Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 27

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 27
SKEÐ 15. JÚLÍ — 1099 tóku irossfararherir Jerúsal- em og þar með var fyrstu krossferðinni lokið, þremur árum eftir að kirkjuþingið í Clermont hafði efnt til þessa blóðuga fyrirtækis. Þegar atlagan var gerð að Jerúsalem voru aðeins 15.000 hermenn eftir, eða tíundi hluti þess hers, sem lagt hafði af stað í krossferðina. Hin- ir höfðu ýmist farist af vosbúð og sjúk- dómum eða fallið í orustum. Fall Jerúsal- em kostaði miklar blóðsúthellingar því að krossfarar strádrápu nær alla ókristna menn guði til dýrðar, blóðlækirnir runnu eftir götunum i tvo daga samfleytt. Svo kom sunnudagur og krossfararnir þvoðu af sér blóðið og héldu svo sigurhátíð að kristnum sið. En á mánudaginn hófst blóðbaðið aftur. Ci tr ■pv • 16. JÚLÍ — 1916 komst XVll/Í/ • pýzki „kaupfarskafbátur- inn“ Deutschland til Ghespeakevíkur og þaðan til Baltimore. Kafbáturinn hafði meðferðis milljón doll- ara virði af anilínlitum, sem engir kunnu að framleiða þá, nema Þjóðverjar, og svo ýms lækningalyf. Með þessari för hafði kapteinninn, König hét hann, unnið það þrekvirki að sigla kafbáti yfir Atlantshaf í fyrsta sinn og komast gegnum allar varð- línur Breta. Þann 6. nóv. sama ár var leik- urinn endurtekinn, og komst Köning þá til New London með álíka farm og í fyrra skiptið. Eftir þessar ferðir hófst hryðju- verkaöld kafbátanna í fyrri heimsstyrjöld- inni. nyp t\ • 17. JÚLl ■— 1676 voru all- A fv T 9 ' ir Parísarbúar á stjái til þess að hprfa á aftöku Marie Margarete D’Aubry, markgreifafrú af Brinviller. í hefndarskyni og af ágirnd hafði hún myrt föður sinn með köldu blóði — hann var háttsettur embættismaður -— og sömuleiðis myrt báða bræður sína og reynt að myrða systur sína. Meðan hún var að prófa eitrið lógaði hún möreu fólki, sem hún notaði sem tilraunadýr. Til dæmis eitraði hún í stórum stíl brauð, sem hún síðan lét útbýta meðal fátækra. Enginn sá henni bregða þegar hún lagðist. á högg- stokkinn. Hún var brennd og vindurinn látinn feykja öskunni. En síðar þóttust ýmsir þó eiga bein úr henni og geymdu þau sem minjagripi, því að þeir töldu þetta ódæðiskvendi heilaga manneskju. Q TT TJ» pv I 18. JÚLf — 1836 dó Lund- ^ iv r>T * . úna-víxlarinn Nathan Rotschild, sá ríkasti og fremsti þeirrar frægu auðmannaættar. — Fátt gerðist í fjármálum án þess að Nath- an Rotschild væri við það riðinn og kóng- ar og ríkisstjórnir betluðu hjá honum lán gegn okurvöxtum. Nathan R. var fyrsti fjármálamaðurinn, sem sá hve mikilsvert það var að fá fréttir frá fjarlægum lönd- um. Skipstjórar voru í þjónustu hans og BÖgðu honum fréttir undir eins og þeir komu í höfn, og hann notaði bréfdúfur til að færa sér fréttir úr höfuðborgunum á meginlandinu. Frægastur varð hann í sam- bandi við ósigur Napoleons við Waterloo. Hann hafði lagt fram gífurlega mikið fé til þess að hjálpa andstæðingum Napoleons og beið úrslitanna í ofvæni og var sjálfur nálægt vígvellinum. Undir eins og hann sá hvernig fara myndi þeisti hann af stað upp að Ermasundi, fékk skip til að flytja sig yfir sundið og komst til London áður en nokkur vissi um úrslit orustunnar. Rotschild þagði og var með alvörusvip á kauphöllinni og allir héldu að Napoleon hefði sigrað. Verðbréfin stórféllu og svo keypti Rotschild — og græddi meir en milljón sterlingspund á einum sólarhring. Tj jr m pv ■ 19. JÚLÍ — árið 64 hófst eldsvoðinn mikli i Róm, sá er talið var að Neró hefði valdið og kostaði líf fjölda kristinna manna. Bruninn hélt áfram í 6 daga og gereyddi þrem af 14 hverfum Rómar en stórskemmdi sjö. Sagt er að Neró hafi set- ið uppi í víggirtum turni og horft með hrifningu á brunann — en hvort sem það er satt eða logið þá er svo mikið vist að honum var kennt um ódæðið, en hann kenndi það aftur kristnum mönnum, sem urðu fyrir grimmilegum ofsóknum af þeirri ástæðu. Eftir brunann varð Róm sem ný borg með stórum steinhúsum — neðsta hæðin varð að minnsta kosti að vera úr steini, var fyrirskipað — og með breiðum og beinum strætum. BRIDGE Bridgeþáttur Fálkans mun í fram- tíðinni þannig stílaður, að allir geti skilið hann, jafnvel þó þeir kunni litið í bridge. Vandinn er aðeins að raða spilunum upp eins og sýnt er og spila síðan úr þeim eins og sagt er. Þátturinn mun framvegis birta ís- lenzk og erlend spil, er komið hafa fyrir i keppnum, heimahúsum eða annars staðar. Bridgeþátturinn vænt- ir þess, að menn og konur sendi hon- um spil, er koma fyrir einhvers stað- ar og mönnum gæti komið til hugar að fólk hefði gaman af að sjá. Utanáskrift Bridgeþáttarins er: Vikublaðið Fálkinn (Bridgeþáttur- inn), box 1411. Hér kemur þá fyrsta spilið, er spil- að var árið 1960 í keppni milli Eng- lands og Norður-lrlands á fimmta borði. Sést glöggt, hvað millispilin, það er að segja áttur, níur og tíur, geta haft mikið að segja. Norður gaf: Norður og suður á hættu. S 5, 4, 2 H D, G, 5, 4 T D, 10, 5 L Á, K, 3 S 6, 3 H 8, 3 T Á, K, 9, 8, 4, 2 L D, 5, 4 S Á, G, 10, 8 H Á, K, 10, 9 T G, 3 L 10 9, 8 Suður endaði á fjórum hjörtum á báðum borðum. Á öðru borðinu gekk spilið þannig: Vestur spilaði Ás og Kóng í tígli og síðan þriðja tíglinum, sem Austur trompaði og Suður drap af honum með hjarta niu. Suðurtóknú út tromp- in með hjartakóng og tíu. Nú sá Suð- ur, að það er ekki um annað að ræða en að fara í spaðann. Hann spilaði sig því inn í blindann á laufakóng og út kom spaði, er Austur drap með drottningu, en Suður tók með ás. Suð- ur lét nú spaða gosa, sem Austur drap með kóng. Austur er nú i vand- ræðum og lét út spaða sjö. Eftir mikla umhugsun valdi Suður réttu leiðina og drap með spaða áttu, spilaði síðan spaða tíu og henti laufa þristi i, og þar með unnust f jögur hjörtu. Á hinu borðinu gekk það ekki eins vel, þar töpuðust fjögur hjörtu. S K, D, 9, 7 H 7, 6, 2 T 7, 6 L G. 7. 6. 2 Fálkinnt 24. tbl. 1960 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.