Fálkinn


Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 18

Fálkinn - 20.07.1960, Blaðsíða 18
Einn bjargaðist - af yfir 400 mönnum í námunni Hitinn var óþolandi þarna, á 200 metra dýpi. Ég hugsa, að hann hafi verið yfir 50 stig þennan janúardag 11960, er við svituðum okkur gegn- um síðustu tvo timana af vaktinni. Piet Bekker, mágur minn, var við hliðina á mér og rak á eftir svert- ingjunum: — Herðið þið ykkur, pilt- ar! Eða: — Farið þið nú varlega! Kolavagnarnir runnu í lest fram hjá okkur, að námugígnum, sem var um 50 metra frá okkur. Þar var hellt úr þeim í lyfturnar. 1 janúar er há-sumar í Suður-Afríku, og hit- inn uppi var kringum 40 stig. Við vorum allir að hugsa um ískælda ölið, sem við skyldum hella í okkur þegar klukkan slæi. Vaktin okkar endaði klukkan 16. Ég var aðstoðarverkstjóri á minni vakt. Mágur minn var verkstjóri og elztur í flokknum. Hann hafði 12 ára reynslu af námum og hafði áð- ur unnið i gullnámunum í East Wit- watersrand, um 30 km fyrir austan Johannesburg. En ég hafði komið hingað fyrir tveimur árum og verið í gullgrefti áður. Ég hafði fengið mig fullsaddan á gullgrefti, eftir að hafa séð 121 af félögum mínum farast í námuslysi. Ég studdi höndum á síður, löðr- andi í svita, og beið eftir næsta vagni sem kæmi til að hlaða sig í kola- bingnum undir hvelfingunni sem ég stóð í. Klukkan min var 15.15, og ekki óraði mig fyrir því að hörm- ung ætti að dynja yfir eftir sex mín- útur. Innar í námuganginum var James Uys að reka á eftir svertingjunum, sem drógu vagnana að kolbingnum hjá mér, og ég hugsaði sem svo: — Hann vill flýta sér að komast upp til konunnar sinnar, nýgiftur mað- urinn. Og nú voru 5 mínútur eftir. Koos Jakobs var að vinna fáeina metra frá mér. Fertugur risi, gljá- andi og vöðvamikill. Hann gortaði af þvi, að hann gæti rotað naut með Gert Van Der Merwe var staddur í kolanámu í Oranje, 200 metra undiryfirborði jarð- ar, ásamt yfir 400 verkamönn- um. Eldur kom upp í nám- unni og lokaði henni, og fór- ust allir nema Gert, sem seg- ir sögu sína hér. einu hnefahöggi, og það var ekkert gort Hann hafði gert það oftar en einu sinni. Fauti var hann, en okkur féll vel við hann. Hann átti níu börn — sjö telpur og tvo stráka, annan í reif unum .... FIMM MlNÚTUR FRÁ TORTlMINGUNNI. Jan Maritz stóð nokkru fjær mér. Svo til nýkominn úr tíu ára fangelsi fyrir að hafa drepið unnustu sína. Hún hafði verið honum ótrú. Hann var einkennilegur afturkreystingur. Alltaf með raunasvip, eins og nýbúið væri að flengja hann. Við létum hann aldrei liða fyrir það, sem honum haíði orðið á. Enda vorum við ekki alfullkomnir heldur. Hver veit hvað við hefðum gert, ef falleg unnusta hefði orðið okkur ótrú. Þrjár minútur eftir! Hver hefur sinn djöful að draga. Þjóðverjinn — við kölluðum hann Fritzie — var ættaður einhversstað- ar úr námunda við Leipzig, en hafði flúið til Vestur-Þýzkalands. Nú var hann hér. Kominn að fertugu. Við vissum, að hann hafði verið rúss- neskur stríðsfangi og fengið illa með- ferð, bæði á sál og líkama, á stríðs- árunum. En við minntumst aldrei á það við hann. Hvað varðaði okkur um fortið Péturs og Páls? Við vor- um neðanjarðar-bræðrafélag, sem sprengdi kol. Ég brosti til fílsterka svertingjans frá grænu dölunum í Zululandi, sem hafði strokið frá þremur konum og nítján börnum til að vinna fyrir sér sem dráttarhestur í námunum. — Hreyfing í fjallinu. Of heitt hérna. Hann strauk svitann af enn- inu. — Ég fer heim til konanna minna bráðum. Gamall basútó-negri, sem einu sinni hafði verið ætthöfðingi, en var settur af vegna þess að hann hafði látið hengja sjö menn fyrir ritúalmorð, tók í sama streng: — Já, það er eitthvað að. Ekki gott. Þú sérð það bráðum .... Ég kallaði til Piet Bekkert: — Ég ætla að fara inní endann á göngun- um og athuga síðustu sprenginguna. Þú lítur eftir hérna á meðan. Ég verð ekki nema augnablik. Bekkert umlaði eitthvað um að Gert van der Merwe, eini maðurinn aí U35 sem bjargaðist úr kolanámunni. 18 Fálkinn, 24. tbl. 1960

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.