið- asta, sem skrifað hafði verið í bók- ina, og hljóðaði þannig: ,,Á morgun fer ég til Edgewood. Að hitta August Franssen, sem á að borga skuld sina.“ Þessi Franssen ætti þá að vera meðal þeirra síðustu, sem heíðu séð Bohner lifandi. Það kom á daginn, að Franssen var þýzkur líka. Hann var skósmiður. Heima I Strassbourg höfðu þeir báð- ir verið að draga sig eftir sömu stúlk- unni, og Bohner hafði haft betur. En þrátt fyrir þetta höfðu þeir orðið kunningjar, er báðir voru komnir til framandi lands. Bohner hafði komizt vel af, en Franssen oft orðið að fá lánaða peninga hjá honum. Skiljanlega féll sterkur grunur á Franssen, en engar sannanir voru fyrir sekt hans. Þýzkum njósnara hjá Pinkerton var falið að skyggja Franssen. Hann hét Mendelssohn. Hann kunni skósmíði og kom það honum að liði. Nú lézt hann vera þýzkur skóarasveinn. Hann komst á snoðir um að Franssen sæti lengstum á krá einni í Forsyth Street. Mendelssohn fór að venja komur sínar á þennan stað og von bráðar kynntust þeir. Franssen vann í skó- gerð einni og tókst Mendelssohn að fá atvinnu þar líka. Og innan skamms voru þeir orðnir mestu mátar. Eitt kvöldið, er þeir sátu saman í kránni, kom annar kunningi Frans- sens að borðinu til þeirra og spurði: — Hvað hefurðu gert við hattinn, sem ég seldi þér? — Ég hafði skipti á honum og hatt- inum, sem ég nota núna, svaraði Franssen. — Eg kann betur við þenn- an. Nú lifnaði yfir Mendelssohn. Und- ir eins og hann sá sér færi, flýtti hann sér til Bangs hjá Pinkerton og náði í hattinn, sem fundizt hafði hjá líkinu. Hann setti hann upp og skildi sinn hatt eftir. 1 næsta skipti, sem hann kom í krána, hitti hann þenn- an kunningja Franssens þar. Er þeir höfðu drukkið saman nokkrar kollur af bjór, sagði maðurinn: — Ég sé, að það eruð þér,, sem hafið haft hattakaup við Franssen. Fyrrverandi eigandi hattsins skoð- aði hann í krók og kring og sagðist geta þekkt þennan hatt hvar sem væri. Nú fór netið að herðast að Frans- sen, sem ekki grunaði Mendelssohn vin sinn um græzku. En hann trúði Mendelssohn fyrir því, að hann væri að hugsa um að reyna að komast eitthvað vestur í land sér til heilsu- bótar. Gallinn var bara sá, að hann vantaði péninga. Ekki mundi Mend- elssohn geta lánað honum nokkra dollara? Mendelssohn dró við sig svarið, en bauðst loks til að lána honum fimm dollara, ef hann fengi pant fyrir þeim. Mendelssohn tók við pantinum — og handtók Franssen fyrir morðið. Panturinn, sem Franssen fékk, var nefnilega — fötin af myrta mannin- um, Bohner! ★ SKRÍTL Ult Maður, sem gekk á götu í Bergen um miðja nótt, rakst á fullan mann er svaf á gangstéttinni. Hann vakti hann, fékk upp úr honum hvar hann ætti heima og fylgdi honum heim, eins og miskunnsamur Samverji. — Þakka þér fyrir, sagði sá fulli. — Þetta skal ég borga þér. Hvað heitirðu annars? — Ég heiti Páll, sagði maðurinn og fór. Þegar hann var kominn nokkurn spöl, heyrði hann kallað á eftir sér: — Heyrðu, Páll! Hvern- ig v-var þetta — fékkstu nokkurn- tíma svar við þessu bréf, sem þú skrifaðir Korintumönnum? ★ Nýr prestur var kominn í sveitina og Malla gamla á Sámsstöðum hafði farið í kirkju til hans. Þegar hún kom heim, var hún spurð hvernig hefði verið að heyra til nýja prests- ins. — Það var ágætt, hreinasta af- bragð, svaraði kerling, — þetta rann úr honum eins og mjólk og hunang, og svo brúkaði hann ekki pappír. Falkinn} 24. thl. 1960 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.